Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 51
5
SKATTADAGUR verður haldinn í Háskólanum
í Reykjavík í dag frá 9-18. Þá aðstoða laganemar
fólk við gerð skattframtala.
„Viðey er vin í borginni og afar
spennandi staður; bæði með til-
liti til náttúrunnar og sögunnar,
en ekki síst listaverkanna tveggja
sem þar eru á heimsmælikvarða,“
segir Heiðar Kári Rannversson
listfræðingur sem klukkan hálf-
þrjú í dag verður með leiðsögn
í Viðey þar sem Friðarsúla Yoko
Ono og listaverkið Áfangar eftir
Richard Serra verða skoðuð, en
lokaverkefni Heiðars Kára frá
Háskóla Íslands fjallar einmitt um
listaverkin tvö í Viðey.
„Verkin í Viðey hafa þá sérstöðu
að vera bæði mjög stór í sniðum
og vera unnin af listamönnum
sem báðir standa í fremstu röð á
sínu sviði. Það vita ekki allir að
Richard Serra, sem vann verk
sín í Viðey 1990, er einn af mestu
núlifandi listamönnum Bandaríkj-
anna og reyndar einn áhrifamesti
myndhöggvari samtímans. Því eru
undur og stórmerki að finna hér
listaverk eftir Serra, enda koma
útlendingar sérstaklega til lands-
ins að sjá Áfanga hans í Viðey.“
Heiðar Kári eyddi drjúgum tíma
í Viðey þegar hann skrifaði lokarit-
gerð sína og segist hafa þrammað
eftir eynni enda á milli. Hann
hefur sérstakt dálæti á Áföngum
Richards Serra sem standa á vest-
urhluta Viðeyjar og eru níu súlna-
pör úr stuðlabergi sem ramma inn
nærliggjandi kennileiti eða áfanga-
staði.
„Verkið er gífurlega kraftmikið
og einkar vel heppnað í alla staði.
Þetta er listaverk á heimsmæli-
kvarða og mun merkilegra en fólk
gerir sér grein fyrir. Yoko Ono
er líka afar merkileg persóna og
myndlistarmaður, en það er erfitt
að bera verkin saman því Friðar-
súlan er listaverk frá öðrum tíma
og afar ólíkt Áföngum,“ segir Heið-
ar Kári sem bíða mun gesta sinna
á hafnarbakkanum í Viðey, en Við-
eyjarferjan fer frá Skarfabakka í
Sundahöfn klukkan 14.15 (einn-
ig 13.15 og 15.15) og alltaf á hálfa
tímanum í land aftur, til 17.30.
„Við munum rölta saman um
eyna fallegu og spjalla um tilurð
listaverkanna, forsögu þeirra,
verkin sjálf, Viðey, listamennina
og listferil þeirra.“
Opið verður í Viðeyjarstofu þar
sem boðið er upp á úrval veitinga
og tilvalið að fá sér hressingu að
göngu lokinni. thordis@frettabladid.is
Heimsborgarar í Viðey
Í dag eru vorjafndægur, en þá er dagur jafn langur nóttu. Af því tilefni verður kveikt á friðarsúlu Yoko
Ono í Viðey, en líka boðin leiðsögn um verk heimslistafólksins Yoko Ono og Richards Serra í eynni fögru.
Heiðar Kári Rannversson listfræðingur mun leiða gesti Viðeyjar í merkilegan sann-
leika um listaverk Yoko Ono og Richards Serra í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Porsche 911 Sport Classic er all sér-
stakur bíll enda aðeins framleiddur í
250 eintökum. Bílabúð Benna tókst
að útvega sér einn slíkan sem verður
frumsýndur í dag í sýningarsal versl-
unarinnar á Vagnhöfða.
Bíllinn er sérsniðinn fyrir dygga aðdá-
endur Porsche þar sem endurvak-
in eru þekkt hönnunaratriði úr sögu
Porsche. Ekkert var til sparað í tækni-
þáttum en bíllinn er í grunninn hlað-
inn búnaði, svo sem keramikbrems-
um, „ducktail“-afturvæng, læstu aftur-
drifi, 19” svartmáluðum Fuchs-felgum
og leðurklæddri innréttingu.
Porsche 911 Sport Classic verður til
sýnis í Porsche-salnum Vagnhöfða 23,
frá klukkan 12 til 16 í dag.
Frumsýna Porsche
911 Sport Classic
BÍLABÚÐ BENNA FRUMSÝNIR Í DAG
BIFREIÐ SEM ER AÐEINS FRAMLEIDD Í
250 EINTÖKUM.
Einn af 250 framleiddum bílum.
Porsche 911 Sport Classic.
í beinu flugi
17.—22. ágúst
í beinu flugi 12.—24. júlí
Miðaldaborg frá 11. öld á frábæru verði 34.990 kr, flug og skattur.
Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco.
12 daga ferð á góðu verði — kastalar, hallir, falleg sveitahéruð
og miðaldaborgir. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur.
EISTLAND+ LETTLAND 2JA LANDA SÝN
Forn borg menningar og lista, ótrúlegt verð 32.990 kr, flug og
skattur. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið.
Flug, hótel, rúta til og frá flugvelli,
verð aðeins 63.900 kr.
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447