Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 28
28 20. mars 2010 LAUGARDAGUR E ins erfitt og það var að byrja að tala um HIV var líka erfitt að tala ekki um það að vera smituð,“ segir Vicky Bam 39 ára gömul namibísk kona sem ákvað að rjúfa þagnarmúrinn sem reistur hafði verið um alnæmi í Namibíu. Vicky komst að því að hún var smituð árið 2002 þegar hún gekk með sitt þriðja barn. Áfallið var gríðarlegt, enda hafði Vicky engan grun um að hún væri smituð. „Ég hafði verið gift í þrettán ár og þó að ég vissi að margir væru smitaðir af HIV í Namibíu þá leit ég ekki á það sem mitt vandamál,“ segir Vicky. Þrátt fyrir að Vicky fengi aðstoð og ráð um hvernig hægt væri að draga úr líkum á því að hið ófædda barn myndi smitast þá fékk stúlkan alnæmi. „Hún var hraust til að byrja með en svo varð hún mjög veik og ég fór oft með hana á spítala.“ Missti dóttur sína Þar hitti Vicky mæður í svipaðri stöðu, sem voru á sjúkrahúsi með veik börn, smituð af HIV veir- unni. Fordómarnir gegn sjúk- dómnum eru mjög ríkir í nami- bísku sam félag og þrátt fyrir þessa sameiginlegu reynslu ræddu Vicky og konurnar aldrei um þá stað- reynd að börnin þeirra væru með alnæmi. „Við töluðum saman um að börnin okkar væru veik, en ekki um orsakir sjúkdómsins.“ Dóttir Vickyar lést af völdum alnæmis rétt liðlega árs gömul og viðtók erfitt tímabil hjá Vicky. „En loks ákvað ég að stíga fram, mér fannst ég bæði þurfa að segja eldri börnum mínum frá því hvernig í pottinn væri búið og svo vildi ég opna umræðuna.“ Miklir fordómar HIV smitaðir í Namibíu þurfa ekki bara að berjast gegn fordómum samfélagsins, heldur einnig for- dómum sinna nánustu ættingja og fjölskyldu. „Margar konur þora ekki að segja eiginmanni sínum frá því að þær séu smitaðar, marg- ir þeirra líta svo á að vegna þess að þær færa þeim fréttina sé sjúk- dómurinn þeim að kenna. Sumir hafa misþyrmt konum sínum svo illa að þær hafa dáið af völdum barsmíða,“ segir Vicky. Meðal þess sem stuðningssamtök hennar Mother to Mother vinna að er að styrkja konur í að segja frá sjúkdómnum og efla sjálfstraust þeirra. „Það þarf að kenna konum að lifa með HIV, í því felst til dæmis að fara í reglulegar læknisskoðanir og taka lyf við sjúkdómnum.“ Vicky segir mikið vandamál í Namibíu að smitaðir fara ekki í regluegt eftirlit til lækna eftir að hafa greinst með HIV. Einnig er vandamál hversu fáir láta athuga hvort þeir eru smit- aðir, smitið uppgötvast hins vegar í mæðraeftirlti hjá óléttum konum, eins og var raunin hjá Vicky. Eiginmaður hennar var í ferða- lagi þegar hún fékk fréttirnar um smitið og tók fréttunum mjög illa þegar Vicky sagði honum þær við heimkomuna, en ljóst mátti vera að hann hafði smitað hana. Þegar Vicky vildi ekki halda smitinu leyndu þá skildu þau að skiptum. Honum fannst skömmin slík að hann fyrirfór sér ekki löngu síðar. Eftir mjög mikla erfiðleika, dóttur- missinn og þunglyndi, ákvað Vicky aö snúa við blaðinu og berjast gegn fordómum um HIV. Starfið hefur skilað árangri. „Umræðan hefur orðið opnari, fólk hefur betri skilning á því hvernig hægt er að verjast sjúkdóminum og mikilvægi lyfja,“ segi Vicky sem þó segir ekki alla íbúa sitja við sama borð. Lélegt aðgengi sé að læknum og lyfjum í sveitahéruðum. 