Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 71 Hafðu samband í síma 515 5555 eða sendu póst á askrift@birtingur.is FÓTBOLTI! NÝTT TÍMARIT KARIM BENZEMA BESTU 15 „TARGET“ -FRAMHERJARNIR NR. 1 • MARS 2010 • VERÐ 1.095 KR TILBOÐS- VERÐ 495 KR. MESSI LIONE L BESTUR Í HEIMI! GOÐSAGNIR: DAVID GINOLA SAGÐI NEI VIÐ MAN. UTD. OG BARCELONA! GOAL NÚMER 1 • MARS • 2010 • VERÐ: 495 KR. LEIÐIN Á HM: SEX HÖRKULIÐ FRÁ AFRÍKU INGÓLFUR SIG VONARSTJARNA ÍSLANDS NÝTT TÍMARIT 1.000 FYRSTU FÁ FLOTTA MÖPPU FRÍTT FYRIR FÓTBOLTASPJÖLDIN Tilboð B Þú færð 15% afslátt Þú gerist áskrifandi í 6 mánuði Fullt verð er 1.095 kr./stk. Tilboð 931 kr./stk. Tilboð A 1.000 fyrstu fá flotta Match attax möppu frítt fyrir fótboltaspjöldin* Þú færð 20% afslátt Þú gerist áskrifandi í 12 mánuði Fullt verð er 1.095 kr./stk. Tilboð 876 kr./stk. *Hægt er að sækja möppuna eða fá hana senda gegn því að greiða póstburðargjald Hljómsveitin Green Day er þegar byrjuð að vinna í næstu plötu þrátt fyrir að innan við ár sé liðið síðan sú síðasta kom út. Nýju lögin hafa orðið til á tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og vill forsprakkinn, Billie-Joe Armstrong, að platan verði tilbúin á skemmri tíma en sú síðasta. Sú plata, 21st Cent- ury Breakdown, kom út í fyrra, fimm árum eftir að American Idiot leit dagsins ljós. „Við bjuggum til nokkrar prufuupp- tökur í Berlín, Stokkhólmi, fyrir utan Glasgow og í Amsterdam,“ sagði Armstrong, sem er ánægð- ur með framgang mála. Sveitin ætlar einnig að gefa út eigin Rock Band-tölvuleik á þessu ári. Undirbúa nýja plötu BILLIE-JOE Billie-Joe Armstrong og félag- ar eru þegar byrjaðir að vinna að næstu hljóðversplötu. Tim Burton ætlar að leikstýra þrívíddar-brúðumynd sem verð- ur byggð á teiknimyndasögun- um um Addams-fjölskylduna. Myndin verður byggð á sögum sem birtust upphaflega í dag- blaðinu New Yorker, en ekki á sjónvarpsþáttunum frá sjöunda áratugnum eða kvikmyndinni sem kom út á síðasta áratug. Burton, sem síðast sendi frá sér Lísu í Undralandi, er einnig að undirbúa kvikmynd byggða á stuttmynd sinni Frankenweenie frá árinu 1984. Hún fjallaði um bolabít sem vaknar aftur til lífsins eftir að hafa fengið í sig eldingu. Ný mynd um Addams TIM BURTON Addams-fjölskyldan er næst á dagskrá hjá þessum athyglis- verða leikstjóra. „Þetta er alveg frábærlega skemmti- leg vinna. Með þeim skemmtilegri sem við höfum komist í,“ segir Hjör- leifur Hjartarson úr hljómsveitinni Hundur í óskilum. Sveitin semur tónlistina í leik- ritinu Íslandsklukkunni sem verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í apríl. Nota þeir til þess ýmis skrít- in hljóðfæri, þar á meðal Xapoon, sleða-diddjeridoo, symfon, saltara, talibanahorn og krumhorn. „Við fengum symfonið lánað hjá Ljótu hálfvitunum og talibanahornið er eitthvað sem ég keypti úti í búð í St. Pétursborg. Það hefur ekkert með talibana að gera,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Xapoon er nýtt hljóð- færi sem er í ætt við klarinett. Það er mjög skemmtilegt og maður veit aldrei hvað kemur út úr því.“ Hjörleifur og hinn meðlimur Hunda í óskilum, Eiríkur G. Step- hensen, eru báðir búsettir á Norður- landi og tóku þeir sér frí frá störf- um til að vinna við Íslandsklukkuna í höfuðborginni. „Þetta er alveg nýtt fyrir manni að fá að skapa enda- laust allan daginn frá níu til fimm,“ segir Hjörleifur. Hundur í óskilum tekur sér pásu frá Íslandsklukkunni í kvöld. Þá verða þeir með tón- leika á Domo klukkan 22 í tilefni fimmtugsafmælis Hjörleifs í næsta mánuði. - fb Hundur með skrítin hljóðfæri HUNDUR Í ÓSKILUM Hjörleifur Hjartar- son og Eiríkur G. Stephensen með hljóðfærin sem þeir nota í Íslands- klukkunni. Hópur íslenskra tónlistarmanna og listamanna tekur þátt í Dóná-hátíð- inni sem verður haldin í Austurríki dagana 29. apríl til 8. maí. Þar munu plötusnúðar, hljómsveitir, listamenn og ljóðskáld stíga á svið og sýna listir sínar. Á meðal þeirra sem taka þátt verða múm, Ghostigital, Stilluppsteypa, Reptilicus, Snorri Ásmundsson og Hildur Guðnadótt- ir. Liðsmenn útgáfufyrirtækisins Bedroom Community, Valgeir Sig- urðsson, Ben Frost og Nico Muhly, verða einnig á meðal gesta. Hugsun- in með þátttöku Íslands er að kynna sköpunarkraft þjóðarinnar og það hvernig mismunandi straumar og stefnur geta auðveldlega blandast saman. Austurrísku lista- og tónlist- armennirnir Franz Graf og Franz Pomassl, sem hafa unnið áður með íslenskum listamönnum, taka þátt í hátíðinni. Íslenskt í Austurríki MÚM Hljómsveitin múm tekur þátt í Dóná-hátíðinni sem hefst í Austurríki í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.