Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 86
58 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. skák, 6. frá, 8. traust, 9. slagbrand-
ur, 11. rykkorn, 12. goðmögn, 14.
gabba, 16. sjúkdómur, 17. miskunn,
18. klampi, 20. átt, 21. svall.
LÓÐRÉTT
1. jurtatrefjar, 3. ólæti, 4. frárennsli,
5. blundur, 7. heimska, 10. svif, 13.
hress, 15. einkenni, 16. sægur, 19.
gangþófi.
LAUSN
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Hann vill breyta húsinu
í Icelandair-hótel.
2 Katrínartún.
3 Skrá félagið í Kauphöllina.
LÁRÉTT: 2. tafl, 6. af, 8. trú, 9. slá, 11.
ar, 12. tótem, 14. narra, 16. ms, 17.
náð, 18. oki, 20. sa, 21. rall.
LÓÐRÉTT: 1. bast, 3. at, 4. framrás,
5. lúr, 7. flónska, 10. áta, 13. ern, 15.
aðal, 16. mor, 19. il.
„Það eru ekki fordæmi fyrir því að haft sé
samráð við íbúa vegna nafnbreytinga, en að
sjálfsögðu er tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
þar sem það á við,“ segir Sóley Tómasdótt-
ir, fulltrúi vinstri grænna í skipulagsráði
Reykjavíkur.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Pétur
Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar og
Höfðatorgs, væri ósáttur við að nafni Höfða-
túns yrði breytt í Katrínartún. Pétur hefur
átt fund með Júlíusi Vífli Ingvarssyni, for-
manni skipulagsráðs, þar sem hann óskaði
eftir að nafnið Höfðatún héldi sér. Júlíus
sagði ekki útilokað að Katrínartúni yrði skipt
í tvennt og yrði áfram Höfðatún frá Borgar-
túni og niður að Sætúni.
Sóley bendir á að nafnbreytingar á götum
hafi oft verið gerðar. „Mun oftar en fólk
gerir sér grein fyrir,“ segir hún.
Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt
nafnbreytingar á götum í Tún-
unum til að minnast þess að
fyrir 101 ári voru fyrstu kon-
urnar kjörnar í bæjarstjórn
í Reykjavík. Eins og Sóley
bendir á eru hefur götunöfn-
um oft verið breytt í Reykja-
vík. Suðurgatan í Reykjavík
hét Kirkjugarðsstræti, Kær-
leiksstígur, Skildinganesgata
og loks Suðurgata. - afb
MÖRG FORDÆMI FYRIR NAFN-
BREYTINGUM Sóley Tómas-
dóttir, fulltrúi Vinstri grænna
í skipulagsráði, bendir á að
götunöfnum í Reykjavík
hafi oft verið breytt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íbúar aldrei haft áhrif á nafnbreytingar
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jörundur Ragnarsson er einn af
fjölmörgum þekktum Íslendingum
sem eru í framboði fyrir Besta flokk
Jóns Gnarr. Í pistli sem Jörundur
ritar á vefsíðu flokksins líkir hann
pólitík við leikhús og
notar þau rök að hann
hafi hingað til verið
trúverðugur í hlutverk-
um sem hann hafi
tekið að sér og eins og
alvörupólitíkus
er Jörundur
kominn með
slagorð; ef Jöri
nær kjöri, verða
allir í fjöri.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að
Paris Hilton hafi tvisvar verið mynd-
uð á röltinu í skóm úr íslensku
línunni Gyðja Collection. Paris
er leggjalöng snót, en fótastærð
hennar hefur oft vakið athygli. Paris
notar nefnilega skó númer 42, sem
er ekki óalgeng stærð
hjá fullvaxta karlmönn-
um. Sigrún Lilja,
hönnuður og eigandi
Gyðju, hefur þó
væntanlega ekki grátið
snákaskinnið sem
fór í skóna þar sem
Paris er gríðarlega
áberandi og vafa-
laust góð auglýsing
fyrir skóna.
Og meira um tísku. Þeim fer hratt
fjölgandi sem fá nýjustu tísku-
straumana beint í æð úr tísku-
bloggum í stað -tímarita. Ein af
nýju bloggurunum á
netinu er fyrirsætan
og leikkonan Pattra
Sriyanonge, sem
bloggar á ensku og
undir nafninu „Pattra‘s
Closet“. Á síðunni er
að sjá myndir af fallegu
fólki í fínum fötum, og
oftar en ekki er hún
sjálf í aðalhlut-
verki. - afb/fgg
„Þetta er bara fjölskylduflokkur,“
segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð-
leikhússtjóri. Tinna er tilnefnd
sem besta meðleikkonan á Eddunni
fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþátt-
unum Rétti ásamt móður sinni Her-
dísi Þorvaldsdóttur og frænku sinni
Tinnu Hrafnsdóttur sem báðar léku í
Hamrinum. „Þetta er bara ógurlega
gaman og það er ljóst að við hljótum
allar að vera þarna á eigin verðleik-
um en ekki vegna vensla,“ segir hún
og hlær. Orð að sönnu því enginn í
dómnefndin hafði hugmynd um hvað
hinir hennar ætluðu að kjósa. Þetta
er í fyrsta skipti sem þrjár kynslóðir
sitji á sama listanum.
