Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 32
32 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Þegar fiðluleikarinn Helga Hauks- dóttir var nítján ára og enn við nám í Menntaskólanum í Reykjavík spil- aði hún á sínum fyrstu Sinfóníutón- leikum. Þetta var 9. mars árið 1960, á tíu ára afmælistónleikum Sinfón- íunnar. „Þetta var allt saman nýtt fyrir mér og alveg óskaplega spenn- andi,“ rifjar Helga upp. Á þessum tíma var hún þó búin að spila á fiðlu í áratug, en frá níu ára aldri lærði hún hjá Birni Ólafssyni, konsert- meistara Sinfóníunnar, sem Helga lýsir sem einstökum manni og kenn- ara. Hún hefur því handleikið fiðl- una nákvæmlega jafn lengi og Sin- fónían hefur verið starfandi. „Það fyrsta sem ég man eftir að hafa séð af Sinfóníuhljómsveitinni var í óperunni Rigoletto í Þjóðleikhús- inu. Ég sat í hliðarstúku og sá ofan í gryfjuna þar sem hljómsveitin var. Mér er þetta svo minnisstætt, því ég fylgdist ekki síður með því sem var að gerast þarna niðri en uppi á sviðinu.“ Þrjátíu ár á sviðinu Fljótlega upp úr þessum fyrstu tón- leikum fór Helga að spila með hljóm- sveitinni reglulega og varð fastráð- in frá árinu 1968. Hún kynntist því mörgu af því hugsjónafólki sem stóð að hljómsveitinni frá upphafi. „Það er alltaf hættulegt að nefna nöfn en ef ég á að nefna einhvern sem hefur kannski unnið hljómsveitinni meira gagn en flestir þá kemur nafn Gunn- ars Egilsonar klarínettuleikara fyrst upp í hugann, en hann endaði sinn feril sem skrifstofustjóri SÍ.“ Helga spilað með Sinfóníuhljóm- sveitinni í rúm þrjátíu ár, eða þar til hún fór að vinna sem tónleika- stjóri á skrifstofu Sinfóníunnar. Á þeim vettvangi átti hún meðal ann- ars þátt í því að fá poppara og rokk- ara til að spila með hljómsveitinni og voru margir flottir popptónleik- ar haldnir bæði í Háskólabíói og Laugardalshöll. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Sinfóníuhljóm- sveit Íslands eigi að standa undir nafni og þjóna sem flestum með því að flytja sem fjölbreyttasta tónlist. Ég átti líka þátt í að koma á árlegum leikskólatónleikum fyrir öll börn í leikskólum á Reykjavíkursvæðinu. Þannig höfðu flest börn komið í það minnsta einu sinni á sinfóníu- tónleika áður en grunnskólaganga hófst. Ekki má gleyma óperutón- leikum okkar sem voru orðnir svo mikilfenglegir að þetta var orðið að óperusýningum í Laugardalshöll.“ Á bak við tjöldin Á skrifstofunni kynntist Helga nýrri hlið á Sinfóníunni og áttaði sig á að þar starfaði ekki síður mik- ilvægt fólk fyrir framgang hennar. „Þegar ég fór sjálf að vinna á skrif- stofunni áttaði ég mig betur á því hvað starfsfólkið sem vinnur á bak við tjöldin skiptir miklu máli fyrir hljómsveitina. Þar hefur verið ein- valalið skrifstofufólks, rótara og umsjónarmanna og kemst ég ekki hjá því að minnast á Gunnar Þjóð- ólfsson og Jón „horn“ Sigurðsson í því sambandi.“ Ótalmargir tónleikar, einleikar- ar og hljómsveitarstjórar eru Helgu minnisstæðir. Fjórir hljómsveitar- stjórar hafa að hennar mati haft mest áhrif á framgang hljómsveit- arinnar; þeir Olav Kielland, Bohd an Wodizcko, Petri Sakari og Osmo Vänska. Helga var á skrifstofunni allt fram til ársins 2008, þegar hún hætti fyrir aldurs sakir. Sinfóníu- hljómsveitin tók miklum stakka- skiptum á þeim tíma sem Helga var viðriðin hana. „Hljómsveitin hefur vaxið, bæði að magni og gæðum. Með tímanum hefur starfsemin komist í fastari skorður. Sem dæmi kom það oft fyrir á þessum fyrstu árum að maður vissi ekki hvað ætti að fara að gera næsta dag. En í dag vita hljóðfæraleikararnir nákvæm- lega hvað þeir eiga að spila að ári.“ Fagnar 50 ára spilaraafmæli Sinfónía Íslands í sextíu ár Hugsjónin um blómlegt og öflugt tónlistarlíf á Íslandi og barátta nokkurra eldhuga varð til þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands varð til fyrir sextíu árum. Í tilefni af tímamótunum spjallaði Hólmfríður Helga Sigurðardóttir við einn reynslumesta hljóðfæra- leikara Sinfóníunnar, Helgu Hauksdóttur, og framkvæmdastjórann, Sigurð Nordal, um sögu og framtíð hljómsveitarinnar. KATSJATÚRÍAN OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Sovéska tónskáldið Aram Katsjatúrían stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í eigin verkum á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 29. mars 1951, við mikla hrifningu tónleikagesta, sem klöppuðu og stöppuðu og linntu ekki látum fyrr en búið var að endurtaka frægasta verk tónskáldsins, Sverðdansinn. KONSERTMEISTARINN BJÖRN ÓLAFSSON Fyrstu 22 ár Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegndi Björn Ólafsson stöðu konsertmeistara, leiðtoga hljómsveitarinnar inn á við sem út á við. Hér er hann á æfingu ásamt Katrínu Dalhoff. Fyrir aftan þau sjást Þorvaldur Steingrímsson, Jón Sen og Jóhannes Eggertsson. Aftast eru Óskar Cortes og Jan Moravek. CLAUDIO ARRAU OG BOHDAN WODICZKO