Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 68
6 FERÐALÖG Stonehenge Af spennandi stöðum fortíðar hlýt- ur furðumannvirkið Stonehenge að standa hvað fremst. Risastór- ir steinarnir, virkisgarðarnir og gröfin eru frá forsögulegum tíma, elsti hlutinn frá því um 3100 fyrir Krist og vekur endalausar spurn- ingar. Þannig geta ferðalang- ar sjálfir velt því fyrir sér hvort Stonehenge sé forn stjörnuathug- unarstöð, einhvers konar hof eða eitthvað allt annað. Stonehenge er staðsett við Amesbury í Wiltshire í Englandi, er á heimsminjaskrá UNESCO og á Netinu má finna skipulagð- ar ferðir að Stonehenge og má þar nefna dagsferðir þar sem hin sögufræga borg Bath, sem einnig er á heimsminjaskrá, er heimsótt í leiðinni. Þar getur meðal annars að líta á fornar rómverskar heilsu- lindir og musteri. Má þar benda á síðuna gotostonehenge.co.uk. Parþenon Grikkland er paradís ferðalangs- ins með fortíðarþrána og þar er Aþenuhofið, Parþenon, í miðj- um aldingarðinum. Hofið er, líkt og allt sem Grikkir sköpuðu á Períklesartímanum, úr hvítum marmara og stendur á Akrópólis- hæðinni í hjarta Aþenu. Hofið er byggt 447-432 fyrir Krist og kom í stað eldra hofs sem skemmdist í innrás Persa árið 480. Hofið var upphaflega reist til heiðurs gyðjunni sjálfri en var svo notað sem kirkja í fornkristni og moska á 15. öld. Á Akrópólishæð voru ýmsar byggingar og utan hofsins standa nokkrar þeirra enn en aðrar hafa eyðilagst. Geta ferðamenn í dag skoðað Níkuhofið, Erekþeion og Hofhliðið auk Parþenon. Regensburg Þýskaland er einstakt hvað varð- ar fjölda áhugaverða staða fyrir sagnfræðinginn í manni. UNES- CO hefur sett 32 staði þar á heims- minjaskrá og á hverju horni birt- ist sagan. Má þar til að mynda nefna Regensburg, sem er talin ein best varðveitta stórborgin frá miðöldum. Markús Árelíus, keisari Róma- veldis, lagði grunninn að borginni, sem var þá bær og hét Ratisbona. Síðar var bærinn gerður að fyrstu höfuðborg Bæjaralands sem og ríkisins alls. Í dag er Regensburg háskólaborg þar sem skoða má gamla bæinn, dómkirkju heilags Péturs, gamla ráðhúsið, bakgarð- ana og heimakapellur sem voru í húsum aðalsmanna. Að ógleymdri sjálfi „Steinbrúnni“ (Steinerne Brücke) sem gefur góða hugmynd um brýr miðalda. Sé fólk komið til Regensburg er ekki hægt að láta það ógert að skoða hin fornu rómversku landamæri, Limes, sem vörðu forna rómverska heimsveldið og eru talin lengstu rústir jarðmannvirkja Evrópu, 550 km löng. Þau liggja frá Bad- Hönningen við Rín til Regens- burg, með virkjum, rómverskum böðum og svo Rómarsafni. Conwy-kastali Bretland svíkur ekki ferðalanga af sögulegum minjum og má þar meðal annars finna stórfenglega kastala. Wales er þar hvað ríkast af kastölum og virkjum, en einir 400 slíkir minnisvarðar standa í héraðinu. Ber þar einna fyrst að nefna Conwy-kastala í norður- hluta Wales en kastalann reisti Játvarður I. á árunum 1283-1287. Kastalinn, ásamt borgarmúrum Conwy-bæjar, er á heimsminja- skrá UNESCO og hefur marga turna. Kastalinn þykir ekki síður stórfenglegur að næturlagi, þá er hann upplýstur. Ferðalang- ar ættu að gefa sér góðan tíma í Wales, ekki afgreiða með kastal- ann með dagsferð heldur leyfa sér að „miðaldast“ í nokkra daga. Sintrahöllin í Portúgal Og áfram í köstulum en um alla Evrópu má finna stærri og minni Kemur út þriðjudaginn 23. mars Farsímar Sérblað Fréttablaðsins Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 FERÐAST AFTUR Í TÍMANN Á óteljandi stöðum í Evrópu fær ferðalangurinn það á tilfi nninguna að hann sé staddur í allt öðrum og langtum eldri tíma. Ferðalög valdi af handahófi sex áhugaverða staði úr fortíðinni. Breskar ferðaskrifstofur bjóða ýmsar styttri og lengri ferðir að Stonehenge. Parþenon-hofið í Grikklandi. Conwy-kastali er einn hinna stórfenglegri í Bret- landi en kastalinn stendur uppi á hæð. Wales er himnaríki mið- aldaaðdáenda en einnig er hægt að fara þar enn lengra aftur í tímann, í Llandudno, og skoða nokkur þúsund ára koparnámur. Regensburg er einn af mörgum stór- fenglegum söguleg- um áfangastöðum Þýskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.