Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 49 Ný og glæsileg verslun opnuð í dag Rauðarárstíg 10 . 105 Reykjavík . sími 562 4082 . yggdrasill.is Við leitumst við að skapa viðskiptavinum okkar vinalegt og hlýlegt umhverfi til að nálgast heilnæmar og lífrænar vörur, umhverfi fyrir alla þá sem láta sér annt um heilsuna og gera kröfur um gæði og hreinleika og þá sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðari lífsstíl. Við flytjum okkur um set Í dag, laugardaginn 20. mars, verður opnuð ný og glæsileg heilsuverslun Yggdrasils á Rauðarárstíg 10, við Hlemm. Í stærri verslun, miðsvæðis í borginni, er úrvalið nú meira en nokkru sinni og í tilefni opnunarinnar verða ýmis tilboð á heilsuvörum. Nýjungar eru væntanlegar innan skamms, svo sem kaffihús og matsala í hádeginu. Verið öll hjartanlega velkomin í Yggdrasil! V E R S L U N - K A F F I H Ú S - V E I T I N G A R - náttúruleg heilsuverslun Laugavegur Sn or ra br au t Ra uð ar ár st íg ur Hlemmur Arion banki Vertu aðdáandi á Facebook og fáðu upplýsingar um afslætti og tilboð. Leitarorðið er Yggdrasill. Við höfum opið frá kl. 10-18 í dag. Y G G 0 31 0- 02 Slysavarnafélagið Landsbjörg flytur inn ógrynni af tækjum og bún- aði, auk þess að vera stórtækasti innflytjandi flugelda á landinu. Velta félagsins nemur þannig sjö til átta hundruð milljónum króna á ári hverju. „Þetta er heljarinnar rekstur,“ segir Kristinn Ólafsson framkvæmda- stjóri, en hér að neðan getur að líta tölur yfir þann tækjakost sem félagið hefur á að skipa og annað umfang starfseminnar: Nafn fjöldi Björgunarsveitir 99 Unglingadeildir 50 Slysavarnadeildir 50 Björgunarbifreiðar 170 Snjósleðar 200 Snjóbílar 43 Björgunarskip 14 Hraðbjörgunarbátar 35 Slöngubátar 90 Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umfang starfseminnar er mikið Alþjóðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið rekin í 15 ár, en það er sveitin sem fór til Haítí þegar þar riðu yfir jarðskjálftar í janúarbyrjun. Sveitin er mönnuð félögum björgunarsveita víðs vegar að á landinu. Þannig leggja nokkr- ar sveitir til þekkingu og búnað í alþjóðasveitina. Íslenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á staðinn og til að hefja skipulega leit, en eftir skjálftana einkenndist ástandið ytra nokkuð af skipulagsleysi. Þá voru dæmi um að björgunarsveitir kæmu vanbúnar, en svo var ekki með íslensku sveitina. Íslendingarnir fóru nokkuð víða þá daga sem þeir voru við störf á Haíti, en eftir fyrsta björgunarstarf í höfuðborginni Port au Prince, var til dæmis haldið til borgar- innar Léogane, vestur af höfuðborginni. Þar fannst þó enginn á lífi í rústum húsa, en margir voru slasaðir og sveitin sinnti sjúkrahjálp. Íslenska björgunarsveitin var komin til Haítí rúmum sólar- hring eftir skjálftana og gat hafið leit um tveimur dögum eftir að þeir riðu yfir, og sveitin var við björgunarstörf í vikutíma. Komu til hjálpar eftir skjálfta á Haítí FÓLKI BJARGAÐ Hér má sjá íslenska björgunarsveitarmenn bjarga fólki úr rústum verslunarmið- stöðvar eftir jarðskjálftana á Haítí í janúarbyrjun á þessu ári. Slysavarnafélagið Landsbjörg er landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi, að því er fram kemur í kynningu á vef félagsins. „Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboða- liða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring,“ segir þar. Félagið á rætur sínar að rekja aftur til fullveldisársins 1918 þegar Björg- unarfélag Vestmannaeyja var stofn- að. Slysavarnafélagið Landsbjörg var hins vegar stofnað 2. október 1999 þegar sameinuðust Slysavarnafélag Íslands, sem var stofnað 1928 og Landsbjörg, landssamband björg- unarsveita, sem var stofnað 1991. Landsbjörg hafði áður orðið til úr samruna Landssambands hjálpar- sveita skáta sem var stofnað 1971 og Landssambands flugbjörgunarsveita sem var stofnað 1974. „Við stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum sem starfa í björgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeildum. Fyrsta björgunar- skipið, fyrsta björgunarþyrlan, Tilkynningaskylda íslenskra skipa og Slysavarnaskóli sjómanna eru aðeins örfá þeirra framfaraspora sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa stigið, landsmönnum til heilla,“ segir á vef félagsins. Hvað er Slysavarnafé- lagið Landsbjörg? M YN D /SLYSA VA R N A FÉLA G IÐ LA N D SB JÖ R G annars hefur verið sett upp sér- stök vefsíða með upplýsingum fyrir ferðafólk á vefslóðinni www. safetravel.is. „Það er okkar stóra verkefni þessa dagana, að tryggja betur öryggi ferðamanna.“ Verkefni sem snúa að öryggi ferðafólks segir Kristinn að séu unnin í samvinnu við ráðu- neyti, félagasamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Við leiðum þetta verkefni núna og kannski er það lýsandi fyrir frumkvöðlastarf Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar. Félagið stofnaði á sínum tíma tilkynningaskyldu íslenskra skipa, sem núna er Vaktstöð siglinga. Svo var þetta félag frumkvöðull í því að stofna Umferðarráð á sínum tíma, til að stemma stigu við fjölg- un banaslysa í umferðinni. Félagið hefur þannig oft verið frumkvöð- ull og stofnað til verkefna sem öðl- ast hafa sjálfstætt líf.“ KRISTINN ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.