Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 44
Anna Margrét Björnsson skrifar
BÖRNIN GETA
ÞETTA ALVEG!
ferðalög kemur út mánaðarlega
með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét
Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Frá Leipzig, sjá grein á síðu 6-7
Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Þormóður
Dagsson Ljósmyndir Fréttablaðið
Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is
LEIPZIG – HIN NÝJA BERLÍNÞormóður Dags-
son bregður sér
á slóðir Bachs
og Lindemans í
Saxlandi þar sem
menningarlífi ð
blómstrar.
Í
byrjun þessa mánaðar varði ég
megninu af tíu dögum í þeyting
um hraðbrautir Þýskalands. Sam-
kvæmt GPS-tækinu taldi heild-
arkeyrslan tæpa 3.500 kílómetra en
á þessum tíu dögum náði ég, ásamt
fjögurra manna föruneyti, að skoða
átta þýskar borgir, eina austurríska
og eina tékkneska. Þrátt fyrir að yfir-
ferðin hafi verið hröð (meðalhrað-
inn tæpir 200 km/klst) þá varð ekki
hjá því komist að verða snortinn af
áhrifamagni Þýskalands, magnþrung-
inni sögu þess og menningu. Í þessari
ferð kynntist ég jafnframt Leipzig.
Þegar ég þeyttist þetta þá voru
Þjóðverjar að ná sér eftir einhvern
harðasta vetur sem dunið hefur yfir
Evrópu í langan tíma. Mikill snjó-
þungi og frostharka hafa lagt hart að
landsmönnum í vetur og hvað eftir
annað sett samgöngur í uppnám.
Frost, flóð og stormar hafa meira að
segja kostað talsvert af mannslífum.
Það sem ég sá út um rúðuna á bíla-
leigubílnum benti aftur á móti til þess
að þessi ógurlegi vetur væri að líða
undir lok. Sléttlendið í norðrinu, með
endalausa víðáttu allt í kring, var
fallegt og friðsælt ásýndar og hæð-
ótt landslagið í suðrinu var tekið að
grænka.
Þýskar borgir eru fallegar. Þær
hýsa skrautlegt mannlíf og skarta
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
MARS 2010
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Svalt hótel í miðri Berlín Lux 11 býður upp á sérstaka sumarpakka SÍÐA 2
Söguleg ferðalög
Spennandi staðir í Evrópu
til að heimsækja SÍÐA 6
2 FERÐALÖG
L
ux 11 er eitt svalasta hótel
Berlínar og gæti ekki verið
betur staðsett í hverfinu Mitte:
umkringt flottum verslunum,
veitingastöðum og börum. Hackesher
Markt og Prenzlauer Berg eru í góðu
göngufæri. Hótelið er í keðju Design
Hotels og er mjög fallega hannað í naum-
hyggjulegum stíl sem minnir á japansk-
ar innréttingar. Baðherbergin eru í raun
inni í stofunni og eru með stórglæsilegu
„onsen“-baðkari ofan í gólfinu. Öll her-
bergi eru í raun litlar íbúðir eða svítur
ásamt eldhúsaðstöðu og þess má geta að
því lengur sem maður gistir á Lux 11
fer verðið lækkandi. Morgunmatur er
innifalinn en þar er boðið upp á lífræn-
an og heilsusamlegan mat, allt frá þýsk-
um mjólkurafurðum, ostum og pylsum
upp í nýbakaðar vöfflur og ferska exót-
íska ávexti. Veitingastaðurinn Shiro-i-
Shiro er á hótelinu en hann er vinsæll
japanskur staður þar sem boðið er upp
á sushi og ýmiss konar teriyaki-rétti.
Einnig er glæsilegt Aveda Spa á hótel-
inu þar sem hægt er að sækja alls konar
nudd og fegrunarmeðferðir og síðast en
ekki síst opnaði nýverið flott tískuversl-
un á efstu hæð hótelsins. Í júlí á sér stað
tískumessan Bread &Butter í Berlín og
í því tilefni býður Lux11 upp á sérstakan
lúxuspakka: þrjár nætur í svítu, morgun-
verð, VIP passa á Bread&Butter, og boð
í VIP tískuteiti. - amb
Lux 11, Rosa-Luxemburg Strasse 9-13.
www.lux-eleven.com
HÖNNUNARHÓTEL
Í MIÐJU BERLÍNAR
Sérstakur tískupakki í sumar á hótelinu Lux 11 sem er vel staðsett í Mitte, miðpunkti kúlsins.
Glæsilegar svítur Hver einasta svíta er með flatskjá, interneti, ísskáp og stóru baðkari í japönskum stíl.
UPPÁHALDSHVERFIÐ: Óneitan-
lega Mill Road. þar er að finna alls
kyns spennandi litlar matvöruversl-
anir, svo sem taívanskar, arabískar
og með lífrænt ræktuðum mat,
slátrara, hárskera og pípara.
FLOTTASTA VERSLUNIN: Arcadia
við Bennet Street er yndisleg því
þar er hægt að finna sérstakar tæki-
færisgjafir, allt frá minnstu silfurarm-
böndum upp í stóra ljósaskerma.
UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR:
Teri-Aki, enginn vafi! Ærslamikill
japanskur veitingastaður þar sem
fæst besta sushi og sake sem ég
hef smakkað.
UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI:
Best er að byrja með góðu rölti
um borgina og koma svo við á
Teri-Aki. Þeir sem eru lítið gefn-
ir fyrir fiskmeti geta fengið sér
suður-evrópskt góðgæti hjá vini
og nágranna Cambridge, honum
Jamie Oliver, á staðnum Jamie´s
Italian. Svo má skella sér á tónleika
eða annan menningarviðburð
á The Corn Exchange eða The
Junction.
HVAÐ KEMUR MEST Á ÓVART:
Sagan og leyndardómar aðalhá-
skólans sem sveipar Cambridge
dularfullum og ábúðarfullum
bjarma. Ekkert er betra eftir góðan
dag í Cambridge en að slaka á í
enskum gondóla, jafnvel með gott
vín í glasi og virða fyrir sér tignar-
legar byggingarnar. Oftar en ekki
eru það frambærilegustu náms-
menn Bretlands sem stýra dýrum
knerri og segja ferðamönnum frá
því sem fyrir augu ber.
HEIMAMAÐURINN
Cambridge
ÞURÝ ÁGÚSTSDÓTTIR EMBÆTTISMAÐUR
Þ
að er algengt viðkvæði hjá Íslendingum að
hafa gífurlegar áhyggjur af breytingum hjá
börnum. Það þykir til dæmis mjög framúr-
stefnulegt að fara með börn í ferðalög á
fjarlægar slóðir þar sem þau eru ekki vön matnum
og gætu fengið hræðilega sjúkdóma. Að sjálfsögðu
er varkárni alltaf góð, en fólk virðist gleyma því að
börn eru til í öllum hornum heimsins og að það geti
alveg verið mögulegt að ferðast með börn án mik-
illa vandræða. Annað sem ég hef tekið eftir eru þær
gífurlegu áhyggjur sem fólk hefur af litlu barni sem
þarf að flytjast búferlum. Nú tala ég af reynslu, því
ég flutti til mismunandi landa með reglulegu millibili
sem krakki og hlaut vonandi engan langvarandi skaða
af. Alveg sama þó að við elskum Ísland og finnist allt
best hér heima er bara þvæla að halda að það sé skelfi-
legt að rífa barn úr sínu verndaða íslenska umhverfi
og planta því í stórborg þar sem það skilur ekki tungu-
málið og getur ekki labbað sjálft í skólann. Þvert á
móti held ég að börn, að minnsta kosti ef þau eru ekki
komin á unglingsárin, séu með meðfædda aðlögun-
arhæfni og víli það ekkert fyrir sér að byrja í nýjum
skóla í útlöndum eða læra nýtt tungu-
mál. Börn eiga nefnilega einstak-
lega auðvelt með að ná taki á nýrri
tungu og því fyrr sem þau byrja
að heyra önnur tungumál því betri
verða þau í tungumálum síðar á
ævinni. Mér finnst það stundum
beinlínis móðgandi bæði við
æsku mína og börn yfirleitt
þegar fólk býsnast yfir því
að það sé nú ekki hægt að
breyta til og flytja til útlanda fyrr
en börnin eru orðin fullorðin. Það
gleymir því að sú reynsla sem fylg-
ir því að búa í erlendri borg í nokk-
ur ár veitir manni víðsýni og góða
reynslu, nýtt tungumál í farteskið
og maður lærir að umgangast fólk
sem er ekki alveg eins og hver ein-
asti Íslendingur í hverfinu heima.
Hættum að láta svona kredduhugs-
un stöðva okkur í að bóka ferðalag-
ið í sumar eða ákveða að skreppa í
nám eða stökkva á spennandi vinnu
í útlöndum.
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is