Fréttablaðið - 06.02.2010, Síða 10
6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
Námskeið
í tölvufærðu bókhaldi
Velkomin
569 5100
skyrr@skyrr.is
Námskeiðið hefst 15. febrúar og
verður kennt fyrir hádegi mánudaga
til fimmtudaga í 4 vikur.
Helstu þættir sem farið verður í:
▪ Grunnur
▪ Innkaup og birgðir
▪ Sala
▪ Samþykktarkerfi
▪ Fjárhagur
▪ Laun
▪ Innheimtukerfi
▪ Tollakerfi
Á námskeiðinu eru afhent vönduð kennslugögn sem koma að
góðum notum til frekari færni í tölvufærðu bókhaldi.
Flest stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 75% af námskeiðsgjöldum. VR veitir styrk fyrir
allt að 75% af námskeiðsgjöldum eftir inneign og réttindum. Þeir sem koma á vegum VR
eða VMST fá að auki 25% styrk frá Skýrr. Fullt verð fyrir námskeiðið án aðkomu stéttar-
félags, VR eða VMST er 89.000 kr.
Nánari upplýsingar eru á skyrr.is og í síma 569 5100.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á skyrr@skyrr.is
ISO 27001
IS 542464
Nú býðst þér yfirgripsmikið námskeið hjá Skýrr í tölvufærðu
bókhaldi sem er að mestu leyti niðurgreitt af Vinnumála-
stofnun (VMST) og þínu eigin stéttarfélagi.
OPNUN KOSNINGASKRIFSTOFU Karen E. Halldórsdóttur
OG MYNDLISTARSÝNING Hfjörð.
Opnun 6. febrúar milli 14 -16.
Bæjarlind 14 - 16, KópavogiPR
Ó
FK
JÖ
R
SJ
Á
LF
ST
Æ
Ð
IS
FL
O
K
K
SI
N
S
20
. F
EB
R
Ú
A
R
K Ó P A V O G U R - G E R U M E N N B E T U R
KAREN Í 4. SÆTI
Vilja öryggi
Skorað hefur verið á stjórnvöld að tryggja öryggi sjó-
manna við landið með því að veita nægu fjármagni
til Gæslunnar. Myndi fólk í landi sætta sig við að
vera án sjúkrabíla? spyrja sjómenn.
TF-LÍF Öryggisreglur LHG kveða á um að ekki sé farið út fyrir 20 sjómílur nema
öryggi flugáhafnar sé tryggt. Það er gert með annarri þyrlu á bakvakt eða að skip á
flugleiðinni sé ekki meira en klukkustund að sigla að þyrlunni brotlendi hún í sjón-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Er það svo að Landhelgis-
gæslan geti ekki haldið úti
lögbundnu hlutverki sínu
nema með þeim pening-
um sem hún hefur haft og
er lítið hægt að skerða þau
framlög? Að þessu spyr
ég mig þessa dagana. Allt
sem gert er virðist ógna
öryggi sjómanna og það
er hrikalegt að þurfa að
horfast í augu við það,“
segir Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra, um stöðu Landhelgisgæsl-
unnar.
En mun hún beita sér fyrir því
að LHG verði tryggt fjármagn til
að halda úti tveimur þyrluvöktum?
„Við komum alltaf að því að sama.
Hvaðan eiga þessir peningar að
koma? En ef það er engin önnur
leið til að spara en að fækka þyrlum
eða áhöfnum þeirra finnst
mér komin upp sú staða
að ríkisstjórnin þurfi að
taka ákvörðun um hvað
skuli gera. Við erum að tala
um þjónustu sem er jafn
mikilvæg og margt annað
sem við teljum sjálfsagt
– til dæmis sjúkrahús og
heilsugæsla.“
Ragna segist skilja
áhyggjur sjómanna og
niðurskurður hjá LHG sé mjög við-
kvæmt mál. „Blessunarlega tókst að
koma sjómanninum heim óhultum
í þessu tilviki. Ég verð að segja að
það gengur ekki að fólk sé með lífið
í lúkunum í orðsins fyllstu merk-
ingu. Þetta atvik gefur fullt tilefni til
að ráðuneytið og Gæslan fari yfir
þetta.“
HRIKALEGT AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ ÞETTA
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
ÖRYGGISMÁL Samtök útvegsmanna
og sjómanna skora á stjórnvöld að
efla starfsemi Landhelgisgæslunn-
ar svo hún fái sinnt lögbundnu eft-
irlits- og öryggishlutverki sínu. Til-
efnið er alvarleg veikindi sjómanns
um helgina á togaranum Sturlaugi
Böðvarssyni. LHG gat ekki orðið
við beiðni um aðstoð þar sem skip-
ið var um sjötíu sjómílur frá landi
og aðeins ein þyrluvakt til taks. Við
slíkar aðstæður er þyrla ekki send
lengra en tuttugu mílur á haf út.
Jakob Örn Haraldsson, skipsverji
á Sturlaugi, lýsti því í viðtali við
Fréttablaðið í gær hversu hastar-
lega hann veiktist. Í bráðaaðgerð
á Landspítalanum kom í ljós að æð
til hjartans var nær alveg stífluð
og hann því í bráðri lífshættu. Tog-
arinn var um tíu klukkustundir að
sigla í land og var Jakobi „haldið
gangandi“ á sprengitöflum og súr-
efni, eins og hann orðaði það.
Landssamband útvegsmanna,
Farmanna- og fiskimannasamband
Íslands, Sjómannasamband Íslands
og VM - félag vélstjóra og málm-
tæknimanna sendu frá sér áskorun
í gær vegna þessa máls sem und-
irstriki að niðurskurður á rekstr-
arfé LHG ógni öryggi sjómanna á
hafi úti. Þeir minna á að Landhelg-
isgæslunni er ætlað að sinna mjög
víðfeðmu hafsvæði og hún gegni
mikilvægu öryggishlutverki fyrir
íslenska sjómenn. „Upp geta komið
tilvik eða aðstæður, þar sem tími
til björgunar er svo naumur að
þyrla er eina tækið sem sjómenn
geta treyst á. Þótt þrengingar séu
í ríkisrekstri er það dýrkeyptur
sparnaður að vega að ákveðnum
grunnþáttum á borð við þyrluþjón-
ustu LHG og þar með öryggi sjó-
manna á hafi úti.
Í viðtölum Fréttablaðsins við
sjómenn er undantekningarlaust
lýst áhyggjum af þeirri stöðu sem
komin er upp. Eftir stendur spurn-
ing þeirra um hvort það sé réttlæt-
anlegt, og þá í ljósi staðhæfinga
stjórnvalda um að byggja upp vel-
ferðarríki að norrænni fyrirmynd,
að hluti þjóðarinnar þurfi að sætta
sig við að lifa í óvissu um hvort
hann verði sóttur þegar alvarleg
veikindi eða slys ber að höndum.
Flugdeildin er dýrasti rekstrar-
þáttur LHG eða um 60 prósent af
heildarkostnaði sem er þrír millj-
arðar króna. Talið er að með 400
til 500 milljóna króna framlagi rík-
isins væri hægt að reka flugdeild-
ina eins og gert var ráð fyrir eftir
brotthvarf varnarliðsins og kraf-
ist er af samtökum sjómanna og
útvegsmanna. svavar@frettabladid.is