Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 32
2 matur
B Bakstur
4 vikna
Lífsstílsnámskeið
undir handleiðslu Benediktu Jónsdóttur
heilsuráðgjafa hefst 10. febrúar 2010
Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is
Lausnir – Hollusta – Umhyggja
Viltu vera með í 12 manna hópi sem lærir
það mikilvægasta um hvernig á að stunda
heilbrigðan lífsstíl á auðveldan
og skemmtilegan máta?
Mán., mið. og fös. kl. 17.30-18.30 - alls 9 skipti.
Verð 19.990 kr.
Innifalið er fyrirlestur með Haraldi Magnússyni
osteópata og Ástu Valdimarsdóttur
hláturjógakennara.
Einstaklingsviðtöl og hóptímar.
Sjá nánar á www.madurlifandi.is
EINFALDLEIKINN BESTUR
Ragnheiður Tryggvadóttir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar:
Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera
Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór
Sigurðsson bjarnithor@365.is
ÍSBÚÐIN ÍSLAND
1.000 g heil ýsa (um
500 g af hreinsuðum
fiski)
500 g kartöflur
(gjarnan smælki)
150 g laukur
200 ml fiskisoð
200 ml mjólk
100 ml rjómi
50 g smjör
40 g hveiti
½ lárviðarlauf
Salt og pipar eftir
smekk
Ýsan er þverskorin
og soðin í hæfilega
söltu vatni. Rjóminn,
mjólkin og fisksoðið
er soðið upp með lár-
viðarlaufinu og jafnað
með smjörbollunni
(50 g smjör og 40 g
hveiti). „Bollan“ á að
vera hæfilega þykk
þannig að hún sam-
lagist auðveldlega
vökvanum. Lauk-
urinn er svitaður
í smjöri þangað til
hann gyllist og síðan
er honum bætt út í
sósuna. Soðnar kart-
öflurnar eru skorn-
ar í hæfilega bita
og settar út í ásamt
beinhreinsuðum
fiskinum. Krydd-
að til með salti og
nýmöluðum pipar
eftir smekk. Borið
fram með rúgbrauði
og smjöri. Smjörið má
gjarnan þeyta upp
með örlitlum sýrðum
rjóma.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Nemendur Hótel- og matvælaskól-ans í Kópavogi fengu góðan gest í heimsókn á dögunum og var
það enginn annar en Mathias Dahlgren,
einn helsti matreiðslumeistari Svíþjóð-
ar. Hann hélt fyrirlestur um svæðis- og
árstíðabundna matreiðslu en hann aðhyllist svokallaða
„slow food“-matargerð.
„Við ákváðum að bjóða honum upp á ekta íslensk-
an plokkfisk og notuðum uppskrift úr bókinni Einfalt
matreiðslukver fyrir heldri manna húsfreyjur. Bókin,
sem er eftir Magnús Stephensen, einn helsta boðbera
upplýsingarinnar, kom fyrst út árið 1800 en var síð-
ast endurútgefin fyrir nokkrum árum. Marta María
Stephensen, mágkona Magnúsar, er hins vegar skrif-
uð fyrir henni enda þótti ekki við hæfi að karlmenn
skrifuðu matreiðslubækur í byrjun nítjándu aldar,“
segir Ragnar Wessman, fagstjóri matreiðsludeildar
Hótel- og matvælaskólans.
Í bókinni er að finna uppskrift að plokkfiski sem er
nokkuð svipuð þeirri sem þekkist enn í dag. „Veitinga-
hús hafa hins vegar mörg hver bætt við bernaise-sósu
og rifnum osti en við vildum hafa réttinn sem næst
upprunanum. Með honum báru nemendur mínir fram
nýbakað rúgbrauð og súrt smjör sem er búið til úr
hrærðu smjöri og súrmjólk og var Matthias í stuttu
máli himinlifandi og fannst rétturinn lýsandi dæmi
um hreina matargerð.“ - ve
HREIN MATARGERÐ
Í matreiðslubók Magnúsar Stephensen er að finna aldargamla uppskrift að plokkfiski sem féll
vel í kramið hjá sænska matreiðslumeistaranum Mathiasi Dahlgren.
