Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 36
36 20. mars 2010 LAUGARDAGUR er félagið svo með þjónustusamning við ríkið um að starfrækja slysavarnaskóla sjómanna. Kristinn segir jafnframt ljóst að menn hlaupi ekkert í það að taka þátt í útköll- um. Þannig sæki 2.000 til 2.500 nemend- ur Björgunarskólann á ári hverju, en hann sé í raun forsenda þess að hægt sé að halda hér úti björgunarsveitum. „Þetta er farandskóli sem fer um land- ið og kennir björgunarsveitarmönnum það sem til þarf. Í raun þarf tveggja ára þjálfun áður en menn eru útkallshæfir,“ segir Kristinn og bætir við að félagið sé núna í átaki til þess að efla mennt- un björgunarsveitarmanna. „Við erum að prófa fjarkennslukerfi þar sem við náum betur til björgunarsveitarmanna á landsbyggðinni, en það getur bæði verið dýrt og flókið fyrir þá að komast frá. Þarna er kannski um að ræða bændur og sjómenn sem komast ekki frá á nám- skeiðstímum og hentar betur að stýra sínu námi sjálfir.“ Klukkustundarútkall þýðir tíu tíma söfnun Á útkallsskrá Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru um 3.000 manns um land allt, að sögn Kristins, en í heild- ina eru 18.000 manns í félaginu öllu. „Það er því meira en að segja það að fjármagna þetta batterí allt saman,“ segir Kristinn, en þumalputtaregla sem haldið hefur verið á lofti í félag- inu er að fyrir hverja klukkustund í útkalli liggi að baki tíu klukkustund- ir í fjáröflun og þjálfun. „Langmestur tími fer hjá okkur í að þjálfa fólk og afla fjár til rekstursins. Menn þekkja okkur í gegnum flugeldasöluna, en síðan eru menn með ýmis fræðslu- verkefni, safna flöskum og þar fram eftir götunum. Á haustin seljum við svo neyðarkallinn,“ segir Kristinn, en söluna á honum segir hann hafa auk- ist mjög. „Og í öllum þessum söfnunum finnum við fyrir gríðarlegum velvilja almennings.“ Að auki nýtur félagsins margvíslegs stuðnings hins opinbera. „Bæði er það mjög mikilvægur peningalegur stuðn- ingur sem til dæmis borgar trygging- arnar okkar og hjálpar okkur að reka þessi björgunarskip í kringum landið. Síðan fáum við niðurfellingar á gjöld- um af okkar tækjum, bílum og björg- unarbúnaði, sem er okkur mjög mikil- vægt, auk þess sem við fáum að nota litaða olíu. Ríkið stendur vel við bakið á okkur á þessum sviðum.“ Kristinn segir ljóst að stígandi sé í verkefnum félagsins. „Til dæmis er hálendisverkefnið, sem er nýtt, en við erum á fjórum stöðum á hálend- inu yfir sumartímann. Þar varð mikil sprenging í fjölda verkefna í fyrra- sumar. Kannski er það mest af því hvað Íslendingar eru duglegri að ferð- ast en áður, en einnig hefur erlendum ferðamönnum sem sækja hálendið heim fjölgað.“ Enn betur á að standa að verkefninu á þessu ári, en meðal Lendi menn í vandamál- um uppi á Vatnajökli og gefast upp, þá treysta þeir á að við för- um að sækja þá. Það gengur ekki að segja bara „sorrý Stína“ við útlensku ferðamenn- ina sem á þetta treysta. E f markaðssetja á nátt- úru Íslands sem viðkomu- stað ferðamanna verður að liggja fyrir að öryggis- málum sé vel sinnt,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir að í fyrra hafi orðið sprenging í fjölda ferðamanna á hálendinu og segir ráð fyrir því gert að enn fjölgi í ár. Sérstakur viðbúnaður er vegna þessa og aukinn kraftur í hálend- isverkefni Slysavarnafélagsins. Verkefnin sem Slysavarnafélag- ið Landsbjörg sinnir eru hins vegar mun fleiri en að tryggja öryggi þeirra sem hér ferðast um fjöll og firnindi og umfangið meira en margan kynni að gruna. Fólk þekkir helst björgunarsveitirnar „Við erum með þrjár megindeildir, en þar þekkir fólk kannski helst björgun- arsveitirnar. Síðan erum við með slysa- varnadeildir sem sérhæfa sig í verkefn- um tengdum slysavörnum víða um land. Þar má nefna verkefni þar sem hvatt er til notkunar öryggistækja fyrir börn í bílum, til notkunar hjálma fyrir reið- hjólafólk og skíðamenn og svo verkefni þar sem heimili aldraðra hafa verið heimsótt og þau gerð öruggari. Svo erum við með