Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 28
28 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
Hvert er grundvallarhlutverk skatt-
kerfisins?
IHÞ: Ég hef mjög klassíska sýn á
hlutverk þess sem í grundvallaratrið-
um á uppruna sinn á 18. öld, hjá Adam
Smith. Hann setti fram kenningar um
að auk þess að standa undir tekjuöflun
eigi skattkerfið að vera sanngjarnt og
sýna jafnræði, auk þess að vera hlut-
laust. Þetta eru þær hugmyndir sem
mér finnst að leggja eigi til grundvall-
ar þegar skattkerfið er mótað.
Síðan er ekki því að neita að menn
vilja gjarnan fylgja eftir öðrum mark-
miðum, eins og tekjujöfnun og að
skattkerfið stuðli að félagslegum sjón-
armiðum sem stjórnvöld hafa. Á síð-
ari tímum hafa bæst við áherslur um
leiðréttandi hlutverk varðandi mark-
aðsbresti, í sambandi við til dæmis
umhverfis- og mengunarmál og þegar
markaðurinn endurspeglar ekki sam-
félagslegan kostnað.
Við getum sagt að í grundvallar-
atriðum tel ég að skattkerfið eigi og
verði að standa undir þeirri tekjuöfl-
un sem leiðir af ákvörðunum stjórn-
valda um opinbera þjónustu og starf-
semi, en jafnframt þurfi að gæta að
mörgum öðrum sjónarmiðum sem
koma því við.
FO: Ég er í öllum grundvallaratrið-
um sammála þessu. Það er augljóst að
skattkerfið þarf að standa undir fjár-
mögnun á starfsemi hins opinbera og
standa undir ákveðnum samgæðum.
Ég held að það sé samstaða um það á
Íslandi að skattkerfið eigi að standa
undir ákveðinni heilsugæslu, þjónustu
á menntasviðinu og einhvers konar
félagslegu öryggisneti.
En hvort skattkerfið eigi að stuðla
að jöfnuði, jöfnuðarins vegna, þá tel
ég að svo eigi ekki að vera. Það á hins
vegar að stefna að tryggingu á ákveðn-
um lágmarkskjörum í samfélaginu.
Klassískar hagfræðikenningar og
reyndar einnig rannsóknir í atferlis-
vísindum sýna að það er æskilegt að
hafa ákveðna samsvörun á milli fram-
lags og afraksturs í öllum kerfum,
einfaldlega vegna þess að ef sú sam-
svörun hverfur, þá hverfur framlagið
einnig.
Á tímum eins og núna höfum við
ekki efni á því að draga úr þessum
eiginleikum. Við þurfum að horfa
áfram á ákveðna hagkvæmni og til
verðmætasköpunar. Þá þurfum við
að nýta þá miklu krafta sem eru í
samfélaginu okkar.
IHÞ: Ég tek undir þetta í megin-
atriðum. Ég held að ekki sé á Vestur-
löndunum mikill ágreiningur um
grundvallarhlutverk skattkerfis-
ins. Frekar er deilt um einstaka
útfærslur.
Menn sváfu á verðinum
Viðskiptaráð hefur gagnrýnt skatta-
breytingarnar, í hverju felst sú gagn-
rýni helst?
FO: Það eru ýmsar ástæður fyrir
okkar gagnrýni, horfa má á tekju-
skattkerfið og þrepaskiptinguna sér-
staklega, en einnig á heildarbreyting-
arnar. En við verðum fyrst að svara
þeirri spurningu hvort skattkerfið sem
var til staðar hafi verið vandamál. Við
teljum ekki að svo hafi verið.
Út frá því sem Indriði vísaði til
áðan, hagfræðilegum sjónarmiðum, þá
var þetta tiltölulega hagkvæmt skatt-
kerfi. Það var einfalt og gagnsætt og
gerði ekki mikið upp á milli atvinnu-
greina. Ástæðan fyrir því að litið var
á það sem galla tengist þeirri fjár-
málastefnu sem hér var keyrð, hvern-
ig fjármálum var stýrt hér á undan-
förnum árum.
Komið var í veg fyrir að hægt væri
að nota helsta styrkleika kerfisins sem
fólst í því að það dró til sín hlutfalls-
lega meiri tekjur í uppsveiflu og gaf
meira eftir í niðursveiflu. Það hafði í
sér innbyggða sveiflujöfnun. Þegar við
lendum í þessu stóra stoppi og erum
búin að byggja yfirbyggingu sem er
orðin verulega stór – og við eyddum í
rauninni þessum umframtekjum jafn-
óðum – þá lendum við í valþröng. Ég
þykist vita að þú, Indriði, hafir átt
andvökunætur yfir því.
