Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 67
FERÐALÖG 5 GLÆSILEG HEIMASÍÐA FYRIR ÞÝSKALANDSFARA Þýska ferðamálaráðið er með mjög aðgengilega og efnismikla heimasíðu, sem meðal annars má lesa á íslensku, um Þýskaland og allt er viðkemur ferðalögum þangað. Þar er að finna frá- bæra lista yfir allt frá dýragörðum, tónlist- arviðburðum, reiðhjólaleigum, bílaleigum og yfir í hvar gott er að versla og finna fallegar gönguleið- ir. Slóðin er www.tyskalandsferdir.travel og hægt er að eyða drjúgum hluta úr degi í að skoða og skipuleggja komandi frí hvar sem er í Þýskalandi. listamanna úr vestrinu. Þarna hafi skyndilega mátt finna fjölda tómra íbúðarblokka og vöruskemma sem gerði borgina einstaklega álit- lega til að hýsa listir og skapara þeirra. Við þessar aðstæður gat listin vaxið og dafnað hömlulaust, sem hún gerði vissulega eins og við höfum séð. Á síðustu árum hefur þó átt sér stað stöðnun í Berlín, sagði barþjónninn og horfði á mig alvöru- gefinn. Nú væri búið að fylla allar blokkir og skemmur og það aðdrátt- arafl sem borgin hafði eitt sinn á ungt og framsækið listafólk hafi minnkað. Hann meira að segja gekk svo langt að segja að Berlín væri orðin „mainstream“ og var honum orðið töluvert heitt í hamsi. Ég kvaddi barþjóninn og þakkaði honum fyrir fróðleikinn. Þegar gengið er um götur Leipzig má sjá fjölda tómlegra austantjalds-blokka sem minna óneitanlega á þær aðstæður sem voru í austurhluta Berlín skömmu eftir fall múrsins og urðu grund- völlur fyrir þeirri kraftmiklu listasenu sem sprakk þar út. Til- hneigingin hefur iðulega verið sú að efnalitlir listamenn flykkj- ast þangað sem ódýrt er að búa og mætti nefna hverfi eins og Soho á Manhattan, Williamsburg í Brooklyn og East End í Lond- on sem dæmi þar sem slík þróun hefur átt sér stað. Himinhátt fast- eignaverð í þessum hverfum sýnir jafnframt, svo ekki sé um villst, þá gríðarlegu verðmætasköpun sem öflug listasena getur af sér. Það er eftirsóknarvert að búa í umhverfi þar sem listir og menning dafna. List og verðmætasköpun Talandi um fátæka listamenn og verðmætasköpun þeirra þá vil ég minnast á styttu nokkra í mið- borg Leipzig sem sýnir einhvern þekktasta tónlistarmann í heimi með tóma jakkavasana útdregna til marks um fátækt hans. Stytt- an er af engum öðrum en tón- skáldinu Johanni Sebastian Bach sem minnst var á hér að framan sem eitt helsta afkvæmi Leipzig ásamt Till Lindeman. Þessi merki- lega stytta stendur fyrir framan kirkju heilags Tómasar en undir henni hvílir einmitt tónskáld- ið fræga. Það er vissulega mikill sannleikur fólginn í myndmálinu og er styttan á vissan hátt lýsandi fyrir hið eilífa hark listamannsins sem aldrei fær aur, alla vega ekki á meðan hann lifir. Honum Bach hefði eflaust ekki veitt af smá listamannalaunum. Ég er ekki viss með Lindeman. Eftir samtal mitt við barþjón- inn og göngutúr um borgina þá sannfærðist ég um að Leipzig sé hin nýja Berlín. Blómleg lista- senan hér á aðeins eftir að eflast og stækka þangað til allar tómu blokkirnar og skemmurnar eru farnar að sprengja utan af sér, yfirfullar af „kúltúr“. Þá mun sömuleiðis fasteignaverðið rjúka upp í hæstu hæðir og á endanum verður Leipzig dýrari og eftirsótt- ari staður til að búa á en East End í London eða Soho og Williamsburg í New York. Þá verður alla vega stærsta lestarstöð í Evrópu vel til þess búin að taka á móti fjöldan- um. Í Leipzig er nefnilega allt að gerast. Þormóður Dagsson er blaða- maður og tónlistarmaður. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll EX PO · w w w .e xp o .is www.flugrutan.is Alltaf laus sæti Bókaðu núna á www.re.is Bókaðu núna í síma 580 5450 BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.