Spurð hvort hún ætli ekki að
hrifsa til sín Edduna þrátt fyrir
ættartengslin segir Tinna það ekki
skipta öllu máli. „Það er bara einn
sem vinnur í keppni. En heiðurinn
er að vera tilnefndur og þar er jafnt
á komið með okkur. Hitt er meira
tilviljun hver það er sem lendir í
verðlaunasæti.“
Hún viðurkennir að tilnefningin
hafi komið sér á óvart. „Ég lít ekki á
mig sem leikkonu í dag heldur emb-
ættismann, en einu sinni leikkona
alltaf leikkona,“ segir Tinna. „En
það var mjög gaman að taka þátt í
[Rétti] og vissulega naut ég þess.
Leikkonuhjartað er þarna enn þá.“
Tinna Hrafnsdóttir, frænka
Tinnu og barnabarn Herdísar, er að
vonum ánægð með sína tilnefningu
og þessa óvæntu samkeppni. „Þetta
er mjög ánægjulegt og skemmtileg
tilviljun,“ segir Tinna, sem er að fá
sína aðra tilnefningu til Eddunnar.
Síðast var hún tilnefnd fyrir aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Veðra-
mót árið 2007. „Ég er mjög glöð yfir
því að vera sýndur sá heiður að fá
tilnefningu.“ Edduverðlaunin verða
afhent í Háskólabíói 27. febrúar.
freyr@frettabladid.is
TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR: EINU SINNI LEIKKONA, ALLTAF LEIKKONA
Þjóðleikhússtjóri keppir við
frænku sína og mömmu
MERKILEG
TILVILJUN
Tinna Gunnlaugsdóttir er
tilnefnd til Eddunnar sem
besta meðleikkona ársins. Svo
skemmtilega vill til að keppi-
nautar hennar í þeim flokki eru
frænka hennar, Tinna
Hrafnsdóttir
(dóttir Hrafns
Gunnlaugs-
sonar, bróður
Tinnu) og
mamma, Her-
dís Þorvalds-
dóttir.
Jónas Kristjánsson
Starf: Eftirlaunaþegi og bloggari.
Fjölskylda: Eiginkona er Kristín
Halldórsdóttir, börnin eru Kristján,
Pálmi, Pétur og Halldóra.
Foreldrar: Kristján Jónasson (d.
1947) og Anna Pétursdóttir (d.
1976).
Búseta: Á Seltjarnarnesi.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Jónas varð sjötugur í gær. Kjarnyrt
blogg hans má finna á www.jonas.is.
„Við erum mígandi spennntir
að kynna land og þjóð á erlendri
grundu,“ segir Halldór Gunnar
Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra,
sem syngja á evrópskri menning-
arhátíð í Manchester 30. maí.
Það var fyrir milligöngu Inga
Þórs Jónssonar, sem hefur skipu-
lagt norræna menningarhátíð
í Liverpool undanfarin ár, sem
Fjallabræður fengu giggið. Að
sögn Inga Þórs verða tónleikarn-
ir á aðalsviði hátíðarinnar, öfugt
við aðra norræna flytjendur sem
verða á sérstöku norrænu sviði.
„Ég fór með þessa hugmynd til
þeirra á fund og þeim finnst þeir
algjört æði,“ segir Ingi Þór um
skoðun forsvarsmanna hátíðarinn-
ar á Fjallabræðrum. „Núna þurfa
þeir að fara að safna, karlarnir,
og vonandi geta þeir komið af stað
jákvæðri umfjöllun um Íslend-
inga.“ Búist er við á milli 30 og 40
þúsund manns á hátíðina og hefur
hún fengið góða umfjöllun í gegn-
um árin, meðal annars hjá breska
ríkisútvarpinu, BBC.
Tónleikar Fjallabræðra í
Manchester verða þeir fyrstu hjá
sveitinni utan landsteinanna. „Við
gerðum heiðarlega tilraun til að
fara til Færeyja síðasta sumar og
syngja á G-Festival en við náðum
ekki að fjármagna það,“ segir
kórstjórinn Halldór Gunnar, sem
ætlar ekki að láta sama vanda-
mál stöðva hópinn í þetta sinn.
„Við erum búnir að vera að
hugsa þetta síðan við urðum
alvöru kór, að það væri
gaman að fara eitthvað
saman, hvert sem það
væri. Bara til að prófa
hvernig það er að vera
saman í rútu og á hóteli
og syngja fyrir fólk sem
veit ekkert um okkur og
veit ekkert við hverju það
á að búast. Þetta verður
ævintýri, það er alveg á
hreinu.“ freyr@frettabladid.is
Fjallabræður syngja í Manchester
FJALLLABRÆÐUR Meðlimir Fjallabræðra við Reykjavíkurtjörn í
desember að syngja All You Need Is Love. Næst á dagskrá er
Manchester 30. maí. Ingi Þór Jónsson hefur veg og vanda af
komu kórsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA