Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 26
26 20. mars 2010 LAUGARDAGUR M undi vondi og Bjarni snæð- ingur eiga í fljótu bragði ek k i a n n að sameiginlegt en að vera Íslendingar og að vera þekktir af viðurnefni sínu. Hvaðan koma þessi nöfn eiginlega? Bjarni: „Mundi vondi hefur öfuga merkingu, er það ekki?“ Mundi: „Jú. Ég man eiginlega ekki hvaðan þetta kom. Minnir að ég hafi notað það í tölvuleik og sem notandanafn á netinu. Svo festist þetta bara. Það er ekki það að ég sé eitthvað vondur. Nema stundum.“ Bjarni: „Mitt stendur algjörlega undir sér. Mér þykir gott að snæða og ég kom með þetta íslenska nafn þegar ég var 13 ára gamall. Ég er ekki alveg viss hvaðan „snæða“ kemur. Ég greip þetta frá manni sem Stefán Þór heitir og er grúsk- ari og bóhem. Þá töluðu allir um að fá sér að éta. Þegar ég fór að læra kokkinn festist þetta á mig. Ég vil auðvitað fá fálkaorðuna fyrir að endurvekja orðið í íslenskunni.“ Hvor verður á undan að fá fálka- orðuna? Bjarni: „Strákurinn.“ Mundi: „Ég veit það nú ekki.“ Allir í kjamma og kók Hvað er þetta Reykjavík Fashion Festival (RFF) eiginlega, Mundi? Mundi: „Þetta er mjög metnaðarfull- ur tískuviðburður. Þetta er í fyrsta skipti sem svona sameiginlegur tískuviðburður er haldinn. Helstu fatahönnuðir landsins – um 20 tals- ins – eru búnir að taka sig saman til að sýna það besta sem í boði er. Þetta eru margar sýningar. Sam- hliða þessu eru svo tónleikar með Peaches og fleirum í kvöld á Nasa. Þetta verður rosa fjör. Línurnar sem verða til sýnis fara á markað næsta haust og það er takmarkið að hönn- uðirnir fái eitthvað út úr þessu.“ Bjarni: „Það koma svo örugg- lega allir í kjamma og kók hér á BSÍ eftir Nasa. Ég get lofað ykkur því.“ Munda: „Alveg pottþétt. Alveg í röðum!“ Bjarni: „Tískan, já. Það er fram- andi fyrirbæri.“ (Strýkur Tinu Turner-bolinn) Mundi: „Já, þetta er mjög fyndinn bransi. Ég byrjaði 19 ára að gera peysur úr íslenskri ull. Þær komu mér á kortið og ég hef verið í þessu síðan þá.“ Bjarni: „Lærðirðu þetta eitt- hvað?“ Mundi: „Nei, ég lærði grafíska hönnun í tvö ár en hætti þegar ég var kominn á flug með þetta. Mér finnst gaman að gera falleg og óhefðbundin föt og finnst gaman að sjá fólk í fötunum mínum.“ Hvað með þig, Bjarni, af hverju fórst þú að kokka? Bjarni: „Það er nú bara þannig að það er einfaldast til að verða aldrei svangur að vera í eldhúsinu.“ Ekkert að skammast sín fyrir að græða peninga Mundi er 23 ára og það er rosalega öfundsverður aldur fyrir miðaldra karla. Bjarni: „Ég myndi alveg vilja vera á hans stað í lífinu núna. Ég myndi gera allt það sama nákvæm- lega eins aftur. Það var ekkert svo leiðinlegt.“ Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér, Mundi? Stígandi ris upp á hátind tískuheimsins? Mundi: „Nei, nei, ég held ég verði nú ekkert svo velkominn þang- að inn. Ég á ekkert eftir að verða milljarðamæringur á því sem ég er að gera. Það er ekki eins og fjárfestingarbransinn að reka fatamerki. Þetta er mjög dýrt og erfitt að selja og mikið hark. Ég vonast náttúrlega til þess á endan- um að ég eigi meira peninga en ég á núna. Ég á ekki bót fyrir boruna á mér.“ Bjarni: „En verður ekki að vera metnaður og hugsunin: Ég ætla langt?“ Mundi: „Jú, jú. Ég væri alveg til í að verða ríkur.“ Bjarni: „Maður má ekki vera of lítillátur. Verður að vera svolítið rogginn.“ Er ekki alveg bannað í dag að stefna að því að verða ríkur? Mundi: „Tja, maður þarf nú ekkert að skammast sín þótt maður græði peninga. Það er bara spurning á hvaða forsendum maður gerir það. Það er nóg til af peningum þótt þetta hrun sé í gangi.“ Bjarni: „Upp úr 1970 gengu hér allir um með skjalatöskur, svo- kallaðar stresstöskur, fullar af einhverju pappírsdrasli. Það þurfti enginn á þessu að halda. Ég var að taka til í bílskúrnum hjá mér og fann fjórar svona. Ofsalega flott- ar. Eitt árið var taskan úr hörðu plasti og svo árið eftir var hún lin úr leðri.“ Mundi: „Þetta er fyndið af því karlar halda alltaf að þeir séu svo óháðir tískubylgjum. Svo hrynja þeir ofan í þær um leið og það kemur eitthvað svona.“ Hvaða rannsóknarskýrsla? Talandi um klæðnað karla, útrás- arvíkingarnir gerðu nú lítið í því að skera sig úr. Mundi: „Já, það virðist sem karl- ar fari í sama mótið. Það er þægi- legast. Þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur.