Fréttablaðið - 06.02.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 06.02.2010, Síða 36
 6. febrúar 2010 2 Kaffibarþjónafélag Íslands stend- ur fyrir Íslandsmóti í fagsmökkun á kaffi sem fram fer í kaffihúsinu Kaffismiðjunni á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi og gengur fagsmökkun út á að greina á milli tveggja kaffitegunda í svokallaðri þríhyrningssmökkun. Þátttakend- ur dreypa á þremur bollum sem allir innihalda kaffi, tveir bollar innihalda sömu tegund af kaffi en sá þriðji er öðruvísi. Mark- mið þátttakenda er að greina, með aðstoð bragð- og lyktarskyns, hver þessara þriggja er öðruvísi. Alls eru þríhyrningarnir átta talsins og er sá þátttakandi hlutskarp- astur sem hefur flesta rétta á sem skemmstum tíma. Fagsmökkun er ein af fjórum kaffitengdum keppn- isgreinum sem veita sigurvegara keppnisrétt á heimsmeistaramót- inu sem haldið verður í London í júní. Sonja Björk Grant, formaður Kaffibarþjónafélagsins, segir fagsmökkunina vera spennandi keppni sem gaman er að fylgjast með. „Þetta er skemmtilegt að því leyti að það eru ekki dómarar sem dæma sigurvegara heldur er þetta eins konar tímaþraut þar sem keppendur þurfa að leysa þrautina á sem skemmstum tíma. Við erum heldur ekki að gera keppendum auðveldara fyrir því oft eru kaffi- tegundirnar mjög líkar. Stundum er þetta hreinn kvikindisskapur og ég man eftir einu tilfelli þar sem báðar tegundirnar voru úr baunum frá Gvatemala en ekki frá sama héraðinu. Maður þarf því að vera með vel þjálfaða bragðlauka til að sigra í þessari keppni,“ segir Sonja Björk. Íslendingum hefur gengið vel á heimsmeistaramótum undanfarin ár og hrepptu meðal annars annað sætið, sem er jafnframt okkar besti árangur. Sonja Björk segir Norðurlöndin ávallt standa sig vel á þessum mótum enda miklar kaffidrykkjuþjóðir. Keppnin hefst klukkan 13 í hús- næði Kaffismiðjunnar á Kárastíg 1. sara@frettabladid.is Keppt í kaffismökkun Íslandsmótið í fagsmökkun á kaffi fer fram á kaffihúsinu Kaffismiðjunni á morgun. Sonja Björk Grant, formaður Kaffibarþjónafélagsins, segir keppnina spennandi enda sé um eins konar tímaþraut að ræða. Á Þjóðminjasafni Íslands er að finna marga áhugaverða hluti sem gaman er að skoða með fjölskyldunni. Á Þjóðminjasafninu eru sérstök svæði helguð skemmtimenntun fyrir börn og fullorðna. Boðið er upp á margs konar fræðslu- og skemmtiefni fyrir fjölskyldur auk skemmtilegra leikja þar sem fjöl- skyldur leysa saman ýmsar þraut- ir eða fara í ratleiki um safnið. Þegar búið er að skoða safnið er hægt að fá sér hressingu á kaffi- húsinu Kaffitári, sem er á fyrstu hæð safnsins. Einnig er tilval- ið að heimsækja safnbúðina sem býður upp á gott úrval af þjóð- legum leikföngum og bókum eða kíkja á sýninguna Ævispor, þar sem sýnd eru útsaumsverk eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur. „Á sunnudaginn er tveir fyrir einn á safnið og að venju er frítt inn fyrir börn. Við bjóðum upp á sérstaka barnaleiðsögn klukkan 14.00 á sunnudag þar sem farið verður um safnið og sagðar sögur af beinagrindum, vopnum og æva- fornum skó. Leiðsögnin sem í boði er á sunnudaginn er ætluð börnum á aldrinum 5 til 8 ára, en auðvit- að mega eldri börn koma með ef þau vilja,“ segir Helga Vollertsen, kynningarstjóri Þjóðminjasafns- ins. Slík barnaleiðsögn fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar og að sögn Helgu hefur leiðsögn- in ávallt verið vel sótt. Fjölskyldur geta einnig tekið þátt í skemmtilegum ratleik sem hægt er að nálgast í afgreiðslu safnsins og heimsótt skemmtiher- bergið þar sem börn og fullorðnir geta meðal annars mátað herklæði og aðra búninga. Þegar búið er að skoða safnið er hægt að heim- sækja safnbúðina og kaupa gam- aldags bolluvönd eða öskupoka. - sm Ratleikur á meðal fornminja Að sögn Helgu Vollertsen er ýmislegt í boði fyrir fjölskyldur á Þjóðminjasafninu, þar á meðal skemmtilegur ratleikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sonja Björk Grant, formaður Kaffibarþjónafélagsins, segir keppni í fagsmökkun á kaffi spennandi. Þátttakendur þurfa að vera með vel þjálfaða bragðlauka til að sigra í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI OPINN HLÁTURJÓGATÍMI verður hjá Manni lifandi í dag frá klukk- an 10.30 til 11.30. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Hláturjóga verður á dagskrá í vetur fyrsta laugardag í hverjum mánuði. NÁMSKEIÐ Í BAKNUDDI helgina 13 – 14 febrúar nk. frá kl. 10.00 – 14.00 Verð: kr. 20.000 innifalið í verði ilmolíufl aska og mappa. Ath! aðeins 6 manns í hóp.Námskeiðið byggist upp á slökunarnuddi á bak, háls og handleggi með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Djúp- og þrýstipunktanuddi ásamt svæða- meðhöndlun. Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir. Upplýsingar í síma 552 1850 / 896 9653. Sjá www.heilsusetur.is E-mail: prema@mmedia.is Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur. Tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Glæsilegur salur sem tekur 10-70 manns og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Veislu- og fundarhöld á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Pöntunarsímar: 6180083 & 4370083 www.grimsa.is NÁMSKEIÐ Í UNGBARNANUDDI fi mmtudaginn 11 febrúar nk. kl. 14.00 fyrir foreldra ( 2ja til 8 mánaða ) ungbarna. Hefur reynst vel við kveisu lofti í þörmum og svefnvandamálum og stuðlað að tengslamyndun allhliða værð og velllíðan. Viðurkendur ungbarnanuddkennari með yfi r 20 ára reynslu. Uppl. www.heilsusetur.is og í síma 8969653 Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.