Við erum með halla á fjárlögum og
hann þarf að brúa, en það er búið að
eyða þeim peningum sem við hefðum
hugsanlega getað safnað í góðærinu.
Þá eru komnar auknar skuldir og
vaxtagjöld vegna þeirra. Þetta setur
okkur í erfiða stöðu sem við þurfum
að vinna úr, en við höfum verið gagn-
rýnir á nálgunina.
IHÞ: Já, það er ljóst að hér brást
margt, en ég held að það hafi ekki
verið kerfið sem slíkt sem hafi brugð-
ist. Það voru mun fremur þeir sem
báru ábyrgð á því og stýrðu því.
FO:… samræmingin …
IHÞ: Já, þeir hafa ekki verið á verði
og í raun trúað því að uppsveiflan
væri eilíf og mundi halda áfram að
skila tekjum. Þetta leiddi til þess að
þótt kerfið sem slíkt, tæknilega kerf-
ið, væri óbreytt – og ég held að flestir
telji það gott – þá sýndi sig þegar upp
var staðið og eftir að hrunið var skoll-
ið á, að það aflaði ekki nægra tekna
fyrir útgjöldum.
Í öðru lagi sýndi sig að það höfðu
orðið tilfærslur í dreifingu skatt-
byrði sem margir, þar á meðal þau
stjórnmálaöfl sem komust til valda,
töldu ekki heppilega. Það hafði orðið
mikil breyting á dreifingu skatta og
skapast ójafnræði milli einstaklinga,
rekstrarforma, tekjutegunda og svo
framvegis.
Burt séð frá því hvort menn telja að
skattkerfið hafi verið gott eða ekki,
og ég get tekið undir að í grundvall-
aratriðum var það gott, þá var ein-
sýnt að það þurfti að gera ráðstafanir.
Það þurfti að endurstilla kerfið til að
ná þeim markmiðum sem menn vildu
ná.
FO: Ég tel að við hefðum getað náð
þessum markmiðum með einfaldari
tekjuskattsbreytingum, nýtingu á
sömu skattstofnum og þá með hækk-
un skattprósentu. Svo er nauðsyn-
legt að horfa á að hagfelldasta leið-
in út úr svona ástandi miðar að því
að sníða hinu opinbera stakk eftir
vexti á útgjaldahliðinni, að draga úr
opinberum útgjöldum.
Flækja eða ekki flækja
FO: Oft er horft til annarra landa
þar sem er þrepaskipt skattkerfi. Ég
hef velt því fyrir mér að hvaða leyti
sá samanburður er heppilegur, ein-
faldlega vegna þess að við erum 300
þúsund manna þjóðfélag og það er
hlutfallslega dýrara fyrir okkur að
halda uppi flóknu kerfi en hjá stórum
þjóðum.
Við erum mögulega að stefna
í átt sem er ekki hagkvæm með
Ekki deilt um meginmarkmið
Um áramót urðu breytingar á skattkerfinu og tekið var upp kerfi með þremur þrepum. Það hefur vakið mismikla lukku. Óum-
deilt er að stoppa þarf upp í gat í fjárlagakerfinu en deilt hefur verið um leiðir til þess. Kolbeinn Óttarsson Proppé settist með
Indriða H. Þorlákssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra, og Finni Oddssyni, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í skattaspjall.
Indriði og Finnur eru sammála
um margt þegar kemur að
skattabreytingum. Þá telja þeir
að allt of mikil hækkun hafi orðið
á tryggingargjaldi. Það muni á
endanum auka launakostnað
sem sé ekki æskilegt, því þá
missi fleiri vinnu og hvatinn til að
ráða fólk minnki.
IHÞ: Þetta er póstur sem lendir
á laununum og verður borinn af
launafólki almennt.
FO: Ég er sammála því og held
að gjaldið hafi verið hækkað allt
of mikið.
Þá telja þeir að stór hluti
vandans sem glímt er við nú liggi
í vaxtagreiðslum.
IHÞ: Það sem gerir okkur erfitt
fyrir er að í ofanálag þurfum við
að kljást við vaxtagreiðslur upp á
5,6 prósent af landsframleiðslu.
Það eykur á vandamálið sem við
glímum við í ríkisfjármálunum.
FO: Já, þær nema um 120
milljörðum króna.
SAMMÁLA UM MARGT
SAMMÁLA UM MEGINATRIÐIN EN ÁHERSLUMUNUR UM LEIÐIR Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs, eru sammála um meginatriði skattkerfisins. Þeir deila hins vegar um hagkvæmni þeirra leiða sem ríkisstjórnin fór í skattabreytingum um síðustu áramót.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
breytingunum. Þá horfi ég til ófyrirsjá-
anleika sem verður af eftirá álagningu
og hversu erfiðari heimtur af henni eru
en staðgreiðslu. Þá hef ég áhyggjur af
hvatalegum áhrifum með hækkun jað-
arskatta og ýmissa óhagnýtra breyt-
inga. Til að mynda er líklegt að und-
anskot geti aukist og því byggjum við
upp stærra svart hagkerfi.
