Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 96
68 20. mars 2010 LAUGARDAGUR
Ein stærsta stund í lífi sérhverrar
Hollywood-leikkonu er vafalít-
ið þegar nafn hennar kemur upp
úr umslaginu í Kodak-höllinni
og það tilkynnt að hún hljóti Ósk-
arsverðlaun fyrir bestan leik
í aðalhlutverki. Hún skyldi
þó búa sig undir stríð
heima fyrir.
Sú leikkona sem hlýtur Óskarsverðlaun-
in 2011 ætti kannski að hugsa sig tvisvar
um áður en hún tilkynnir heimsbyggð-
inni hversu yndislegur eiginmaðurinn
sé því reynsla undanfarinna ára sýnir að
það eru meiri líkur en minni á því að það
sé einhver maðkur í mysunni.
Flestallar konur sem fengið hafa
verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki síð-
ustu ár hafa skilið við eiginmanninn í
kjölfarið.
BÖLVUN HVÍLIR Á ÓSKARS-
VERÐLAUNALEIKKONUM
SANDRA BULLOCK 2010
Leikkonan var varla
fyrr búinn að stilla
styttunni upp fyrir
ofan arininn heima hjá
sér og eiginmanninum
Jesse James í Beverly
Hills en að fjölmiðlar
greindu frá því að hann
hefði átt vingott við húð-
flúrfyrirsætu eina í rúmt
ár. Bullock, sem hafði
svifið um á bleiku skýi í
næstum heilan mánuð,
var ekki lengi að kippa
styttunni niður, setja fötin í
ferðatösku og flytja út.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/A
FP
JULIA ROBERTS
2001 Julia er
eldri en tvævetur
í Hollywood og
virtist skynja
að bóndinn
Benjamin Bratt,
hefði óhreint
mjöl í pokahorn-
inu þegar hún
tók við styttunni
góðu. Hún þakk-
aði honum bara
pent fyrir með
því að nefna
hann á nafn
í ræðu sinni.
Hálfu ári seinna
var hún búin að
sparka honum
endanlega.
HALLE BERRY
2002 Halle Berry
felldi fjölmörg tár í
Kodak-höllinni og
átti varla orð yfir því
hvað eiginmaðurinn
Eric Benet væri
stórkostlegur. Berry
hefði betur sleppt
þeim yfirlýsingum
því hann reyndist
mikill kvennabósi,
stundaði svallveislur
og fór í meðferð við
kynlífsfíkn. Berry sótti
um skilnað í október
ári seinna.
GWYNEHT PALTROW
1999 Segja má að
Óskarsverðlaun
Gwyneth Paltrow hafi
verið upphafið að
endinum á leikferli
hennar því þótt hún
þakkaði kærastanum
Ben Affleck í ræðu
sinni þá fékk hann
nóg af því að horfa á
hana grátandi í hverj-
um fréttatímanum af
fætur öðrum og sagði
bless aðeins mánuði
eftir að gullstyttan
flutti inn.
KATE WINSLET 2009
„Ég er svo heppin að
eiga frábæran eigin-
mann og tvö æðisleg
börn sem styðja mig
í því sem ég elska,“
sagði Kate Winslet
þegar hún hafði
hreppt styttuna góðu
fyrir leik sinn í The
Reader í fyrra. Óskars-
víman varði ekki lengi
og nú hafa hún og
eiginmaðurinn Sam
Mendes ákveðið að
skilja.
REESE WITHERSPOON
2006 „Takk fyrir mig,
þú yndislegi eigin-
maður.“ Þetta sagði
Reese Witherspoon
þegar hún fór heim
með Óskar frænda
fyrir Walk the Line
og var þar að vísa til
Ryan Phillippe. Ham-
ingjan entist þó ekki
lengi því Reese sótti
um skilnað hálfu ári
seinna eftir sögur um
að Ryan væri ekki við
eina fjölina felldur.
CHARLIZE THERON 2004 Suður-afríska
leikkonan getur raunar státað sig af því
að hafa haldið í sambýlismanninn Stuart
Townsend í heil sex ár eftir að Óskar
frændi mætti heim til þeirra. Charlize
lofaði eiginmanninn í bak og fyrir eftir að
hafa handleikið styttuna í fyrsta sinn og
það virtist ætla að bera tilætlaðan árangur
þar til á þessu ári að hjónakornin ákváðu
að halda hvort í sína áttina.
HELEN HUNT 1998
Hlaut Óskarinn fyrir
As Good as it Gets og
sagði þá eiginmann-
inn sinn, Hank Azaria,
vera besta mann í
heimi. Þessi fögru
orð endurómuðu
á heimili hjónanna
næsta árið eða svo.
Óskarsrómantíkin
sveif yfir vötnum
þegar þau létu pússa
sig saman í júni þetta
sama ár en ári seinna
var Hank fluttur út úr
húsi þeirra.
HILARY SWANK 2005
„Ég ætla að byrja á
því að þakka eigin-
manninum mínum
fyrir þessi verðlaun,“
sagði Hilary Swank.
Hún hafði varla fyrr
sleppt orðinu en
að skilnaðarskjölin
höfðu verið send til
sýslumannsins í Los
Angeles, undirrituð.
ÚTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT
SLOGGI MAXI
3 Í PAKKA
tilboð
Vönduð nærföt á
tilboðsverði