Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 51

Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 51
5 SKATTADAGUR verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag frá 9-18. Þá aðstoða laganemar fólk við gerð skattframtala. „Viðey er vin í borginni og afar spennandi staður; bæði með til- liti til náttúrunnar og sögunnar, en ekki síst listaverkanna tveggja sem þar eru á heimsmælikvarða,“ segir Heiðar Kári Rannversson listfræðingur sem klukkan hálf- þrjú í dag verður með leiðsögn í Viðey þar sem Friðarsúla Yoko Ono og listaverkið Áfangar eftir Richard Serra verða skoðuð, en lokaverkefni Heiðars Kára frá Háskóla Íslands fjallar einmitt um listaverkin tvö í Viðey. „Verkin í Viðey hafa þá sérstöðu að vera bæði mjög stór í sniðum og vera unnin af listamönnum sem báðir standa í fremstu röð á sínu sviði. Það vita ekki allir að Richard Serra, sem vann verk sín í Viðey 1990, er einn af mestu núlifandi listamönnum Bandaríkj- anna og reyndar einn áhrifamesti myndhöggvari samtímans. Því eru undur og stórmerki að finna hér listaverk eftir Serra, enda koma útlendingar sérstaklega til lands- ins að sjá Áfanga hans í Viðey.“ Heiðar Kári eyddi drjúgum tíma í Viðey þegar hann skrifaði lokarit- gerð sína og segist hafa þrammað eftir eynni enda á milli. Hann hefur sérstakt dálæti á Áföngum Richards Serra sem standa á vest- urhluta Viðeyjar og eru níu súlna- pör úr stuðlabergi sem ramma inn nærliggjandi kennileiti eða áfanga- staði. „Verkið er gífurlega kraftmikið og einkar vel heppnað í alla staði. Þetta er listaverk á heimsmæli- kvarða og mun merkilegra en fólk gerir sér grein fyrir. Yoko Ono er líka afar merkileg persóna og myndlistarmaður, en það er erfitt að bera verkin saman því Friðar- súlan er listaverk frá öðrum tíma og afar ólíkt Áföngum,“ segir Heið- ar Kári sem bíða mun gesta sinna á hafnarbakkanum í Viðey, en Við- eyjarferjan fer frá Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 14.15 (einn- ig 13.15 og 15.15) og alltaf á hálfa tímanum í land aftur, til 17.30. „Við munum rölta saman um eyna fallegu og spjalla um tilurð listaverkanna, forsögu þeirra, verkin sjálf, Viðey, listamennina og listferil þeirra.“ Opið verður í Viðeyjarstofu þar sem boðið er upp á úrval veitinga og tilvalið að fá sér hressingu að göngu lokinni. thordis@frettabladid.is Heimsborgarar í Viðey Í dag eru vorjafndægur, en þá er dagur jafn langur nóttu. Af því tilefni verður kveikt á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey, en líka boðin leiðsögn um verk heimslistafólksins Yoko Ono og Richards Serra í eynni fögru. Heiðar Kári Rannversson listfræðingur mun leiða gesti Viðeyjar í merkilegan sann- leika um listaverk Yoko Ono og Richards Serra í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Porsche 911 Sport Classic er all sér- stakur bíll enda aðeins framleiddur í 250 eintökum. Bílabúð Benna tókst að útvega sér einn slíkan sem verður frumsýndur í dag í sýningarsal versl- unarinnar á Vagnhöfða. Bíllinn er sérsniðinn fyrir dygga aðdá- endur Porsche þar sem endurvak- in eru þekkt hönnunaratriði úr sögu Porsche. Ekkert var til sparað í tækni- þáttum en bíllinn er í grunninn hlað- inn búnaði, svo sem keramikbrems- um, „ducktail“-afturvæng, læstu aftur- drifi, 19” svartmáluðum Fuchs-felgum og leðurklæddri innréttingu. Porsche 911 Sport Classic verður til sýnis í Porsche-salnum Vagnhöfða 23, frá klukkan 12 til 16 í dag. Frumsýna Porsche 911 Sport Classic BÍLABÚÐ BENNA FRUMSÝNIR Í DAG BIFREIÐ SEM ER AÐEINS FRAMLEIDD Í 250 EINTÖKUM. Einn af 250 framleiddum bílum. Porsche 911 Sport Classic. í beinu flugi 17.—22. ágúst í beinu flugi 12.—24. júlí Miðaldaborg frá 11. öld á frábæru verði 34.990 kr, flug og skattur. Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. 12 daga ferð á góðu verði — kastalar, hallir, falleg sveitahéruð og miðaldaborgir. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur. EISTLAND+ LETTLAND 2JA LANDA SÝN Forn borg menningar og lista, ótrúlegt verð 32.990 kr, flug og skattur. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Flug, hótel, rúta til og frá flugvelli, verð aðeins 63.900 kr. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.