Margir heimsþekktir tónlistarmenn hafa leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands um árin. Hér æfa Claudio Arrau og Bohdan Wodiczko píanókonsert nr. 2 eftir Brahms í september 1966. „Þetta var alveg rafmagnað, full- ur salur af fólki og mikill fögnuð- ur eins og von var á,“ segir Sig- urður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, um stórtónleika hljómsveitarinnar á fimmtudagskvöld, þar sem fram komu ekki færri en 110 manna hljómsveit, 100 manna kór og tveir einsöngvarar. Þetta voru fyrstu afmælistónleikarnir sem Sigurð- ur kemur að, en hann tók við starfi framkvæmdastjóra í september. Hann hefur þó fengið dágóða reynslu fram að þessu, enda Sin- fónían nánast með stórtónleika í hverri viku. „Þetta hefur verið mikil veisla undanfarnar vikur og mánuði, í aðdraganda þessa hápunkts á fimmtudaginn. Og enn eru fjölmargir spennandi tónleikar á dagskrá allt fram á sumarið.“ Aldrei meiri aðsókn Tónleikar Sinfóníunnar, sem að jafnaði eru haldnir á hverjum fimmtudegi, hafa verið einstaklega vel sóttir að undanförnu og iðulega setið í hverju sæti. Og aldrei hafa fleiri áskriftarkort verið seld en í haust. Sigurður segir ekki auðvelt að gefa eina ákveðna skýringu á því. „Við leggjum okkur fram við að setja saman dagskrá sem höfðar til breiðs hóps fólks og erum með- vituð um okkar hlutverk sem þjóð- arhljómsveit. Við stýrum okkar tón- leikadagskrá þannig að sem flestir hafi tækifæri til heyra þá tónlist sem höfðar til þeirra í flutningi Sinfóníunnar. Svo held ég að fólk sé almennt meðvitaðra um hvað við eigum í þessari frábæru sinfóníu- hljómsveit og hversu mikil upplifun það er að fara á tónleika og láta hóp 80 þrautþjálfaðra tónlistarmanna leika fyrir sig á sviðinu. Það er einstök upplifun í hvert sinn.“ Viðkvæmt blóm Nú, eins og oft áður, þarf að horfa í hverja krónu í rekstri Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Sigurður segir það ekkert nýtt. „Sextíu ára saga Sinfóníuhljómsveitarinnar er tölu- verð baráttusaga og það er ekkert nýtt fyrir hana að eiga við kröpp kjör. Hér er hver einasta króna notuð í það að auka listræna getu hljómsveitarinnar til að geta boðið landsmönnum og tónleikagestum upp á sem allra besta tónleikadag- skrá. Í það fara fjármunirnir að öllu leyti, enda lítil sem engin yfir- bygging hjá hljómsveitinni,“ segir Sigurður. Hann segir eðli sinfóníuhljóm- sveita þannig að þær þróist hægt yfir langan tíma og byggist smám saman upp. Íslandi hafi tekist að byggja upp hljómsveit sem er sam- bærileg við það besta sem gerist í öðrum löndum og að henni beri að hlúa. „Sinfónían er líka viðkvæmt blóm og auðvelt að rífa niður það sem byggt hefur verið upp á mjög löngum tíma. Þrátt fyrir að við höfum haslað okkur völl sem hljóm- sveit sem tekið er eftir á alþjóð- legum vettvangi erum við enn þá tiltölulega fáliðuð miðað við þjóðar- hljómsveitir annars staðar. Það er mikið álag á hljóðfæraleikara okkar, sem leika á á sjötta tug tónleika á hverju ári.“ Bylting fram undan Tónlistarhúsið Harpa verður tekið í gagnið vorið 2011, sem á eftir að gjörbreyta öllu starfi sinfóníuhljóm- sveitarinnar. „Þetta verður bylting í íslensku tónlistarlífi almennt. Hvað varðar hljómsveitina á þetta eftir að umbylta allri æfingaastöðu og verður auðvitað stórkostleg breyt- ing fyrir hljóðfæraleikarana að fá að leika í alvöru hljómleikasal. Og þetta verður ekki síður bylting fyrir tónleikagesti. Háskólabíó sem hefur vissulega gegnt sínu hlutverki svo langt sem það nær, en fyrir gesti verður þetta nánast eins og að fara frá því að hlusta í mónó yfir í steríó.“ Hverjir tónleikar einstakir Það var 7. febrúar 1950, eftir langa baráttu, að samþykkt var tillaga í útvarps- ráði frá Jónasi Þorbergssyni útvarpsstjóra og tónlistardeild útvarpsins, þeim Páli Ísólfssyni og Jóni Þórarinssyni, um starfrækslu sinfóníuhljómsveitar í tilraunaskyni. Áður hafði útvarpsráð samþykkt að ráða fimm þýska hljóð- færaleikara til landsins. Ofannefnd samþykkt fól í sér að 25 hljóðfæraleikarar skyldu ráðnir á hálfan samning og Ríkisútvarpið legði fram vinnu fastráðinna hljóðfæraleikara sinna til starfa í hljómsveitina. Einum mánuði og tveim dögum síðar, 9. mars 1950, efndi hin nýstofnaða 39 manna hljómsveit til fyrstu tónleika sinna og hefur sá dagur verið talinn stofndagur Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. HEIMILD: VEFUR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS, WWW.SINFONIA.IS. HELGA HAUKSDÓTTIR Fagnar fimmtíu ára spilaraafmæli um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGURÐUR NORDAL Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands fylgdist með æfingu fyrir stórtónleikana sem fram fóru á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STOFNUN SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS 1950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.