Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 90
 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Tónleikaröðin 15:15 heldur áfram í Norræna húsinu á morgun og er dagskráin á morgun helguð verk- um tónskáldsins Sveins Lúðvíks Björnssonar og hefst eins og fyrr- um kl. 15:15. Sveinn Lúðvík Björns- son (f. 1962) er eitt af okkar bestu tónskáldum. Hann lærði tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Atla Heimi Sveinssyni árin 1986-89 og hjá Þorsteini Haukssyni 1990 auk þess að sækja námskeið í Póllandi, meðal annars hjá Lutoslawsky. Atli Heimir Sveinsson ritar svo um tónsmíðar Sveins Lúðvíks: „Stíll Sveins er tjáningarþrunginn, knappur, markviss og beinskeyttur, alvörugefinn og yfirlætislaus. Verk hans koma frá innstu rótum hjart- ans og setur hann það eitt á papp- írinn sem hann getur staðið við siðferðilega og listrænt. Að baki hverju verki er höfundurinn allur, heiður hans og heiðarleiki.“ Undanfarið hefur Sveinn Lúðvík unnið að því að skrifa óperu eftir sögunni The Spire eftir William Golding. Robert Millner skrifar líb- rettóið, en hann er söngvari og bók- menntafræðingur og vinnur sem líbrettisti hjá Konunglegu óperunni í Covent Garden. Darren Royston leikstýrir, en hann er dramatúrg og danshöfundur hjá The European Chamber Opera Company. Frum- sýning verður á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2011. Uppfærsl- an er samstarfsverkefni Sveins Lúðvíks, Caput, Sumartónleika í Skálholti og European Chamb- er Opera Company. Sagan gerist í stórri dómkirkju – gömlum biskups- stól. Sveinn Lúðvík segir að ROH í Covent Garden hafi sýnt því áhuga að skoða óperuna þegar hún verður frumsýnd, en einnig leikhús í Nor- egi. Það sé því líklegt að óperan fari á eitthvert flakk. Sveinn vinnur einnig að kórverki við ljóð Sigfúsar Daðasonar, hljóm- sveitarverki og röð einleiksverka sem hann er að skrifa fyrir suma af flytjendum tónleikanna á sunnu- daginn. Á tónleikunum á morgun fá áheyrendur innsýn inn í tónsmíð- ar Sveins Lúðvíks yfir fjórtán ára tímabil eða frá 1989-2003. Verkið Kyrra fyrir einleiksfiðlu frá 1989, var samið undir áhrifum af mynd eftir Helga Valgeirsson listmálara. Í tríóinu Í svefnrofadraumi, fyrir óbó, fagott og píanó frá 2003, túlk- ar Sveinn Lúðvík, eins og nafnið gefur til kynna, draum milli svefns og vöku. Ego is emptiness fyrir selló og rödd frá 1997, Sjálfið er tóm, er samið á tímabili þar sem Sveinn var niðursokkin í andleg hugðar- efni og á kafi í bókum um búddisma og undir áhrifum frá þeim. Duplum fyrir víólu og slagverk frá 2001 er trúarlegur, huglægur, tvísöngur hjónakornanna Herdísar Önnu og Steefs. Flytjendur á tónleikunum á morg- un eru: Greta Guðnadóttir fiðlu- leikari, Sigurður Halldórsson selló- leikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Eydís Franzdótt- ir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir fagottleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. pbb@frettabladid.is Sería tónverka Sveins Lúðvíks TÓNLIST Sveinn Lúðvík Björnsson tón- skáld MYND FRÉTTABLAÐIÐ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 20. mars 2010 ➜ Tónleikar 16.00 AMFJ og Me, the Slumbering Napoleon verða með tónleika í Havaríi við Austurstræti 6. Enginn aðgangseyrir. 17.00 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari flytja verk eftir spænsku tónskáldin Guridi, Montsal- vatge, Granados og de Falla á tónleikum í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 17.00 Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju við Hagatorg. Á efnisskránni eru verk eftir Victor Urbancic, Max Bruch og George Bizet. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 21.00 Á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri mun Jón Ólafsson hafa umsjón með tónlistardag- skránni „Af fingrum fram”. Gestur hans er Stefán Hilmarsson. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Orsons Welles The Lady fram Shanghai (1947). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www.kvikmynda- safn.is. ➜ Kvikmyndahátíð 700IS Hreindýraland, alþjóðleg videó- og tilraunakvikmyndahátíð fer fram í fimmta sinn á Egilsstöðum 20.-27. mars. Nánari upplýsingar á www.700.is. ➜ Opnanir 14.00 Í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi (Gerðuberg 3-5) verður opnuð sýning á verkum 23 lærðra og leikinna listamanna, Nánari upplýsingar á www. gerduberg.is. 15.00 Í Crymo við Laugaveg 41a opna tvær sýningar. Á neðri hæð opnar sýning á verkum Hlyns Heimissonar og á efri hæðinni sýna Una Björk Sigurðar- dóttir og Katrín I. Hjördísardóttir Jóns- dóttir teikningar og skúlptúrum. Opið alla daga kl. 13-18. Allir velkomnir. ➜ Tískusýning 21.00 Fatahönnuðir á öðru ári við Listaháskóla Íslands sýna hönnun sína á Nasa við Austurvöll. ➜ Bingó Páskaeggjabingó verður haldið í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14 kl. 14.30. Nán- ari upplýsingar á www.bf.is. ➜ Síðustu forvöð Í Suðsuðvestur Hafnargötu í Reykja- nesbæ lýkur sýningu Jeanette Castioni á sunnudag. Opið lau. og sun. kl. 14.