Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 74
Hjálparstarf kirkjunnar10 Árið 2009 hófst, eins og venjulega, með háværum sprengingum, álfabrennum og tilfinningaríkum faðmlögum fjölskyldunnar. Flestir átu yfir sig af góðgæti og héldu síðan á skrall og fyrir öllum markaði nýtt ár nýja von og loforð um betri tíma. Að minnsta kosti hérna megin á hnettinum. Við hjá Breytöndum sáum fram á annasamt ár enda af nægri ósanngirni að taka. Trumbusláttur sanngjarnra viðskipta Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta (Fairtrade) er haldinn hátíðlegur annan laugardaginn í maí ár hvert. Í ár komu tug- þúsundir manna um allan heim saman í sínu landi og börðu trumbur til að vekja athygli á mikilvægi sanngjarnra viðskipta. Breytendur stóðu fyrir trumbuhring á Austurvelli og báru skilaboðin áfram af krafti. Fjaðrafok Fjaðrafok var einskonar vormót Breytanda þar sem gamlir og nýir meðlimir voru hristir saman með ýmsum aðferðum, s.s. látbragðs- leik, útiveru, spilum, sprelli, vökunóttum og síðast en ekki síst; hugmyndavinnu fyrir spánýja herferð. Helstu málefnin sem Breytendur leggja áherslu á eru óréttmætar skuldir, sanngjörn viðskipti, HIV og alnæmi, hlýnun jarðar og friður. Ákveðið var að gera hlýnun jarðar að viðfangsefni ársins í ljósi þess að stefnt er að því að Kyoto-bókunin verði endurnýjuð í Kaupmannahöfn nú í desember og vegna þeirra milljóna manna sem nú eru á flótta vegna hlýnunar jarðar. Þá fóru heilasellurnar í gang til að finna upp jákvæðar og skemmtilegar aðferðir til að leggja þessu málefni lið, enda þykir okkur betra að fá fólk til liðs við okkur heldur en að króa það af úti í horni. Herferðin fékk yfirskriftina „Hlýnun jarðar er mannréttindamál“ og höfðum við nóg að gera í sumar og haust við að koma þessu málefni á framfæri. Bangladesh á Austurvelli Besta fjárfesting Breytanda á síðasta ári var, ótrúlegt en satt, skrautleg barnasundlaug. Í hana settum við borð, stóla, lampa og fleira heimilislegt og auðvitað vatn, enda vatnsflaumur orðinn hluti af venjulegu heimilishaldi sumstaðar í Bangladesh og víðar. Þar hefur fólk neyðst til að flýja heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs af völdum hlýnunar jarðar. Við sátum klukkutímum saman í köldu vatninu, á Austur- velli um mitt sumar, á Menningar- nótt við Tjörnina og á aðalfundi Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaldar tásur voru vel árangursins virði en þeir sem ekki voru í lauginni spjölluðu við vegfarendur og söfnuðu undirskriftum á tóm íspinnaprik – sem tákna ísinn sem er að bráðna. Á köldum októberdegi mátti sjá Breytendur í gervi flóttamanna á Laugaveginum með búslóðina í hjólbörum í leit að samastað. Flóttamenn vegna hlýnunar jarðar hafa engin skilgreind réttindi hér á landi né annars staðar svo ekki var um marga staði að velja. Vegfarendur höfðu samúð með flóttamönnunum og safnaðist ágætis fjöldi af undirskriftum þennan dag. Í lok herferðarinnar höfðu safnast um 800 undirskriftir. Með límbyssu, verkfræðiviti, þolinmæði, þraut- seigju og andlegum stuðningi tókst eljusamri Breytönd að byggja skúlptúr úr þessum hundruðum íspinnaprika og árangurinn varð tæplega eins og hálfs metra hár hvirfilbylur. Fundur með umhverfisráðherra Við þurftum að treysta á fjöl- skylduna til að koma