Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 24
24 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
Mér hefur alltaf þótt Stein-
grímur Hermannsson eins
og holdtekning íslensku
valdastéttarinnar á síðari
hluta tuttugustu aldar.
Hann fæddist í húsi
valdsins, sonur Hermanns
Jónassonar forsætisráð-
herra, og leið hans lá
tiltölulega greið og áfalla-
laus til æðstu metorða í
íslenskum stjórnmálum.
Það var kannski óhjákvæmilegt, með þennan
bakgrunn, að hann yrði meiri pragmatisti
í stjórnmálum heldur en hugsjónamaður.
Samt hafði hann sterka sannfæringu í ýmsum
málum og andstaða hans við þátttöku Íslands
í evrópskri samvinnu var eitt af því sem setti
mjög svip á stjórnmálaferil hans undir lokin.
Þá fór Framsóknarflokkurinn fram undir
kjörorðinu „X-B, ekki EB“. Steingrímur var
alþýðlegur og vinsæll (og vissi af því eins og
Hallbjörn söng) og að mörgu leyti einlægari í
framkomu en margir kollegar hans í stjórn-
málum.
Hlutverk hans sem leiðtoga Framsóknar-
flokksins var sennilega umfram aðra foringja
flokksins að huga að þróun hans frá dreifbýlis-
flokki yfir í flokk sem höfðaði til kjósenda
bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem var lífsspurs-
mál fyrir flokkinn. Hlutverk hans í landsmál-
unum var ef til vill umdeilt, en hann – verk-
fræðingurinn – leitaði alltaf þeirra leiða sem
honum fannst praktískar, eins og hann lýsir
ágætlega í þriggja binda ævisögu sinni. Þá
þvældust hvorki kennisetningar hagfræðinnar
fyrir honum né hugmyndafræðilegar kreddur.
Hans íslenska brjóstvit átti sennilega ekki
minnstan þátt í að skapa honum þá sterku
stöðu meðal þjóðarinnar sem hann öðlaðist.
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON
Brjóstvit
Hallur Magnússon hefur gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn.
Hann sat fund með Steingrími Hermannssyni í
lok mars á síðasta ári og skrifaði í framhaldinu
eftirfarandi á bloggsíðu sína:
„Framsóknarmaðurinn Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna, er nú í mikilvægri ferð til
Evrópu. Ég var hins vegar á fundi með öðrum
afar merkum Framsóknarmanni - Steingrími
Hermannssyni - sem skipar heiðurssæti á lista
Framsóknarflokksins í Kraganum.
Steingrímur hélt ótrúlega snjalla og
markvissa ræðu þar sem hann rifjaði upp
kosninga baráttu fyrri ára á Vestfjörðum - enda
um að ræða fjölmennt og
skemmtilegt átthagakvöld
Framsóknarfólks með
rætur í Norðvesturkjör-
dæmi. Steingrímur sýndi
gamla góða takta sem
öflugur leiðtogi - takta
sem við sjáum nú hjá
Framsóknarmanninum
Barack Obama!
Ég er þess fullviss
að Steingrímur næði
öruggu þingsæti ef það væri búið að innleiða
persónukjör!“
Steingrímur og Obama
HALLUR
MAGNÚSSON
Við Steingrímur áttum nána samvinnu og samfylgd í stjórnmálum í næstum
fjóra áratugi frá því hann kom á þing eftir kosningarnar 1971, meðal annars
í forystu fyrir Framkvæmdastofnun ríkisins og Byggðastofnun og þá ekki
síst í tveimur ríkisstjórnum. Undanfarin ár hittumst við reglulega á fundum
stjórnar Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, nú seinast á
liðnu sumri þrátt fyrir alvarleg veikindi hans. Samskipti okkar voru ávallt mjög
vinsamleg og ánægjuleg.
Mörgum blöskraði þegar verðbólgan fór yfir átján prósent eftir bankahrunið.
