Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 78
50 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Þ rír strákar eru inni á skrifstof- unni hjá Áslaugu Þóru Harðar- dóttur, þroskaþjálfa í Tækni- skólanum á Skólavörðuholtinu, þegar blaðamann ber að garði. Þeir Stefán Bragason og Jón Björgvin Jónsson taka undir kveðju blaða- manns en Jökull Sigurðsson gerir það ekki. Jökull er einhverfur sextán ára strákur sem var í Öskjuhlíðarskóla en hefur í vetur, ásamt þeim Eyjólfi Sigurðssyni og Óskari Harðarsyni, verið í námi í Tækniskólan- um. Strákarnir eru allir með dæmigerða ein- hverfu og ljóst var að þeir þyrftu sérhæft námsúrræði þegar að framhaldsskóla- aldri kom hjá þeim. Allir á framhaldsskóla- aldri eiga rétt á námi við hæfi samkvæmt íslenskum lögum. Áslaug Ásmundsdóttir þroskaþjálfi, sem vinnur með þeim Eyjólfi og Óskari, segir að námið hafi verið sniðið sérstaklega fyrir drengina af Tækniskólan- um og gengið mjög vel í vetur. Formlega til- heyra þeir Fjölmenningarskólanum, sem er ein deilda í Tækniskólanum. Nýtt fyrir alla „Þetta var fremur nýtt fyrir hið rótgróna skólasamfélag sem var hér áður í gamla Stýrimannskólanum að hafa nemendur með svona miklar sérþarfir hér í húsinu. Það tekur auðvitað tíma að venjast nýjum hlut- um,“ segir hún og undir þetta tekur Helga Þórey Júlíudóttir kennari sem vinnur með henni að menntun Eyjólfs og Óskars ásamt Báru Guðmundsdóttur myndmenntakenn- ara. Þeir dvelja í gamla Stýrimannaskól- anum frá morgnana til hádegis á hverjum degi, sinna þar sínu námi, sem eins og gefur að skilja er mjög sérhæft og einstaklings- miðað. Sama á að sjálfsögðu við námið hjá Jökli. Ólíkt hinum er hann í húsnæði gamla Iðn- skólans á Skólavörðuholtinu. „Það er svo frábært að skólasamfélagið hér hefur tekið okkur alveg opnum örmum,“ segir Áslaug Þóra Harðardóttir þroskaþjálfi sem hefur umsjón með menntun hans. Jökull er eins og þeir Eyjólfur og Óskar með dæmigerða einhverfu og þarf að útbúa námsefni fyrir hann. „Það var líka heilmikil þjálfun sem fólst í því að aðlaga hann að lífinu hér á degi hverjum, öllum nemendunum sem eru á ferðinni. Nemendurnir þurftu auðvitað líka að aðlagast Jökli sem tjáir sig ekki með orðum en gefur frá sér hljóð. Sú aðlögun hefur gengið mjög vel. Allir sem koma að menntun strákanna eru ótrúlega ánægðir með hvernig þeim Jökli, Eyjólfi og Óskari hefur verið tekið og ekki síður hversu vel þeim hefur verið treyst af yfirmönnum til að finna úrræði, þróa námsefni og tengja strákana við annað nám í skólanum. Vinna með öðrum nemendum Dæmi um það er verkefni Guðmundar Ara Arasonar sem nánar er fjallað um annars staðar hér á síðunni, en hann myndaði þá Óskar og Eyjólf og myndirnar voru hluti af útskriftarverkefni hans frá ljósmyndadeild skólans. Á þann hátt koma Eyjólfur og Óskar að samstarfi við aðra nemendur skólans. Skólavinaverkefnið er annað vel heppn- að verkefni sem tengir almenna nemendur skólans við þá einhverfu. Í haust var auglýst eftir tveimur strákum til að verja tíma með Jökli og þeir Stefán Bragason og Jón Björg- vin Jónsson svöruðu kallinu. Þeir hitta Jökul tvisvar á dag í fjörutíu mínútur í senn, fá fyrir það einingar og annar þeirra hefur að hluta til fengið samstarfið metið inn í lífs- leikninámskeið. Hvorugur þekkti nokkuð til einhverfu áður, en báðir eru sammála um að það hafi víkkað sjóndeildarhring þeirra mikið að hafa umgengist Jökul. Fara í vettvangsferðir Stefán, sem er í tækniteiknun, og Jón Björg- vin, sem er í vélstjóranámi, fara einnig í svokallaðar föstudagsferðir með Jökli, Áslaugu Þóru og Magnúsi Birni Ólafssyni stuðningsfulltrúa og stundum slæst Óskar reyndar með í þá för. „Við höfum farið til lögreglunnar, niður á Alþingi, til slökkvi- liðsins og Landhelgisgæslunnar svo dæmi séu tekin,“ segir Áslaug Þóra. Áhugi Jök- uls á farartækjum er mikill og eftir nokkr- ar heimsóknir til gæslunnar fékk hópurinn að fara í þyrluflug yfir höfuðborgarsvæðið, eftirminnileg reynsla fyrir alla sem í hópn- um voru. En nú er komið að íþróttatíma. Jökull hefur mikla hreyfiþörf og fer í íþróttir í hverjum degi. Þar skipta