Þá er óheppilegt að nú eru einstakl-
ingar skattaðir en ekki fjölskyldur. Það
er óheppilegt þar sem annar aðili vinn-
ur úti og hinn á heimilinu, þá getur
hann ekki bætt á sig vinnu án þess að
lenda í hátekjuskatti. Það á einnig við
um ófyrirsjáanleg áföll eins og þegar
annar aðili missir vinnuna.
IHÞ: Ég er sammála því og við
höfum lengi hrósað okkur af því að
vera með lítið flækjustig í hagkerf-
inu. Ég held þó að við verðum að gera
greinarmun á því sem er tæknilega
flókið, eða flóknu regluverki. Stað-
reyndin er sú að þessar tæknilegu
flækjur, eins og mörg skattþrep, eru
ekki kostnaðarsöm og krefjandi. Þær
munu ekki hafa í för með sér neinar
beytingar fyrir framteljendur.
FO: Þú ert þá bara að tala um þrepa-
skiptinguna.
IHÞ: Já, þrepaskiptinguna.
FO: En það eru aðrar breytingar sem
valda framteljendum erfiðleikum, þá
er ég að tala um eignaskatta og annað
slíkt.
IHÞ: Já já, en þá ertu líka að tala um
hóp sem er afskaplega lítill. Það sem
ruglar eru kerfi sem eru þung í fram-
kvæmd fyrir skattyfirvöld, sérstak-
lega með flóknum efnisreglum eins og
hvað sé frádráttarbært og þess háttar.
Ég legg áherslu á að þessar breytingar
eru ekki róttækar breytingar á kerf-
inu. Við erum að hreyfa okkur innan
þeirra skattbyrðimarka sem hafa verið
viðvarandi í mörg ár.
Það er ekki verið að hækka skatta
sem hlutfall af landsframleiðslu
umfram það sem verið hefur á und-
anförnum árum. Við förum ekki með
skattana í þá hæð, hvorki sem hlutfall
af tekjum eða landsframleiðslu, eins og
þeir voru fyrir fjórum, fimm árum.
Icesave tekið of mikinn tíma
FO: Það velkist enginn í vafa um að það
er forgangsmál að ná tökum á ríkis-
fjármálum. Þau samanstanda af tveim-
ur póstum; útgjöldum og tekjum. Það
er ekki bara ég, heldur sýna athugan-
ir hjá 21 OECD-þjóð að þar sem skorið
er niður í ríkisútgjöldum, frekar en að
fara í skattahækkanir, þar er kreppan
styttri og hagvöxtur kemst fyrr á.
Þetta er lykilatriði. Eftir 10 ár þurf-
um við að útvega 35 þúsund manns
atvinnu, ýmist þeim sem eru atvinnu-
lausir eða þeim sem koma nýir á
vinnumarkað. Mér finnst að breyt-
ingar á ögurstundu, eins og núna, eigi
fyrst og fremst að hafa hagkvæmnis-
og heildarsjónarmið í huga. Sú hug-
myndafræðilega breyting sem farið
hefur verið í – og er kannski eðlilegt
að vinstri stjórnvöld vilji gera – þarf
meiri aðdraganda og umræðu. Þetta
átti að mínu viti að kalla á mikla
umræðu í Alþingi, en var rætt á milli
tveggja Icesave-lotna.
IHÞ: Ég tek undir það. Strax í júní
lágu reyndar fyrir stærstu línurnar.
En frumvarpið var lengi í umræðu við
takmarkaðan hóp, Alþýðusambandið og
Samtök atvinnulífsins til dæmis, raun-
ar allt of lengi. Stærsti gallinn er að
öll vitræn umræða í þinginu kafnaði í
undarlegum orðaskiptum um allt annað
mál, sem er út af fyrir sig mikilvægt,
en hefur tekið allt of langan tíma.
FO: Hlutfallslegur halli á opinber-
um fjámálum á næstu þremur árum
verður töluvert hærri upphæð heldur
en Icesave. Við ræddum í örfáa daga á
þingi um skattalagabreytingar.
Staðreyndin
er sú að þess-
ar tæknilegu
flækjur, eins
og mörg
skattþrep,
eru ekki
kostnað-
arsöm og
krefjandi.
Þær munu
ekki hafa í
för með sér
neinar breyt-
ingar fyrir
framteljend-
ur.“ Indriði
H. Þorláks-
son.