Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 48
 20. mars 2010 2 „Vatnajökull er búinn að vera uppáhaldið mitt í yfir 20 ár. Svæð- ið kringum hann er eitthvert flott- asta svæði landsins,“ segir lista- maðurinn Ragnar Th. og kveðst búinn að keyra umhverfis jökul- inn og yfir hann, þvers og kruss í áraraðir. „Það hefur alltaf gengið vel og ég hef ekki lent í neinu tjóni nema einni rifinni felgu. Þannig að jökullinn hefur verið mér góður viðskiptis.“ Síðast kveðst hann hafa farið í jöklaferð í fyrravor. „Þá keyrði ég í upp úr Jökulheim- um í Skaftárkatla að mynda Veð- urstofumenn við mælingar. Við gistum í Grímsvötnum, einum af örfáum skálum á jöklinum.“ En hvað kom Ragnari til að setja upp sýningu við Jökulsárlón? „Það er vetrarhátíð núna fyrir austan og ég mynda fyrir Ríki Vatnajökuls sem eru samtök í menningar, ferða- og matartengdri þjónustu í sveitarfélaginu Horna- firði. Mig langaði að gera eitthvað sérstakt þar sem jökullinn væri aðal viðfangsefnið. Þá duttu mér í hug stöplarnir sem Reykjavík- urborg á og hafa staðið niður á Austurvelli með myndum á. Kask flutti þá ókeypis fyrir okkur aust- ur og Jón Kjartansson í fyrirtæk- inu Rósabergi mætti með græjur til að taka þá af bílnum og stilla upp. Vinir Vatnajökuls sem eru hollvinasamtök jökulsins, styrktu líka tiltækið. Það var vitlaust veður meðan við vorum að setja upp myndirnar og við áttum fullt í fangi með að ljúka því stórslysalaust en útkom- an hefur vakið athygli. Hver ein- asti maður sem kemur að lóninu labbar niður á bakkann, skoðar myndirnar og lætur taka mynd af sér hjá myndunum.“ Ragnar segir sýninguna opna fram yfir páska við lónið og þá verði hún flutt annað innan hér- aðsins auk þess sem útlendingar séu hrifnir. „Það kom beiðni í gær um að setja hana upp í London og New York Times er að setja hana á vefinn hjá sér.“ gun@frettabladid.is Jökullinn hefur verið mér góður viðskiptis Fjölbreytt og heillandi form hins forgengilega Vatnajökuls er aðalefni sýningar sem ljósmyndarinn Ragn- ar Th. hefur sett upp á eystri bakka Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og tónar vel við umhverfið. Falast hefur verið eftir sýningunni í London og stórblaðið New York Times er búið að setja hana á sinn vef. Ragnar Th ánægður enda óveðrið gengið niður og myndirnar komnar upp. MYND/RAX KONUR OG EYÐNI Í AFRÍKU er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður í miðstöð Sameinuðu þjóðanna Laugavegi 42 í dag klukkan 13. Fararstjórar eru tveir, þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferða- félagsins og Bragi Hannibalsson sem mun stýra skíðagöngunum um fjöllin í nágrenni Hesteyrar. Bragi er þaulvanur skíðagarpur ættaður frá Hanhóli í Bolungar- vík og nánast á heimavelli á þess- um slóðum. Nánar má fræðast um ferð þessa á heimasíðu FÍ en í stórum dráttum er skipulagið þannig að siglt er frá Ísafirði til Hesteyrar á skírdag. Þar verður dvalið í gamla Læknisbústaðnum yfir páskana og reynt að fara í langar skíðaferðir dag hvern á nálæg fjöll eftir því sem veður og færð leyfa. Annan í páskum er hópurinn sóttur að Hesteyri í tæka tíð fyrir kvöldflug til Reykjavíkur. „Þetta er algerlega frábær upp- lifun meðal refa og hárra fjalla. Hvort sem snjór nær niður í fjöru eða miðjar hlíðar verður hverjum degi varið í gönguferðir á fæti eða á skíðum,“ sagði Sigrún Valbergs- dóttir fararstjóri. „Stemningin í gamla Læknishús- inu er einstök og notaleg og vinn- ur hópurinn saman að matargerð, situr saman við mat og drykk og svo er söngur og sagnamennska á kvöldin.