PLOKKFISKUR AÐ HÆTTI MAGNÚSAR
STEPHENSEN
Fyrir 6
Ísbúðin Ísland var opnuð í Suðurveri í lok
janúar en þar fæst íslenskur ís frá Kjörís
og Holtaseli ásamt öðrum íslenskum mjólk-
ur- og landbúnaðarvörum. Hlédís Sveins-
dóttir, formaður samtakanna Beint frá býli,
rekur ísbúðina ásamt þeim Einari Sturlu
Möinichen og Valdimari Héðni Hilmars-
syni. Í búðinni eru gestir rækilega minntir
á hvaðan mjólkin kemur og eru íslenskar
kýr í aðalhlutverki. Hlédís býður upp á vél-
arís frá Kjörís og fjölmargar bragðtegund-
ir af kúluís frá Holtaseli. „Ég er síðan með
allt þetta hefðbundna meðlæti eins og kara-
mellu-, súkkulaði- og jarðarberjasósu en ein
pumpan hefur þó að geyma fíflasíróp frá
Löngumýri á Skeiðum sem fer sérstaklega
vel með vélarísnum. Eins er ég með rabar-
barakaramellu sem mig langar að tæta niður í sælgæti út á ísinn.“ Hlédís ætlar að taka inn fleiri
mjólkurvörur þegar fram líða stundir og á von á ófitusprengdri jógúrt frá Erpsstöðum í næstu
viku en hún er mikil áhugamanneskja um að stytta veginn milli framleiðenda og neytenda og
koma fjölbreyttum vörum bænda á framfæri.
Íslenskur ís frá býli
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
Hollt
og gott!
Ég er alls ekki lunkin í eldhúsinu. Ég get þó alveg bjargað mér og hef eldað ofan í mig í mörg ár, alveg ágætan mat. En ekkert meira en það.
Ég hef til dæmis engan skilning á kryddi, hvað fer
saman eða hvaða krydd laðar fram hitt eða þetta
bragð frekar en annað. Season-all-ið hefur dugað
mér vel og helst að það rati einstaka salt eða pipar-
korn í pottana hjá mér. Flóknar eftirréttauppskrift-
ir að flamberuðum truffle-frauðum gæti eins verið
leiðbeiningabæklingur að samsetningu geimrann-
sóknareldflauga fyrir mér og mér hefur aldrei tekist
að baka almennilega köku án þess að Betty Crocker
hafi komið þar að.
Helst vil ég hafa réttina einfalda svo ég viti hvað
ég er að láta ofan í mig. Flóknir spariréttir sem heita
skrítnum nöfnum eins og „lamb tartar hráskafið með
kantarellusalati“ eða “skyrfrauð með pólentubotni”
slá mig út af laginu og ég veit ekkert hvort ég á að
borða þá með skeið eða gaffli. Þá kann ég betur við
einfalda sunnudagssteik með kartöflum og brúnni
sósu. Þegar ég var lítil og spurð að því hver uppá-
haldsmaturinn minn væri var svarið alltaf slátur.
Þetta kemur sjálfsagt til af því að ég er alin upp
á venjulegum heimilismat, heimagerðum kjötboll-
um, slátri og sperðlum og þegar ég flutti að heiman
fékk ég matreiðslubók í veganesti frá foreldrunum,
Maturinn hennar mömmu! Sú bók hefur nýst mér
vel gegnum tíðina enda er þar að finna uppskriftir
að grundvallarréttum eins og soðnum fiski og
hakkbollum.
Mér finnst samt mjög gaman að smakka eitthvað
nýtt og er alls ekkert matvönd þótt réttirnir heiti
skrítnum nöfnum og ég átti mig ekki á því hvort sósan
sé skraut eða hvort megi borða hana. Ég hef mjög
gaman af því að fara út að borða og þá skiptir engu
máli hvort á boðstólum er kjöt eða fiskur. Mér finnst
sushi mjög gott og borðaði það til dæmis á hverjum
föstudegi í hálft ár á því
herrans ári 2007.
En þótt ég hafi
smakkað marga
góða rétti með
skrítin nöfn held
ég að svarið yrði
samt á sömu leið
yrði ég spurð að því
í dag hver væri
uppáhaldsmat-
urinn minn.
Það jafnast
ekkert á
við lifrar-
pylsu með
jafningi.
Uppskriftina er að finna í bókinni Einfalt matreiðslukver fyrir heldri manna húsfreyjur eftir Magnús Stephensen. Hún kom fyrst út árið 1800.
Hvunndags
Súpur
A Aðalréttur
Fiskur Hollt