“ Bjarni: „Þeir komu oft hingað. Þetta þarna er borð Björgólfs (bendir). Þeir komu mikið með útlendingana hingað í íslenska matinn; sviðin, kótiletturnar og saltkjötið. Þeir hringdu stundum í mig erlendis frá þegar þeir voru að leggja af stað í einkaþotunum og vildu koma beint í mat. Það var kannski eftir fótboltaleiki.“ Eru þeir búnir að borga þér? Bjarni: „Já já, það var allt „cash“. Borgað strax.“ Nú er þessi rannsóknarskýrsla að koma. Eruð þið spenntir fyrir henni? Mundi: „Hvaða rannsóknar- skýrsla?“ Bjarni: „Góður!“ (klappar Munda á öxlina) Allir geta lifað án rósa Nú segja þeir svartsýnustu að Ísland einangrist frá umheiminum ef við borgum ekki Icesave upp í topp. Hvernig líst ykkur á það? Mundi: „Væri það ekki bara dásamlegt?“ Bjarni: „Ég held það væri ekki svo slæmt. Ég sagði þarna strax eftir hrunið að við ættum bara að loka landinu. Við ættum bara að sigla út með fiskinn okkar og selja fyrir cash pening. Af hverju gerðum við það ekki? Við erum bóhemar og höfum alltaf verið það. Af hverju eigum við að sleikja einhverja rassa úti í heimi og þykjast vera eitthvað dipló? Við þessir ruddar sem erum búnir að arðræna Evr- ópu. Það átti bara að loka og semja svo útfrá þeim karakter sem við erum.“ Mundi: „Vera bara stolt af því að vera ruddar, meinarðu?“ Bjarni: „Ruddar og ruddar? Nei, bóhemar. Við börðumst eins og vitleysingar á pínulitlum bátum á móti herskipum í þorskastríðinu. Hentum kartöflum og dóti í Bret- ana þangað til við fundum upp töfraverkfærið klippurnar. Við náðum samningum þá. Hvað var það annað en barbarismi? Bretar hefðu ekki getað hætt að kaupa af okkur fiskinn núna. Þá hefðu þeir fengið Hull og Grimsby upp á móti sér, því það er svo mikið unnið af íslenska fiskinum þar. Við hefðum kannski ekki fengið kartöflur og rósir frá Hollandi, en það geta nú allir lifað án rósa, er það ekki?“ Tókuð þið þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni? Bjarni: „Já, ég gerði það nú.“ Mundi: „Ekki ég. Ég veit hvorki upp né niður í þessu máli. Ég var rosa aktífur fyrst og fór í mót- mæli. Svo hætti þetta að meika sens fyrir mér svo ég skellti bara í lás. Mér finnst mitt orð í öllum þessum málum engu máli skipta. En auðvitað er ég jafn brjálað- ur yfir þessu og Jón Jónsson úti í bæ.“ Bjarni: „Maður var náttúrlega sár. Maður þurfti að fara að vinna aftur.“ Mundi: „Hefði góðærið haldið áfram hefði Ísland orðið að algjöru lúðalandi. Hvað voru margir að útskrifast úr hagfræði- og við- skiptafræðideildum? Um leið og kreppan skall á hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn í listaháskól- ann. Þið sjáið hvernig hugsunar- hátturinn breytist. Ísland hefði orðið eitthvert hagfræðiland. Það er nú ekki mjög spennandi. Við eigum að vera í skapandi geirun- um. Viðskiptadraslið mátti alveg fara á skallann fyrir mér. Það er svo margt hægt að gera til að búa til lifandi og litríkt samfélag, en djöfull var lítið að gerast í því á þessum tímum. Það er nú allt að breytast núna.“ Við erum bóhemar, við sleikjum ekki rassa! Mundi vondi er 23 ára fatahönnuður, sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival um helgina. Bjarni snæðingur sér hins vegar um veitingarnar á BSÍ. Þeir settust á rökstóla með Dr. Gunna. MUNDI VONDI OG BJARNI SNÆÐINGUR Tískan, já. Það er framandi fyrirbæri. Já, þetta er mjög fyndinn bransi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Draumalandið? Bjarni: „Það hefur nú bara alltaf verið Ísland. En ég segi það ekki, eyja í Karíbahafinu hljómar ágæt- lega. Að bara teygja sig í matinn á trjánum og brennivínið bruggar sig bara sjálft.“ Mundi: „Ég er sammála Bjarna að það er Ísland, en ég væri til í að búa úti um allt. Þess vegna að ferðast bara endalaust og búa þrjá mánuði í senn á hverjum stað.“ Draumabíllinn? Bjarni: „Fljótsvarað. Buick 58, tveggja dyra. Svartur fyrir neðan lista og fjólublár fyrir ofan. Með stóra vængi aftur úr sér.“ Mundi: „Citroën-braggi, grænn.“ Draumastillingin á tímavélinni? Bjarni: „Ég myndi fara aftur á bak til víkingatímabilsins. Éta gróft og vera sterkur og drykkfelldur ruddi. Það myndi henta mér ágætlega að mega standa upp og míga bara þar sem ég væri.“ Mundi: „Ég væri rosa til í að skjóta mér inn í framtíðina, en svo veit maður aldrei hvað þessi heimur á eftir ólifað. Reykjavík 3000 þess vegna.“ Draumakúnninn? Bjarni: „Ég væri alveg til í að fá Pamelu Anderson til að borða svið hérna og biðja um mynd með veit- ingamanninum og svona.“ Mundi: „Ég væri geðveikt til í að fá Obama til að klæða sig í föt eftir mig og fá mynd af honum með mér.“ DRAUMUR Í DÓS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.