Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 71
Hjálparstarf kirkjunnar 7 Það voru merkilegar konur sem starfsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar hittu í eftirlitsferð með þróunarverkefni í Austur- Eþíópíu í október síðastliðnum. Þær voru áþreifanlegur árangur af starfinu en eitt af markmiðum þess er að efla konur, styrkja stöðu þeirra og sjálfstæði. Það er ekki alltaf auðvelt en með samvinnu við trúarleiðtoga og þorpsleiðtoga hefur margt ótrúlegt gerst í þessu nær al-múslímska samfélagi. „Ég er fullfær um þetta!” Í Hare-þorpi hittum við Saad, fyrstu konuna sem hefur verið þjálfuð sem nokkurskonar dýralæknir. Saad var fyrst hlédræg og hafði sig ekki í frammi þegar við ræddum við hóp fólks. En smám saman lifnaði yfir henni og hún komst á skrið. Hún sagði að fræðslan og þjálfunin sem hún hafði fengið í gegnum verkefnið hafi verið mjög góð. Búfé væri Sómalí-fólkinu mjög mikilvægt og því væru þeir mjög opnir fyrir ráðgjöf sem hún gæti nú veitt. Hún sagði karlana ekki síður leita til sín en konur því allt sem sneri að bústofninum snerti í raun líf og dauða. „Enda er ég fullfær um að gera nákvæmlega það sama og karldýralæknir” sagði Saad. Eldri maður í hópnum staðfesti að þó að það væri óvenjulegt fyrir þá að leita ráðgjafar hjá konu, væru þeir búnir að sjá að hún gæti sinnt kameldýrunum, geitunum, uxum og hænum alveg jafn vel og karlarnir sem hafa fengið sömu þjálfun. Honum fannst ekkert að því að kona væri dýralæknir. Stundum þarf bara að láta vaða til að breyta hefðum sem hafa í raun engan tilgang. Saad tók áskoruninni sem verkefnið bauð henni og samfélagið studdi hana. Þeir vilja bæta við yngri eiginkonum Asha sem við hittum í Dabel Weyne-þorpi sagði að skyldur kvenna væru miklar. Þær beri ábyrgð á nánast öllu, frá heimilishaldi og uppeldi, vatnsöflun og eldiviðarleit til jarðræktar. Nú hefur Asha auk þess tekið að sér að vera í vatnsnefnd. Hún fékk þjálfun til þess í gegnum verkefni Hjálparstarfsins. Þorpsbúar hafa grafið gríðarmikla vatnsþró og fengið aðstoð verkefnisins til að fóðra hana og fullgera til að sækja megi í hana vatn sem þangað safnast. Asha sér um fræðslu um hreinlæti og smithættu og selur hreinsitöflur í vatnið. Það er yfirborðsvatn og því ekki öruggt beint til neyslu. Asha sagði eiginmennina hins vegar ekki hafa neitt annað að gera en að hlaupa á eftir öðrum konum, enda vildu þeir oft bæta við yngri eiginkonum þótt þeir væru þegar giftir. Þar sem konurnar gera allt er enginn tími aflögu til að hlaupa eftir körlunum og passa þá. Það gætu ríku konurnar í bænum kannski gert, þær sem hefðu vinnukonur. Asha vildi óska þess að karlarnir tækju meiri ábyrgð á fjölskyldunni. Hún bætti þó við nokkuð sposk á svip: „Reyndar er stundum gott að vera laus við eiginmanninn, maður fær þá allavega frið á meðan.” Þarf að stöðva umskurð kvenna Í Boldele hittum við Mariömu, leiðtoga 15 kvenna hóps. Hópurinn hafði farið á námskeið um atvinnustarfsemi fyrir konur. Sex voru um tíma búnar að leggja til hliðar örlítið fé. Þegar þær höfðu náð ákveðnu marki fengu þær sameiginlega 9.000 birr að láni (um 90.000 krónur) til að koma í gang atvinnustarfsemi. Flestar keyptu geitur til að fita og selja síðar á hærra verði , fyrir hátíð múslima. Einnig keyptu þær mjólk til viðbótar við mjólkina frá eigin dýrum og bjuggu til smjör til að selja. Mariama tók hluta af sínum peningum til að bæta vöruúrvalið í lítilli búð sem hún hafði komið sér upp fyrir 2.000 birra lán. Hún var búin að borga 900 birr til baka. Hinar eru líka byrjaðar að borga til baka. „Augu okkar hafa opnast, sumar þessara kvenna hafa aldrei gert neitt þessu líkt áður, þetta er alveg nýtt tækifæri fyrir konur. Áður var langt að fara til að fá lyf fyrir skepnurnar og þau dóu oft áður en búið var að ná í lyf. Núna eru þessi lyf í nágrenninu og dýrin verða heilsubetri. Áður tók þrjár klukkustundir að sækja vatn. Núna er vatnsþró hér rétt hjá”, sagði Mariama og bætti við: „Við vorum einu sinni 60 konur á námskeiði hjá yfirvöldum og áttum að skrifa undir að hafa mætt á námskeiðið en engin okkar gat skrifað nafnið sitt. Á þessum tímapunkti sagði ég við sjálfa mig að nú væri nóg komið og um nóttina lét ég son minn kenna mér að skrifa nafnið mitt.” Sem svar við spurningu um hvað hún myndi gera ef hún væri forseti síns heimahéraðs með mikil völd, svaraði hún: „Ég myndi stoppa umskurð kvenna. Efla enn frekar fræðslu bæði meðal kvenna og karla, skapa þannig vitundar- vakningu um þetta málefni. Síðan væri gripið til aðgerða gagnvart þeim sem halda þessu áfram.” Hjálparstarfið ræddi við bæði karla og konur um umskurð kvenna. Umræða um það hafði verið hluti að því að efla konur. Kom í ljós að hvorki karlar né konur sáu í raun nokkra ástæðu til að halda því áfram. Þau fundu engin rök fyrir því. Þarna skiptir miklu máli að vinna með trúarleiðtogum sem móta svo mikið viðhorf síns fólks og það er einmitt gert í þessu verkefni. Þarna á hrjóstrugum sléttum Austur-Eþíópíu voru sannarlega kraftmiklar konur með skýra framtíðarsýn um bætta stöðu kvenna. Á fund Sómalí- kvenna í Eþíópíu „Við gerum nánast allt.” Asha Saad Mariama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.