33 milljónir manna eru smitaðir af HIV-veirunni en 95 prósent þeirra búa í þróunarlöndum. HIV-smit breiðist nú hraðar út meðal kvenna en karla í sunnanverðri Afríku en 60 prósent smitaðra eru konur. Ungar konur eru í sérstakri hættu og eru 76 prósent smitaðra kvenna á aldrinum 15-24 ára en það er megin barneignaskeið kvenna í Afríku. Konur eru mun viðkvæmari fyrir kyn- sjúkdómasmiti en karlar, sérstaklega HIV-smiti. Líffræðilegar líkur á því að konur sýkist af HIV við óvarðar samfarir eru að minnsta kosti tvisvar sinnum meiri en líkur karla. Önnur skýring á því hvers vegna konur eru viðkvæmari fyrir eyðni- smiti en karlar, er félagsleg. Vegna lakari stöðu kvenna hafa þær minna um það að segja hvort notaður sé smokkur og einnig setur kynferðisof- beldi þær í hættu. Hlutfall ólæsra kvenna í heim- inum er líka hærra en karla, sem kemur í veg fyrir nauðsynlega grund- vallarþekkingu kvenna á smitleiðum HIV, afleiðingum þess og möguleg- um forvarnaraðgerðum gagnvart sjúkdómnum. HIV OG KONUR Í AFRÍKU Stuðningssamtökin Mothers to mothers, sem Vicky setti á laggirnar til að fræða konur um líf með HIV, höfðu úr litlu að moða til að byrja með en dönsku þróunarsamtökin Ibis lögðu þeim til aðstoð árið 2005. Ári síðar kynntist Vicky Halldóru Traustadóttur, þáverandi starfs- manni Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu. Þróunarsamvinnustofnun ákvað að styrkja verkefnið og var sá styrkur notaður til að halda nám- skeið fyrir mæður með HIV. „Þá fór boltinn að rúlla, fleiri styrktu okkur í kjölfarið og umfang starfseminn- ar jókst,“ segir Vicky sem er mjög ánægð með framtak Halldóru sem er meðal aðstandenda Kríanna, þró- unarsamtaka í þágu kvenna í Afríku sem stofnuð voru síðastliðið haust. Kríurnar og UNIFEM á Íslandi standa saman að komu Vicky til Íslands en hún heldur fyrirlestur sinn í húsnæði UNIFEM að Lauga- vegi 42 klukkan eitt í dag. STUÐNINGUR ÍSLENDINGA SKIPTI MÁLI Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . vorsins – allra síðustu sætin! 26. mars - Páskar - UPPSELT 5. apríl - 7 nætur - UPPSELT 12. apríl - 7 nætur - UPPSELT 19. apríl - 10 nætur - 8 sæti laus 29. apríl - 14 nætur - 13 sæti laus 13 . maí - 4 nætur - 18 sæti laus Nánari upplýsingar og bókanir á heimsferdir.is Beint morgunflug með Icelandair frá kr.124.900 Glæsilegar ferðir á frábærum kjörum! Golfveisla Heimsferða á Spáni í vor hefur svo sannarlega fengið magnaðar viðtökur. Nú þegar er nær uppselt í allar ferðir sem settar höfðu verið upp. Enn eru þó örfá sæti laus í stuttu ferðina okkar 13. maí á Costa Ballena - 4 nætur (5 dagar í golfi). Einnig eru örfá sæti laus í 10 nátta ferðina 19. apríl á Costa Ballena og 14 nátta ferðina á Novo Sancti Petri. Sem fyrr, í golfferðum Heimsferða, er lögð áhersla á allir þættir séu fyrsta flokks. Aukaferðir - örfá sæti laus! E N N E M M / S IA • N M 41 44 8 Gat ekki annað en sagt mína sögu Vicky Bam fékk áfall þegar hún greindist með HIV fyrir átta árum, þá ólétt að þriðja barni sínu. Vicky er frá Namibíu þar sem fimmtungur þjóðarinnar er smitaður af HIV. Þrátt fyrir þann fjölda er sjúkdómurinn feimnismál og var Vicky með fyrstu konunum sem stigu fram og tjáðu sig opinskátt um lífið með HIV. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við hana. VICKY BAM Fræðir íslenskar konur um sögu sína og aðstæður HIV-smitaðra í Namibíu í fyrirlestri klukkan eitt í dag í húsnæði UNIFEM við Laugaveg 42. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í NAMIBÍU HIV-smit breiðist hraðar út meðal kvenna en karla í sunnanverðri Afríku um þessar mundir. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.