“ Allur matur til ferðarinnar er keyptur inn sameiginlega en er ekki innifalinn í verði. Hesteyri er einstakt eyðiþorp. Þar voru íbúarnir eitt sinn taldir í tugum ef ekki hundruðum þegar stóriðja í formi hvalskurðar og síldarsöltunar var rekin á Stekk- eyri rétt innan við þorpið. Seint á árinu 1952 voru aðeins 30 eftir. Þá var skotið á íbúafundi og tekin sameiginleg ákvörðun um að flytja brott og hefja nýtt líf á nýjum stöð- um. Í nóvember það ár gekk síðasti íbúinn út úr húsi sínu. Skíðamenn víða um land eru hnípnir og vondaufir um þessar mundir vegna snjóleysis en rann- sóknir sýna að nægur snjór er norður í Jökulfjörðum og þangað hægt að sækja um páska þá unaðs- legu upplifun sem aðeins fæst með skíðagöngu um fjöll og firnindi stórbrotinnar náttúru í hópi glaðra ferðafélaga. Látið ekki happ úr hendi sleppa og bókið far meðan enn eru laus sæti. Síminn á skrifstofu FÍ er 568- 2533. Ævintýri á gönguskíðum Um páskana efnir Ferðafélag Íslands til skíðaferðar að Hesteyri í Jökulfjörðum. Þessi ferð hefur verið á dagskrá undanfarna vetur og bregst ekki að þátttakendur koma með stjörnur í augum heim á ný. Kvöldvökustemning í gamla Læknisbú- staðnum á Hesteyri í páskaskíðaferð. Horft yfir Hesteyri og Jökulfirði í vetrar- búningi. Skíðagöngugarpar á Hesteyri um síðustu páska halda til fjalla í sólskininu. Á morgun, sunnudaginn 21. mars, efna Ferðafélag Íslands og sæl- gætisgerðin Góa til sérstakrar páskaeggjagöngu á Móskarðs- hnúka. Gangan hefst kl. 10.00 á sunnudagsmorgun og allir þátt- takendur fá að lokinni göngu páskaegg eða ámóta gómsætan glaðning frá Góu. Gangan hefst við Skarðsá undir Móskarðshnúkum. Til að kom- ast þangað er best að beygja til vinstri rétt ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal og aka eftir afleggj- ara sem er merktur Hrafnhólar. Við túngarðinn á Hrafnhólum er beygt niður með ánni og stefnt inn dalinn að sumarbústöðum og þarf að opna hlið á leiðinni. Vegurinn endar á bílastæði við göngubrú yfir Skarðsá og þar hefst gangan kl. 10.00. Þórður Marelsson verður far- arstjóri og leiðir hópinn upp á Móskarðshnúka, hæsti tindurinn þar nær 820 metra hæð. Gangan ætti því að taka 2-3 tíma og verð- ur sérlega gott að fá súkkulaði að launum eftir frískandi fjall- göngu. Gangan er ókeypis og öllum heimil þátttaka sem treysta sér til að ganga á fjall af þessari hæð en nokkuð brattar brekkur verða á vegi göngumanna. Veðurspá fyrir sunnudaginn er þokkaleg; virðist ætla að verða þurrt veður í hægri austanátt. Páskaeggjaganga Ferða- félags Íslands og Góu Skálar Ferðafélags Íslands í Land- mannalaugum og Langadal í Þórs- mörk verða opnir um páskana og verður gæsla á staðnum. Í Langa- dal verður Helga Garðarsdóttir skálavörður og í Landmannalaug- um verður Broddi Hilmarsson við skálavörslu. Í vetur hefur verið gæsla á þess- um tveimur stöðum eftir þörfum en stefnt er að því að skálavörður verði á báðum stöðum í aprílmán- uði. Talsvert er af ferðamönnum og Broddi Hilmarsson skálavörður segir að nokkrir hópar séu þegar bókaðir í skálana yfir páskana. Rétt er að benda á að færi inn í Laugar hefur ekki verið upp á það besta vegna snjóleysis og hlýinda. Frekar lítill snjór er á leiðinni og krapi allmikill en aurbleyta þegar krapanum sleppir. Haldist veður líkt og verið hefur má búast við að færið versni enn frekar en batni að sama skapi snúist tíð til meiri kulda en sæmilegt frost í nokkra daga myndi bæta það verulega. Færð á leiðinni í Þórsmörk hefur verið líkt og á sumardegi en veg- urinn inneftir er blautur og sein- farinn eftir veturinn. Engir ísar eru á vötnum í Þórsmörk og í góðu veðri má því búast við hindrunar- lausri för þangað inn eftir. Skálavarsla í Þórsmörk og Landmannalaugum Horft út eftir Þórsmörk af Stangarhálsi. Valahnúkur fyrir miðri mynd. MYND/PÁÁ Hópur á vegum Ferðafélags Íslands á Móskarðshnúkum. Þessir garpar fengu ekk- ert páskaegg en það fá allir sem mæta í páskaeggjagöngu Góu og Ferðafélagsins á sunnudag. Kynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.