unglingadeildirnar, fyrir 12 til 16 ára, á 50 stöðum á landinu. Þar kennum við þeim ýmislegt sem tengist okkar störfum og búum þau undir að geta starfað fyrir björgunarsveitirnar síðar,“ segir Kristinn. Sérstaða Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, í samanburði við aðrar björgun- arsveitir víða um heim, segir Kristinn felast í að hér sinni ein sveit allri leit og björgun, bæði á hafinu og í landi. „Og allt sjálfboðaliðar,“ bætir hann við. Þess utan sinna sveitir félagsins einn- ig fjölbreyttum verkefnum í þéttbýli. „Allt frá því að aðstoða þegar veður verður brjálað og í að aðstoða þar sem eru stórar samkomur, svo sem varðandi sjúkraþjónustu og annað slíkt.“ Er þá ótalið hlutverk björgunarsveita þegar gerir óveður og ófærð, en Krist- inn segir margar sveitir félagsins úti á landi leika lykilhlutverk í að bjarga fólki til byggða. „Og svo er náttúrlega hálendið, en þangað sækja margir, jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn. Við leikum þar stórt hlutverk því Ísland er markaðs- sett sem ferðamannaland allt árið um kring og því fylgir ábyrgð. Lendi menn í vandamálum uppi á Vatnajökli og gef- ast upp, þá treysta þeir á að við förum að sækja þá. Það gengur ekki að segja bara „sorrý Stína“ við útlensku ferða- mennina sem á þetta treysta.“ Björgunarskólinn er forsenda björgunarstarfsins Þá eru verkefni félagsins ekki fyrirferð- arminni þegar kemur að sjófarendum. „Frá stofnun þessa félags fyrir meira en 80 árum síðan, eða þegar Slysavarnafé- lag Íslands var stofnað, hafa sjómenn þessa lands treyst á björgunarstarf okkar, eins og það hefur þróast, fyrst með einhleypu línubyssunni og svo nú með björgunarskipum okkar.“ Slysa- varnafélagið Landsbjörg heldur úti 14 björgunarskipum á vakt allan sólar- hringinn allt árið um kring. „Þannig að verkefnin eru allt frá því að vera lítil upp í að vera gríðarlega umfangsmik- il og flókin.“ Björgunarverkefni félagsins á landi segir Kristinn að séu unnin í samvinnu við lögregluna og á hennar ábyrgð. Verkefni á hafinu séu svo unnin í sam- vinnu við vaktstöð siglinga og Landhelg- isgæsluna. „Við höfum unnið með þess- um aðilum gríðarlega lengi og átt við þá farsælt og gott samstarf. Svo tengjumst við óbeint öðrum, svo sem Rauða kross- inum og heilbrigðiskerfinu öllu.“ Að auki ÚTKALL Í HEIÐMÖRK Verkefni björgunarsveita eru mjög fjölbreytt. Hér má sjá björgunarsveitarfólk að störfum í Heiðmörk þar sem kona féll ofan í fimm til sex metra djúpa sprungu. Af öðrum verkefnum í mars má nefna aðstoð við bíla sem fastir voru í ófærð á Gjábakkavegi og leit að manni sem hvarf af dvalarheimili í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erlendir ferðamenn verða að vita að landið sé öruggt Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur að því að koma upp fjarkennslukerfi til að ná betur til björgunarsveitarfólks á landsbyggðinni. Átján þúsund sjálfboðaliðar eru skráðir í félagið, en á útkallsskrá eru þrjú þúsund manns. Fjórtán björgunarskip eru á vakt allan sólarhringinn allt árið um kring. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, fræddi Óla Kristján Ármannsson um starfsemina. Slysavarnafélagið Landsbjörg hlaut fyrr í þessum mánuði samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Sigurgeir Guðmundsson, formaður félagsins, tók við verðlaunun- um úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, við athöfn er fram fór í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Samfélagsverðlaunin nema einni millj- ón króna og sagði Sigurgeir verðlauna- féð koma sér vel, nú þegar verið væri að byggja að nýju upp búnað Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar.Sveitin skildi eftir mikinn búnað á Haítí þegar hjálparstarfi þar lauk í janúar. Hlutu samfélagsverðlaun Fréttablaðsins VERÐLAUNAHÓPURINN Frá veitingu samfélagsverðlaunanna fyrr í þessum mánuði. Standandi fyrir miðju, með stærstu ávísunina, eru Sigurgeir Guð- mundsson, formaður Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.