-17. Sýningu Gunnars S. Magnússonar í Hall- grímskirkju lýkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl. 9-17. ➜ Leiðsögn 14.30 Heiðar Kári Rannversson verður með leiðsögn í Viðey þar sem Friðarsúla Yoko Ono og listaverkið Áfangar eftir Richard Serra verða skoðuð sérstaklega. Nánari upplýsingar á www. listasafnreykjavikur.is. 15.00 Í Norræna húsinu við Sturlu- götu verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Con-Text: Sýning á norræn- um bókverkum. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur verið opnuð sýning á verkum Melkorku Huldudóttur. Opið alla daga kl. 11-17. Hjá Gallerí Myndmáli að Laugavegi 86 hefur verið opnuð ljósmyndasýning á verkum eftir Enrique Pacheco. Opið virka daga kl. 11-18 og lau. kl. 12-16. Bóel Ísleifsdóttir og Anna Henriks- dóttir hafa opnað myndlistarsýningu á veitingastaðnum Á næstu grösum við Laugavegi 20b. Opið mán.-lau. kl. 11.30 – 22, sunnudaga kl. 17-22. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð) hefur verið opnuð sýning á verkum Oddvars Arnar Hjartarsonar. Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. ➜ Markaðir PopUp verzlun, farandverzlun fata- hönnuða á Íslandi, verður opin að Grandagarði 2 kl. 11-18. Sunnudagur 21. mars 2010 ➜ Tónleikar 14.00 Í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi (Gerðubergi 3-5) verða haldnir fjölskyldutónleikar. Egill Ólafsson og Caput-hópurinn flytja tónlistardagskrá sem gerð hefur verið eftir Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 15.15 Í Norræna húsinu við Sturlugötu verða tónleikar þar sem flutt verða verk eftir Svein Lúðvík Björnsson. Flytjendur eru: Greta Guðnadóttir, Sigurður Hall- dórsson, Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout, Eydís Franzdóttir, Krist- ín Mjöll Jakobsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. 17.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verður með tónleika í Seltjarnarnes- kirkju við Kirkjubraut. Á efnisskránni verða verk eftir Schubert, Bach og Mozart. 20.30 Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti á Akureyri. Á efnisskránni verður íslensk kóratónlist. ➜ Opnanir 16.00 Rúnar Loftur Sveinsson opnar sýningu á verkum sínum í gömlu bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells, Menningarmiðstöð við Austurveg á Seyðisfirði. 18.00 Asle Lauvland Pettersen opnar sýningu á Vesturvegg, sýningarrými Skaftfells, Menningarmiðstöð við Aust- urveg á Seyðisfirði. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð við Faxafen 14. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir verkið „Frumskógar- lögmálið” sem byggt er á handriti eftir Tinu Fey. Sýningar fara fram í sal skól- ans við Austurberg 5. ➜ Dans 20.00, 20.30 og 21.00 Spiral dans- flokkurinn sýnir verkið „ÓRAR” sem samið er af flokknum í samstarfi við Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Gianluca Vincentini og Róbert Reynisson. Sýn- ingar fara fram í Norðurpólnum sýning- arrými við Bygggarða 5 á Seltjarnanesi (Gróttu). Nánari upplýsingar á www. spiral.is. ➜ Leiðsögn 15.00 Boðið verður upp á leiðsögn og listamannaspjall um sýningu Sigrid Valtingojer sem nú stendur yfir á Lista- safni ASÍ við Freyjugötu 41. 15.00 Davíð Örn Halldórs- son, Helgi Þórsson og Sara Riel verða með leiðsögn um sýninguna „Ljóslitlifun” í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is. Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð með vinnuaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmála- ráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2010 verða þau 370 evrur á mánuði fyrir einstakling en 470 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalar- gestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn. Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2010 til 31. júlí 2011. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um afnot af Kjarvalsstofu má fi nna á www. reykjavik.is/menningogferdamal og Rafrænu Reykjavík. Umsóknir, með lýsingu á því verkefni sem umsækjandi hyggst vinna að, skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 101 Reykjavík. Ætlast er til að umsækjendur skili inn stuttri grein- argerð um afrakstur dvalarinnar. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 21. apríl 2010. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu KJARVALSSTOFA Í PARÍS UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 500 bæklingar með nýju sniði. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Garnbúðin Gauja - Álfabakki 14a - Sími: 571-2288 Höfum einnig fengið nýtt dúskagarn. Mikið úrval af öðrum garntegundum. Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 Verið velkomin Það kviknaði líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.