En í rúman áratug, frá 1974 og fram yfir miðjan níunda áratuginn, geisaði hér
enn verra verðbólgufárviðri sem mældist 30-80 prósent frá ári til árs. Hverri
ríkisstjórninni af annarri mistókst að brjótast út úr þeirri martröð sem skyggði
nánast á flest önnur vandamál þjóðlífsins. Við Steingrímur áttum samleið í ríkisstjórnum í miðjum
þessum ólgusjó á árunum 1978-83 undir forystu kafteinanna Ólafs Jóhannessonar og Gunnars
Thoroddsen. Sú sigling kostaði heilmikinn barning, svo sem von var. En menn urðu reynslunni
ríkari. Og því ber að halda til haga að hálfum áratug síðar átti ríkisstjórn Steingríms, og hann sem
þáverandi forsætisráðherra, sinn stóra þátt í því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að sigla
þjóðarskútunni út úr versta ólgusjó verðbólgunnar.
Í ólgusjó verðbólgu
RAGNAR ARNALDS
Pálmi Gestsson lék Stein-
grím margsinnis bæði í
þáttum Spaugstofunnar
og í áramótaskaupum.
„Ég hafði leikið hann
í nokkurn tíma áður en
ég náði hárréttum tóni.
Maður finnur þegar það
gerist. Það var afskaplega
gaman að leika Stein-
grím,“ segir Pálmi sem
hitti Steingrím annað
veifið. Alltaf fór vel á með þeim.
„Hann var ósköp ljúfur maður og vildi
öllum gott og engum illt. Ég bar hlýjan hug til
hans. Einu sinni var hann með okkur í þætti.
Við vorum þá eitthvað að vesenast fyrir utan
stjórnarráðshúsið og hann kom út og spjallaði
við okkur. Ég var þá í gervinu hans. Það var
mjög skemmtileg uppákoma,“ segir Pálmi.
Steingrímur setti aldrei út á meðferðina
sem hann hlaut hjá Pálma. „Hann áttaði sig
á að þetta væri innifalið í verðinu og gerði
aldrei athugasemdir eins og kom fyrir með
aðra.“
Gaman að leika hann
PÁLMI GESTSSON
Steingrímur var einn
öflugasti stjórnmálamað-
ur landsins og vann mörg
afrek á sinni tíð. Hann
var til dæmis lykilinn í
þjóðarsáttinni svokölluðu
sem lagði grunn að löngu
og farsælu velferðarskeiði
á Íslandi. Það var ein-
kennandi fyrir Steingrím
hversu auðvelt hann átti
með að sætta ólík sjón-
armið. Þegar ég byrjaði í
stjórnmálunum og þeytt-
ist með honum um allt land á kjördæmis-
þingin dáðist ég að því hve létt hann fór með
að tala til fólksins. Hann talaði til hjarta þess.
Fólk sá í honum velgjörðarmann. Manngildi
ofar auðgildi voru einkennisorð hans og hann
lagði mikla áherslu á jöfnuð. Hann hafði
líka brennandi áhuga á umhverfismálum og
útivist. Hann var líkur Eysteini að því leytinu,
var framsýnn og sá hlutina í heildarsamhengi.
Ég held að Steingrímur hafi verið sáttur við
sitt. Sáttur við að eiga góða að og við framlag
sitt á lífsleiðinni.
Talaði til hjarta fólks
SIV
FRIÐLEIFSDÓTTIR
MEÐ SKRÍTNU FÓLKI Auk nýjustu talna, pólitískra túlkana og viðtala við flokksformenn bauð Ríkissjónvarp-
ið upp á dragdrottningar í kosningasjónvarpinu 1991. Steingrímur beið nýjustu talna þegar drottningarnar
drógust að honum. Steingrímur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar flassið skall á honum. „Hvað ertu
að mynda mig með þessu skrítna fólki?“ spurði hann Gunnar hvumpinn þar sem hann beið úrslitanna.
Seinna var myndin valin skopmynd ársins á sýningu blaðaljósmyndara.
ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN DRIFIN Á KJÖRSTAÐ Guðmundur Steingrímsson kaus með foreldrum sínum í kosn-
ingunum 1991. Hann situr nú sjálfur á þingi og er því þriðji ættliðurinn sem velur sér stjórnmálin. Gunnar
vonar að Guðmundur verði ekki síðri forystumaður í Framsóknarflokknum en Steingrímur var.
BEÐIÐ EFTIR KÓNGI Það gat tekið á að vera í ríkisstjórn. Einn rigningardaginn þurftu Steingrímur og Jón
Baldvin, ásamt Eddu og Bryndísi, að taka á móti spænsku konungshjónunum. Myndin gefur til kynna að
menn hafi ekki alltaf verið vel hvíldir.
FRAMHALD AF SÍÐU 22