Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 67
FERÐALÖG 5
GLÆSILEG HEIMASÍÐA FYRIR ÞÝSKALANDSFARA
Þýska ferðamálaráðið er með mjög aðgengilega og
efnismikla heimasíðu, sem meðal annars má lesa á
íslensku, um Þýskaland og allt er viðkemur
ferðalögum þangað. Þar er að finna frá-
bæra lista yfir allt frá dýragörðum, tónlist-
arviðburðum, reiðhjólaleigum, bílaleigum og
yfir í hvar gott er að versla og finna fallegar gönguleið-
ir. Slóðin er www.tyskalandsferdir.travel og hægt er að eyða drjúgum hluta úr
degi í að skoða og skipuleggja komandi frí hvar sem er í Þýskalandi.
listamanna úr vestrinu. Þarna hafi
skyndilega mátt finna fjölda tómra
íbúðarblokka og vöruskemma sem
gerði borgina einstaklega álit-
lega til að hýsa listir og skapara
þeirra. Við þessar aðstæður gat
listin vaxið og dafnað hömlulaust,
sem hún gerði vissulega eins og við
höfum séð. Á síðustu árum hefur þó
átt sér stað stöðnun í Berlín, sagði
barþjónninn og horfði á mig alvöru-
gefinn. Nú væri búið að fylla allar
blokkir og skemmur og það aðdrátt-
arafl sem borgin hafði eitt sinn á
ungt og framsækið listafólk hafi
minnkað. Hann meira að segja
gekk svo langt að segja að Berlín
væri orðin „mainstream“ og var
honum orðið töluvert heitt í hamsi.
Ég kvaddi barþjóninn og þakkaði
honum fyrir fróðleikinn.
Þegar gengið er um götur
Leipzig má sjá fjölda tómlegra
austantjalds-blokka sem minna
óneitanlega á þær aðstæður sem
voru í austurhluta Berlín skömmu
eftir fall múrsins og urðu grund-
völlur fyrir þeirri kraftmiklu
listasenu sem sprakk þar út. Til-
hneigingin hefur iðulega verið
sú að efnalitlir listamenn flykkj-
ast þangað sem ódýrt er að búa
og mætti nefna hverfi eins og
Soho á Manhattan, Williamsburg
í Brooklyn og East End í Lond-
on sem dæmi þar sem slík þróun
hefur átt sér stað. Himinhátt fast-
eignaverð í þessum hverfum sýnir
jafnframt, svo ekki sé um villst, þá
gríðarlegu verðmætasköpun sem
öflug listasena getur af sér. Það er
eftirsóknarvert að búa í umhverfi
þar sem listir og menning dafna.
List og verðmætasköpun
Talandi um fátæka listamenn og
verðmætasköpun þeirra þá vil
ég minnast á styttu nokkra í mið-
borg Leipzig sem sýnir einhvern
þekktasta tónlistarmann í heimi
með tóma jakkavasana útdregna
til marks um fátækt hans. Stytt-
an er af engum öðrum en tón-
skáldinu Johanni Sebastian Bach
sem minnst var á hér að framan
sem eitt helsta afkvæmi Leipzig
ásamt Till Lindeman. Þessi merki-
lega stytta stendur fyrir framan
kirkju heilags Tómasar en undir
henni hvílir einmitt tónskáld-
ið fræga. Það er vissulega mikill
sannleikur fólginn í myndmálinu
og er styttan á vissan hátt lýsandi
fyrir hið eilífa hark listamannsins
sem aldrei fær aur, alla vega ekki
á meðan hann lifir. Honum Bach
hefði eflaust ekki veitt af smá
listamannalaunum. Ég er ekki viss
með Lindeman.
Eftir samtal mitt við barþjón-
inn og göngutúr um borgina þá
sannfærðist ég um að Leipzig sé
hin nýja Berlín. Blómleg lista-
senan hér á aðeins eftir að eflast
og stækka þangað til allar tómu
blokkirnar og skemmurnar eru
farnar að sprengja utan af sér,
yfirfullar af „kúltúr“. Þá mun
sömuleiðis fasteignaverðið rjúka
upp í hæstu hæðir og á endanum
verður Leipzig dýrari og eftirsótt-
ari staður til að búa á en East End í
London eða Soho og Williamsburg
í New York. Þá verður alla vega
stærsta lestarstöð í Evrópu vel til
þess búin að taka á móti fjöldan-
um. Í Leipzig er nefnilega allt að
gerast.
Þormóður Dagsson er blaða-
maður og tónlistarmaður.
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll
EX
PO
·
w
w
w
.e
xp
o
.is
www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti
Bókaðu núna á www.re.is Bókaðu núna í síma 580 5450
BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is