Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 78
50 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið verður í fimmta styrk- leikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni fyrir EM 2012 á morgun en úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu. Ísland lendir því í riðli með fjórum „sterkari“ þjóðum og von- ast knattspyrnuáhugamenn að einhverjir af frægustu og bestu knattspyrnuleikmönnum Evrópu mæti á Laugardalsvöllinn næstu tvö ár. Þjóðunum er skipt niður í sex styrkleikaflokka og eru níu þjóð- ir í efstu fimm flokkunum en sex þjóðir skipa sjötta flokkinn. Það verða því sex riðlar með sex þjóðum og þrír riðlar með fimm þjóðum. Sigurvegarar hvers riðils kom- ast beint í úrslitakeppnina ásamt þeirri þjóð sem verður með best- an árangur í öðru sæti. Hinar átta þjóðirnar sem lenda í öðru sæti riðlanna leika svo umspilsleiki um sæti í úrslitakeppninni. Þá hafa fjórtán þjóðir tryggt sér þátt- tökurétt og síðustu tvær þjóðirn- ar eru svo gestgjafarnir, Pólland og Úkraína. Mesta spennan meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna er örugglega að sjá hvaða þjóð úr efsta styrkleikaflokki verður með okkur í riðli en íslenska lands- liðið hefur lent áður í riðli með sex af þjóðunum níu sem álitnar eru sterkustu knattspyrnuþjóðir Evrópu. Þessar þrjár þjóðir, England, Ítalía og Portúgal, eru til alls líklegar á HM í Suður-Afríku í sumar og það væri mikill happa- dráttur að flestra mati ef einhver þeirra myndi lenda í riðli með Íslandi sem þýddi að menn eins og Wayne Rooney eða Cristiano Ronaldo fengju að spreyta sig í Laugardalnum. Drátturinn fer fram í Varsjá og hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma á sunnudaginn. - óój Á morgun verður dregið í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2012: Hvaða stjörnur mæta í Laugardalinn? TVEIR GÓÐIR Það væri gaman að fá annaðhvort Wayne Rooney eða Cristia- no Ronaldo á Laugardalsvöllinn. MYND/AFP FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í fót- bolta fær að vita um mótherja sína í undankeppni EM um helg- ina. Hér fyrir neðan eru styrk- leikaflokkarnir og nokkrar útgáf- ur af mögulegum riðlum Íslands. Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Hol- land, Ítalía, England, Króatía, Portúgal, Frakkland og Rússland Flokkur 2: Grikkland, Tékkland, Svíþjóð, Sviss, Serbía, Tyrkland, Dan- mörk, Slóvakía og Rúmenía Flokkur 3: Ísrael, Búlgaría, Finnland, Noregur, Írland, Skotland, Norður Írland, Austurríki og Bosnía Flokkur 4: Slóvenía, Lettland, Ung- verjaland, Litháen, Hvíta Rússland, Belgía, Wales, Makedónía og Kýpur Flokkur 5: Svartfjallaland, Albanía, Eistland, Georgía, Moldavía, Ísland, Armenía, Kasakstan og Liechtenstein Flokkur 6: Aserbaídsjan, Lúxemborg, Malta, Færeyjar, Andorra og San Marínó. - óój NOKKRIR MÖGULEIKAR: Drauma-riðill England Danmörk Írland Wales Ísland Færeyjar Martraðar-riðill Króatía Serbía Bosnía-Hersegóvína Makedónía Ísland Aserbaídsjan Góðkunningja-riðill Holland Svíþjóð Skotland Ungverjaland Ísland Malta Suðrænn riðill Ítalía Grikkland Ísrael Kýpur Ísland Malta Ferðalaga-riðill Rússland Tyrkland Ísrael Hvíta-Rússland Ísland Aserbaídsjan Mögulegir riðlar Íslands: Draumur eða martröð? MERKI EM 2012 Keppnin fer fram í Póllandi og Austurríki. MYND/AFP FÓTBOLTI Það var mikið fjölmiðla- fár á Englandi í gær þegar Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, og John Terry landsliðsfyrirliði hittust loksins á fundi. Ástæða fundarins var kynlífs- hneykslið sem tengist Terry. Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni með barnsmóður Wayne Bridge, sem leikur með honum í enska lands- liðinu og var félagi hans hjá Chel- sea. Terry barnaði konuna en hún fór í fóstureyðingu. Eiginkona Terrys tók tíðind- unum illa og flúði til Dubai með tvíburabörn hennar og Terrys. Er talið að hún hafi farið fram á skilnað. Terry getur tekið leyfi hjá Chelsea og elt konuna til Dubai í von um að bjarga hjónabandinu kjósi hann svo. Capello er augljóslega maður fárra orða og stóð ekki í miklu rifrildi við Terry því fundur þeirra stóð aðeins yfir í tólf mínútur. Hvorugur aðilinn gaf kost á við- tali eftir fundinn en Capello sendi frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð: „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að það sé best að ég taki fyrirliðabandið af John Terry. Sem fyrirliði liðsins hefur Terry verið til fyrirmyndar. Ég þarf aftur á móti að vega og meta alla hluti í þessu sambandi og það er með hagsmuni liðsins að leiðarljósi sem ég hef tekið þessa ákvörðun. Það er best fyrir liðið að Terry verði ekki áfram fyrirliði,“ sagði í yfirlýsingu Capello en hann tekur einnig skýrt fram að Terry hafi fyrstur allra fengið að vita ákvörðun hans. Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, mun taka við fyrirliða- bandinu af Terry og Steven Gerr- ard, leikmaður Liverpool, verður varafyrirliði. „Þegar ég valdi Terry sem fyrir- liða valdi ég einnig varafyrirliða og þriðja fyrirliða. Það er engin ástæða til þess að breyta þeirri ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt heimildum Sky- fréttastofunnar tók Terry tíðind- unum ekkert sérstaklega vel og virtist vera brugðið þegar hann yfirgaf fundinn. Hann lét þó ekki hafa neitt eftir sér heldur sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sem hann á fyrir enska lands- liðið. „Ég ber fulla virðingu fyrir ákvörðun þjálfarans. Ég mun halda áfram að gefa allt sem ég á fyrir landsliðið,“ var allt og sumt sem stóð í yfirlýsingu Terrys. henry@frettabladid.is Rio mun leiða England á HM Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, ákvað í gær að svipta John Terry fyrirliðastöðu landsliðsins vegna hneykslismála. Rio Ferdinand verður fyrirliði enska landsliðsins á HM næsta sumar en Steven Gerrard verður varafyrirliði. Capello segir það best fyrir liðið að Terry verði ekki áfram fyrirliði. Í ERFIÐUM MÁLUM John Terry á erfitt uppdráttar þessa dagana. Eiginkonan flúin til Dubai og nú hefur hann misst fyrirliðastöðuna hjá landsliðinu. NORDIC PHOTOS/GETTY > Myljandi hagnaður hjá skuldlausu KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, skilaði hagnaði upp á 50 milljónir á síðasta ári. Það sem meira er þá hefur KSÍ greitt upp 600 milljóna króna skammtímalán vegna stúkubyggingarinnar og því hvíla engar vaxtaberandi skuldir á sambandinu nú. Það hefur ekki gerst í rúm tíu ár. Knattspyrnusam- bandið er ekki á neinni vonarvöl eins og svo mörg sérsambönd hér á landi því eigið fé sambandsins er nú tæpar 234 milljónir króna. HANDBOLTI Ulrik Wilbek, lands- liðsþjálfari Dana, segist ekki hafa neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddan á EM í Austurríki og að Knudsen hafi meiðst fyrir EM. „Við verndum okkar leikmenn betur en flestir aðrir. Ég held til dæmis að menn á Íslandi myndu hlæja að þessum ásökunum Þjóð- verjanna. Ég held að forráða- menn hjá Flensburg ættu bara að þakka fyrir að Knudsen sé danskur en ekki íslenskur,“ segir Wilbek í viðtali við TV2. - óój Ulrik Wilbek svarar gagnrýni: Þeir myndu hlæja á Íslandi Ari Freyr Skúlason stendur nú í miklu stappi við forráðamenn sænska b-deildarfélagsins Sundsvall en viðræður um nýjan samn- ing leikmannsins hafa dregist á langinn og er nú mikil óvissa með framtíð hans hjá félaginu. Ari Freyr var í lykilhlut- verki hjá Sundsvall á síðasta tímabili og spilaði þá 28 af 30 leikjum í deildinni og skoraði 5 mörk og átti 9 stoðsendingar en liðinu mistókst hins vegar að vinna sér aftur sæti í efstu deild. Hinn 22 ára gamli Ari Freyr hefur hafnað tveim- ur samningsboðum sænska liðsins og hefur í kjöl- farið verið settur út í kuldann hjá félaginu og ekki fengið að taka þátt í síðustu tveimur æfingarleikjum liðsins en málið hefur notið mikillar athygli í sænskum fjölmiðlum undanfarið. „Þetta er búið að vera mikið leiðindamál og þetta er ekki skemmtileg staða sem ég er í. Þeir [forráðamenn Sundsvall] hafa verið að segja að ég sé lykilleikmaður og að þeir vilji byggja liðið í kringum mig en þessi samningsboð þeirra hafa ekki undirstrikað það. Þvert á móti í raun og veru, og svo hafa þeir núna tekið upp á því að banna þjálfaranum að nota mig í síðustu tveimur æfingarleikjum liðsins. Ég á heldur ekki von á að vera með í næsta æfingarleik sem er á sunnudag því þeir hafa hótað mér í bréfi að ef ég skrifi ekki undir þá muni ég ekkert fá að spila. Þetta er í raun og veru orðið algjört bull og að mínu mati samningsbrot hjá þeim að hóta mér með þessum hætti,“ segir Ari Freyr en núgildandi samningur hans við félagið rennur út um næstu áramót. „Við vorum á fundi í dag [í gær] og þeir vilja að ég komi með svar á mánudag um hvort ég vilji skrifa undir eða koma með móttilboð. Málið er bara að ég vildi alveg vera áfram hjá félaginu ef ég myndi fá samning sem ég yrði ánægður með en eins og þeir hafa hagað sér undanfarið þá sé ég ekki fram á að það gerist. Það er náttúr- lega hundleiðinlegt að vera að æfa á fullu og fá svo ekkert að spila,“ segir Ari Freyr en þess má geta að Hannes Þ. Sigurðsson, sem leikur einnig hjá Sundsvall, er í svipuðum málum og Ari Freyr. ARI FREYR SKÚLASON: SETTUR ÚT Í KULDANN HJÁ SUNDSVALL EFTIR AÐ HAFA NEITAÐ NÝJUM SAMNINGSBOÐUM Þetta er í raun og veru orðið algjört bull Veri› velkomin á opnun kosningaskrifstofu minnar a› Dalvegi 6-8, laugardaginn 6. febrúar frá kl. 16.00 til 18.30. www.gunnarbirgisson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.