hvirfilbylnum á áfangastað, enda rúmaðist hann ekki í venjulegri fjölskyldubifreið. Við notuðum Norræna loftslags- daginn sem tilefni fyrir afhendingu undirskriftanna sem afhentar voru umhverfisráðherra. Fríður flokkur fólks mætti í umhverfisráðuneytið þar sem skúlptúrinn var afhjúpaður og kröfurnar lesnar upp. Hvirfilbylurinn prýðir nú skrifstofu umhverfisráðherra sem góð áminning um þá ábyrgð sem Íslendingar bera í loftslagsmálum. Breytendur á loftslagsráðstefnu Tveir fulltrúar Breytanda fóru til Kaupmannahafnar í desember 2009 í tengslum við loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og tóku þátt í friðsamlegum aðgerðum systur hreyfinga á Norðurlöndum til að vekja athygli á slæmri stöðu þróunarríkjanna vegna hlýnunar jarðar og kom þá barnasundlaugin góða enn að góðum notum. Sanngjörn viðskipti viðfangsefni 2010 Fyrsti aðalfundur Breytanda var haldinn 23. janúar í safnaðar- heimili Grensáskirkju þar sem sjö manna stjórn var kosin. Á fundinum var ákveðið að sanngjörn viðskipti (Fair trade) yrðu áherslumálefni þessa árs. Aldrei að vita hverju við finnum upp á því samhengi! Hvað er Changemaker? - Changemaker, eða Breytendur, er hreyfing ungs fólks sem berst fyrir sanngjarnari heimi með jákvæðum aðferðum - Hreyfingin er grasrótarhreyfing sem á upptök sín í Noregi en hefur nú breiðst um öll Norðurlöndin og víðar - Breytendur stunda ekki mótmæli heldur beita skapandi hugsun og sjónrænum aðgerðum til að vekja athygli á málstað fátækra ríkja - Breytendur vilja opna augu ungs fólks fyrir þeim tækifærum sem við höfum til að hafa áhrif! Vilt þú breyta heiminum? Breytendur bjóða alla velkomna, óháð trú, stjórnmálaskoðunum og þjóðerni. Ef þú vilt gera heiminn að sanngjarnari stað og taka þátt í skemmtilegu starfi um leið, getur þú: - Sent okkur tölvupóst á netfangið changemaker@changemaker.is - Hringt í okkur í síma 663-9939 (Þorsteinn), 865-0272 (Lilja) eða 690-9093 (Árni) Fundið okkur á www.facebook.com/breytendur og www.changemaker.is Mundu að það er fólk sem stjórnar heiminum og þess vegna er það fólk sem getur breytt honum! 2009 afdrifaríkt ár hjá Breytöndum Kröfur til stjórnvalda Í ljósi ábyrgðar Íslendinga á útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun jarðar krefjumst við þess: - Að stjórnvöld skilgreini stöðu flóttamanna undan hlýnun jarðar og viðbrögð Íslands við þeim sem kunna að leita sér hælis hér vegna hennar. - Að Íslendingar taki sér stöðu meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn í desember 2009. Flóttamenn vegna hlýnunar jarðar Hlýnun jarðar hefur í för með sér uppskerubrest, útbreiðslu eyðimarka, bráðnun jökla, hækkun sjávarmáls, flóð, fellibylji, öfgar í veðurfari og fleira sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín. Samkvæmt Rauða krossinum eru nú fleiri á flótta undan hlýnun jarðar en stríðsátökum. Samkvæmt Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru flóttamenn vegna hlýnunar jarðar um 24 milljónir í dag en áætlað er að þeir verði 50 milljónir í lok árs 2010. Flóttamenn vegna hlýnunar jarðar hafa engin skilgreind réttindi eins og aðrir flóttamenn. Íbúar eyjunnar Tuvalu hafa nú þegar gert samning við Nýja-Sjáland um móttöku flóttamanna vegna hækkandi sjávarmáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.