Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 47
LAUGARDAGUR 6. febrúar 2010 9
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 400 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
EFTIRTALIN STÖRF ERU LAUS TIL UMSÓKNAR VEGNA
VIRKJANAFRAMKVÆMDA Á GRÆNLANDI OG ANNARRA
VERKEFNA:
VÉLAVERKFRÆÐINGUR /
VÉLTÆKNIFRÆÐINGUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða vélaverkfræðing/véltæknifræðing til
starfa. Um er að ræða fjölbreytt verkefni og þátttöku í stjórnun
framkvæmda. Viðkomandi mun hafa starfsstöð á Íslandi.
Starfsreynsla við járnsmíði er æskileg en ekki skilyrði.
Meðal verkefna:
• Verkefnastjórnun
• Gerð kostnaðaráætlana
• Samskipti við innlenda og erlenda birgja
• Tilboðsgerð
• Úrlausn tæknilegra verkefna
JARÐFRÆÐINGUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða jarðfræðing til starfa við jarðgangagerð
á Grænlandi. Meðal verkefna eru jarðvegsrannsóknir og kort-
lagning bergs. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sam-
bærilegum störfum.
MÆLINGAMAÐUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða mælingamann til starfa. Um er að ræða
landmælingar á framkvæmdasvæði fyrirtækisins í Grænlandi.
Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum störfum.
BYGGINGARVERKFRÆÐINGUR /
BYGGINGARTÆKNIFRÆÐINGUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing/byggingartækni-
fræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt verkefni og þátttöku í
stjórnun framkvæmda. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka reynslu
af byggingaframkvæmdum. Þekking af virkjanaframkvæmdum
æskileg.
Meðal verkefna:
• Verkefnastjórnun
• Samningar við innlenda og erlenda birgja
• Hönnunarstjórnun
• Úrlausn tæknilegra verkefna
VERKSTJÓRI Á VÉLAVERKSTÆÐI
ÍSTAK óskar eftir að ráða verkstjóra á vélaverkstæði vegna
framkvæmda fyrirtækisins í Grænlandi. Viðkomandi þarf að hafa
víðtæka reynslu af viðgerðum tækja og vinnuvéla. Í starfinu felst
almenn verkstjórn á vélaverkstæði auk vinnu við viðgerðir og
viðhald tækja.
VÉLVIRKI / VÉLSTJÓRI
ÍSTAK óskar eftir að ráða vélvirkja, vélstjóra eða einstaklinga
vana viðgerðum vinnuvéla og vörubíla. Í starfinu felst vinna við
viðgerðir og viðhald véla og tækja á framkvæmdasvæði fyrir-
tækisins í Grænlandi.
á
á
Gullsmiðir . Bankastræti 11