Fréttablaðið - 11.03.2010, Page 27

Fréttablaðið - 11.03.2010, Page 27
FIMMTUDAGUR 11. mars 2010 3 Íslenskur prjóna- kjóll á forsíðu Forsíðuna á maíhefti breska prjónablaðsins YARN Forward prýðir kjóllinn Thelma eftir íslensku prjónakonuna Hörpu Jónsdóttur. Hún er með fleiri verkefni í undirbúningi fyrir blaðið. Harpa er að vonum ánægð með heiðurinn en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem prjónauppskrift eftir hana birtist í blaðinu. „Ég var með belti í blaðinu í fyrra en ritstjóri blaðsins setti sig í samband við mig í gegnum vefinn Ravelry sem er eins konar „Feis- búkk“ prjónaáhugafólks.“ Kjólinn kallar Harpa Thelmu eftir dóttur sinni og lýsir honum svo að honum svipi til lopavesta sem hafi verið vinsæl með hefð- bundnu munstri að ofan. Kjóllinn er með A-sniði með víðu pilsi og blómum á pilsinu sem prjónuð eru með rósaleppaprjóni. „Eins er blúnda neðan á pils- inu sem byrjað er að fitja upp á svo kjól l inn er unninn öðru- vísi en aðrir prjónakjólar.“ Har pa er dugleg að búa til uppskriftir frá grunni og hefur prjónað síðan hún man eftir sér. Hún segir heiður að fá uppskrift á forsíðu blaðs- ins þó hún græði ekki mikið og sér fram á áfram- haldandi sam- vinnu við blað- ið. „Þetta er ekki vel borgað en ég fæ eitthvað fyrir; er ánægð og læri mikið eins og að vera í sambandi við tækniritstjór- ann. Þetta hefur undið upp á sig og ég er með tösku, barnakjól og fleira í undirbúningi fyrir blöð sem koma út í haust.“ heida@frettabladid.is Kjóll Hörpu verður á forsíðu YARN Forward sem kemur út í maí. Yves Saint Laurent hannar fyrir konur með völd. Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent þótti taka skref í nýja átt þegar hann kynnti nýjust u l í nu tískuhússins í París fyrr í vik- unni. Línan er ætluð konum með völd og til þess fall- in að undir- strika áhrif þeirra. Engan skal u nd ra að fötin voru í nær áttatíu prósentum tilvika svört enda er svarti lit- urinn einkennandi fyrir völd og áhrif. Inn á milli mátti síðan sjá skærlitað- an kvöldklæðnað sem skar sig úr. Af sýningunni að dæma ætlar Yves Saint Laurent að fikra sig yfir í fágaðri klæði en hingað til hafa þau heldur verið tælandi. ve Svart sýnir völd og áhrif Fötin voru í áttatíu prósent tilfella svört. Hin 23 ára leikkona var ráðin sem listrænn ráðunautur til franska tískufyrirtækisins Emanuel Ung- aro í fyrra og fyrsta lína hennar frumsýnd í október. Gagnrýnend- ur voru lítt hrifnir og töldu sumir að fötin hefðu jaðrað við að vera hallærisleg og gamaldags. Emanu- el Ungaro var að sögn brjálaður yfir línunni sem hönnuð var undir hans nafni, þótt sjálfur sé hann ekki lengur tengdur fyrirtækinu. Lindsay er fastagestur á fjölda tískusýninga. Athygli vakti þegar hana vantaði á sýningu Ungaro á tískuvikunni í París. Hún var spurð út í fjarver- una og svaraði því þá að hún ynni ekki lengur fyrir Ungaro. Engin opinber yfirlýs- ing þess efnis hefur komið frá fyrirtæk- inu sjálfu. Lindsey hætt hjá Ungaro Ferill Lindsey Lohan sem tísku- hönnuðar virðist liðinn undir lok. ÞRJÁTÍU TONN AF ÍS VORU FLUTT FRÁ SVÍÞJÓÐ TIL PARÍSAR FYRIR NÝAFSTAÐNA TÍSKUSÝN- INGU CHANEL. Chanel hélt tískusýningu með boðskap í París á þriðjudag en fyrirsæturnar voru umluktar bráðnandi ísjökum og blotn- uðu margar í fæturna. Þrjátíu tonn af ís voru flutt inn alla leið frá Svíþjóð en ísnum var ætlað að vekja áhorfendur til umhugsunar um hlýnun jarðar. „Hlýnun jarðar er málefni okkar tíma og tískuheimurinn verður að taka tillit til þess,“ sagði Karl Lagerfeld, hönnuður Chanel, þar sem hann stóð í vatnspolli í blautum gallabux- um. Fyrirsæturnar voru margar klæddar eftir veðri og mátti sjá ótal loðkápur og ullarkjóla á pöllunum. - ve Tískusýning með boðskap Fyrirsæturnar blotnuðu margar í fæturna á gólfinu sem átti að minna á hafið bláa. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Kvöldklæðn- aðurinn var skærlitaður. Lindsey Lohan er hætt að hanna föt fyrir Ungaro. Byltingarkennda efnið Bio-Regenesist** fjölgar fíbróblast frumum um 27%* sem vekja upp náttúrulega eiginleika æskunnar. Eftir eins dags notkun sáust færri hrukkur í 92% tilvika og 96% fundu að andlitslínur hefðu lyfst.*** Eftir þrjár vikur staðfestu 97% sýnilega minnkun á djúpum hrukkum.*** *prófað á rannsóknarstofu **einkaleyfi ***prófað af 222 konum Endurbyggir kollagen, elastín og hýalúrónsýru.* Super Corrective Serum Yngri húð í dag en í gær NÝTT Shiseido dagar í Hygea Kringlunni & Smáralind11. - 13. mars Fullt af flottum nýjungum Glæsilegir kaupaukar Kringlunni s. 533 4533 | Smáralind s. 554 3960 Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar lokar 13. mars næstkomandi Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga laugardaginn 13. mars 11:00 til 17:00 40% afsláttur af öllum vörum Mikið úrval skartgripa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.