skólavinir miklu máli því með því að vera í leik með honum þá þjálfa þeir hæfileika hans til að vera í hópi. Fyrir utan íþróttatíma fer Jökull í ýmsa tíma í skólanum, í smíðar, dúklagningar og fleira. Vantar atvinnutækifæri „Það er það sem tekur við sem vekur áhyggj- ur, hvað bíður þegar skólagöngunni lýkur,“ segir Áslaug. Hún bendir á að mikil áskor- un felist í því að tengja saman framhalds- skólanám nemenda með miklar sérþarfir og vinnumarkaðinn. Eins og sakir standa vant- ar vinnustaði með atvinnutilboð fyrir starfs- fólk með fatlanir. „Það eru ýmsar hugmyndir á lofti, til dæmis hefur móðir Eyjólfs bent á að vinnu- staður þar sem pappír væri endurunninn gæti verið hentugur kostur, hönnuðir gætu svo komið að hugmyndavinnu með nýtingu pappírsins,“ segir Áslaug og dregur fram gjafapoka sem gerður er úr endurunnum pappír Eyjólfs, en hann hefur mikla ánægju af því að vinna með pappír og vatn. Það er jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk eins og hvern annan að hafa eitthvað fyrir stafni og hafa tilgang, segja þær Áslaug og Helga og vonast til þess að bragarbót verði gerð í þessum efnum á næstunni, það væri sann- arlega léttir ef þær vissu að strákanna biði möguleiki á starfi við hæfi að loknu námi. Undir þetta tekur Áslaug Þóra sem er full metnaðar fyrir hönd Jökuls, vonast til að honum standi til boða frekara nám eða starf með stuðningi að loknu náminu í Tækniskól- anum. Með það kveður blaðamaður áhugasama kennara og nemendur. Skólinn tók okkur opnum örmum Fá úrræði voru í boði fyrir þá Jökul Sigurðsson, Eyjólf Sigurðsson og Óskar Harðarson þegar kom að framhaldsskólanámi þeirra. Þeir eru allir mjög einhverfir og þurfa á mikilli aðstoð og sérhæfðu námsefni að halda. Þeir hófu svo nám í Tækniskólan- um og hefur starfið með þeim þar gengið mjög vel. Sigríður Björg Tómasdóttir leit í venjulega heimsókn til óvenjulegra pilta. HÓPEFLI Jökull, Stefán og Jón Björgvin í körfubolta sem þeir hafa stundað saman í vetur öllum til mikillar ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. „Ég tók myndir af þeim Eyjólfi og Óskari í skólastarfinu, afraksturinn eru myndir sem sýna hvernig ég sá þá og kannski hvernig aðrir sjá þá líka,“ segir Guðmundur Ari Arason sem síðustu áramót lauk ljósmyndanámi í Tækniskólanum. Lokaverkefni hans voru myndir af þeim Eyjólfi Sig- urðssyni og Óskari Harðarsyni sem stunda sitt nám í húsnæði gamla Stýrimannaskólans, þar sem ljósmyndadeild Tækniskólans er einnig til húsa. Guðmundur Ari segir það hafa verið áhugavert og fróðlegt að fylgja þeim Óskari og Eyjólfi eftir í nokkra daga. „Ég hefði getað verið í marga daga í viðbót en þurfti að skila inn verkefninu,“ segir Guðmundur Ari sem segir þá Eyjólf og Óskar vera mjög ólíka og því ólíkt að mynda þá. „Eyjólfur vill helst vera einn, hann hefur mjög gaman af pappír og að klippa niður pappír,“ segir Guðmundur Ari sem gerði einnig hálfgerð- an skúlptúr úr pappírshnullungum Eyjólfs, raðaði þeim upp og myndaði, þannig að segja má að þeir hafi unnið saman að því verki. „Óskar er miklu félagslyndari en Eyjólfur og hefur meira gaman af að vera á ferðinni,“ segir Guð- mundur Ari. Afrakstur lokaverkefnisins var svo tekinn saman í bók og skrifaði Guðmundur einnig texta í hana. „Þetta var mjög spennandi verkefni og vel unnið enda hlaut Guðmundur háa einkunn,“ segir Áslaug Ásmunds- dóttir þroskaþjálfi. „Hann þurfti að þreifa sig áfram og niðurstaðan var ferlega spennandi. Myndirnar sýna einlæga upplifun ófatlaðs drengs á þeim tveimur. Og svo er skemmtilegt að hann hélt áfram og gerði skúlptúrinn með Eyjólfi, sem eingöngu er unnin úr Frétta- blaðinu og einnig myndaði hann gjafapokana sem Eyjólfur gerir.“ ➜ EINLÆG UPPLIFUN ÓFATLAÐS NEMA HVAÐ TEKUR VIÐ? Það vantar sárlega atvinnutækifæri fyrir fólk með sérþarfir segja þeir sem til þekkja. Hér að ofan má sjá Óskar Harðarson og til vinstri Eyjólf Sig- urðsson við pappírsgerð sem hann hefur afar gaman af. Guðmundur Ari Arason tók myndirnar sem lokaverkefni í ljósmyndanámi í Tækniskólanum. MYNDIR/GUÐMDURARI ARASON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.