Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 55

Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 55
matur 5 Nýtni að leiðarljósi Þetta er dæmigerður íslensk-ur heimilismatur sem vekur alltaf lukku,“ segir Margrét um kjöt í karrýi og bætir við að afgangana megi nýta á ýmsa vegu, til dæmis í kjötsúpu eða pottrétti og ef mikið er afgangs af hrísgrjónum sé hægt að skella í góðan grjóna- graut. „Möguleikarnir eru óendan- legir,“ segir hún og tekur fram að afgangana megi líka geyma í boxi í frysti. Margréti finnst Íslendingar ekki hafa verið nógu nýtnir í elda- mennskunni síðustu ár, en seg- ist hafa skynjað breytingu þar á. „Þessi þróun er að snúast við, sem er bara jákvætt. Við eigum að nota og nýta vel það sem landið gefur af sér.“ Hún bætir við að nemendur hennar séu hæstánægðir með að spreyta sig á íslenskum heimilis- mat. „Þeim finnst frábært að læra grunnaðferðir við að búa til þessa rétti, svo sem kjötsúpu og steiktan fisk.” - rve Afgangana má nýta á ýmsa vegu, til að mynda í gómsæta kjötsúpu. Kjöt í karrýi er herramannsmatur. „Lambið er ekki síður hollt en kjúkling- urinn, það er bara ágætt að skera fituna burt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LAMBAKJÖT 1-1,2 kg lamba framhryggj- arbitar Vatn 1 tsk. salt ásamt 1 súputen- ingi 2 laukar 4-6 gulrætur (eftir stærð) Snyrtið kjötið og skolið í köldu vatni. Setjið í pott ásamt vatni og kryddi. Skerið laukinn og setjið út í pottinn. Kjötið soðið í 20 mín; þá eru gulræturnar settar út í og soðið áfram í 30 mín. Athugið að þegar suðan kemur upp á að lækka hitann og fleyta ofan af froðu. Ekki láta kjötið bullsjóða. Ef kjöt er látið sjóða við of háan hita er hætta á að það verði þurrt. KARRÝSÓSA 1 msk. olía 1 tsk. karrý 5 dl kjötsoð 4 msk. hveiti 1 ½ dl kalt vatn ½ dl mjólk eða rjómi Setjið olíu í pott ásamt karrý og látið krauma. Setjið kjötsoðið í og látið suðuna koma upp. Hristið saman vatn og hveiti í hristiglasi (vatnið fer í á undan hveitinu). Hellið út í kjötsoð og hrærið stöðugt í á meðan (kanski þarf ekki allan hveitijafn- inginn). Setjið mjólk eða rjóma út í. Smakkið til. Þurfi að bæta meira karrý út í þarf að hræra það út með smá vatni áður en það er sett út í sósuna. Vanti meiri súpukraft setjið hann þá beint út í, hann leysist þar upp. Athugið að súpukraftur er salt- ur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. ÍSLENSK KJÖTSÚPA ÚR AFGÖNGUM 1,2 kg framhryggjarsneiðar 1 ½ - 2 lítrar vatn 1 laukur 2 tsk. salt 1 dl hrísgrjón 1 gulrófa 6-8 gulrætur 1/8 hvítkálshaus 1/3 poki súpujurtir ½ búnt söxuð stein- selja Þvoið kjöt í köldu vatni og sker- ið sjáanlega fitu burt. Setjið það í pott með sjóð- andi vatni ásamt söxuðum lauk. Setjið hvít hrísgrjón út í pottinn þegar kjötið hefur soðið í 15 mín ásamt súpujurtum og niður- skorinni gulrófu (eigi að nota hýðishrísgrjón, sjóðið þau þá með allan tímann). Þegar kjötið er búið að sjóða í ca.25 mín eru gulrætur settar út í ásamt skornu hvítkáli. Þegar súpan hefur soðið í um 55-60 mín er saxaðri stein- selju bætt út í. Smakkið súpu til. Gott er að setja 1-2 súputeninga út í. Eins niðurskorna sellerírót. Athugið að nota má annað grænmeti út í kjötsúpu. KJÖT Í KARRÝI OG ÍSLENSK KJÖTSÚPA Í súpuna fer mikð af góðu grænmeti. A Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, innrætir nem- endum sínum nýtni og hagsýni í eldamennsku. Hér kennir hún lesendum að elda kjöt í karrýi og hvernig nota má afgangana í ótal ljúffenga rétti. Kemur út fimmtudaginn 11. febrúar Fermingarföt Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Sérblað Fréttablaðsins Þessi í nýju umbúðunum bráðnar alveg jafn hratt. Ég tók tímann! eftirfyrir rifinn mozzarellaostur í nýjum umbúðum Þú finnur girnilegar uppskriftir með mozzarellaosti á  . NÝJAR UMBÚÐ IR Mozzarell a   íí ííííí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.