Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 80
52 20. mars 2010 LAUGARDAGUR L estölvur hafa verið til um nokkurra ára skeið, en það er ekki fyrr en nýverið sem þær fóru að vinna sér sess á meðal almennra les- enda. „Ég held því fram að árið 2009 hafi orðið vatnaskil í notk- un og sölu rafbóka, það var fyrsta árið í sögu mannkyns sem við sáum rafræna texta sem söluvöru,“ segir Kristján B. Jónasson, for- maður Félags bókaútgefenda, sem kynnt hefur sér rafræna útgáfu í þaula. Kristján B. bendir á að á síðasta ári hafi sala rafbóka verið sú grein í bandarískum útgáfubransa sem jókst mest, eða um nær 200 pró- sent. Á sama tíma hafi sala á met- sölukiljum dregist lítillega saman, sem bendir til þess að kaupend- ur þeirra hafi farið að kaupa sér bækur rafrænt, bækur sem helst eru lesnar í lestölvum eða les- vélum. „En ég bendi á að hlutur þeirra er samt sem áður lítill þegar heildarmarkaðurinn er skoðaður, í Bandaríkjunum voru rafbækur 3,3 prósent af heildarsölu bóka árið 2009, sem er reyndar mikil aukn- ing frá 1,2 prósentum af heildar- markaði árið 2008.“ Lestölvur komu fyrst fram á sjónarsviðið á tíunda áratug síð- ustu aldar. Í fyrstu voru þær stór- ar og klunnalegar en urðu allar rennilegri upp úr aldamótunum. Árið 2006 kynntu kynnti Sony nýja gerð af lestölvu, Sony Reader, sem bæði var minni en fyrirrenn- arar hennar og notaðist við nýja tækni, rafblek eða e-ink, sem gerir lesturinn þægilegri. Sem er að sjálfsögðu lykilatriði þegar kemur að notkuninni. Tæknin sú byggir á því að raf- hleðsla í yfirborðinu býr til stafina á skjánum, sem er ekki baklýstur og það verður því ekki þreytandi að lesa lengra lesmál í tækinu, eins og mörgum þykir þegar þarf að lesa lengri texta á tölvuskjá. Þvert á móti líkist textinn bókartexta og lestrarupplifunin er því líkari því að lesa bók en þegar texti er lesinn í tölvu. Birta og sólarljós hafa held- ur ekki áhrif á textann á skjánum, sem eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja helst liggja og lesa í sumar- fríinu. Bókin er fullkomin Ári síðar kynnti svo netbókarisinn Amazon sína eigin lestölvu Kindle sem hlaut mikla athygli. Þráðlaust niðurhal á bókum var það sem Kindle hafði fram yfir aðrar lest- ölvur sem þá voru á markaði. Til að mynda setti vikuritið Newsweek gripinn á forsíðuna og menn veltu vöngum yfir því hvort þarna væri kominn arftaki bókarinnar eins og við þekkjum hana. Margir hafa bent á að bókin er hins vegar svo fullkomið fyrirbæri að hún verði ekki leyst svo auðveld- lega af hólmi. „Bækur þola hnjask, þú getur misst þær í gólfið án þess að þær eyðileggist,“ bendir Kristj- án B. á og segir lestölvur í sífelldri þróun en taki ekki endilega við af bókinni, þótt þær séu góður val- kostur fyrir ýmsa lesendur. Lestölvur höfða augljóslega til þeirra sem lesa mikið af bókum, eru alltaf að lesa og viða að sér fleiri bókum en þeir lesa. Gallinn við slíka hegðun er að bækur taka pláss, þær þurfa hillur, safna ryki og eru miseigulegar þegar upp er staðið. Með því að eiga bækurnar bara á stafrænu formi, sem rafbók varðveitta í lestölvunni, fer eins og gefur að skilja afar lítið fyrir þeim. Lesvélar á borð við Kindle 2, uppfærð útgáfa af Kindle sem til er fyrir alþjóðamarkað og hefur náð talsverðri fótfestu og vinsæld- um, geta til dæmis geymt 1.500 bækur. Það er dágott safn fyrir hvern sem er. Námsbækur verða rafbækur Sumar bækur eru þeirrar gerð- ar að þær fara vel í hillum og eru eigulegar. Það á ekki við um allar bækur og til að mynda má ímynda sér að námsbækur eigi eftir að verða vinsælar í rafrænni útgáfu. Agnar Diego hjá Apple-búð- inni segir líklegt að ipad-inn sem Apple kynnti í janúar verði vin- sæll hjá námsmönnum, bæði sé hægt að kaupa bækur í hann, svo sé hægt að nota hann til að fara á Netið, og gera það sem flestir að nota fartölvur til, lesa tölvupóst, fara á Facebook og vafra um vef- inn. Gríðarleg eftirvænting var eftir ipad-inum. Skiptar skoðanir virðast þó vera á því hvort hann sé raunveruleg samkeppni við lestölvur. Í grein í tímaritinu CIO sem birtist skömmu eftir að ipad- inn var kynntur segir að álitamál- ið sé hvort neytendur vilji frá- bæra lestrarupplifun eins og þeir fái þegar rafbleki sé beitt eða eiga kost á margmiðlunarupplifun, sem ipad-inn gefur með vafra, litaskjá, og fleiru. En ipad-inn skartar líka nýju forriti, iBooks, þar sem kaupa má bækur og þar með er komin leið Apple inn í samkeppni um kaup á stafrænum bókum. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph hrósar útlitinu á forrit- inu sem hann telur að muni freista fólks til bókakaupa en hann segir þó að vegna þess einmitt að skjár- inn er baklýstur þá muni alvöru bókaormar ekki skipta lestölvu út fyrir ipad-inn. Kristján B. telur að á annað þús- und manns eigi lestölvur hér á landi. Þeim megi líkast til skipta í tvo hópa, annars vegar þá sem séu mjög tæknilega sinnaðir og verði hreinlega að eiga allar græjur sem um getur. Hins vegar þá sem eru stórnotendur á lesefni. „Þeir sem nota mest lesarana hér á landi eru líklega þeir sem starfs síns vegna fá sent mikið af lesefni.“ Kristján segir að þar fyrir utan séu stórtækir lestrarhestar líklegir til að eiga lestölvu. „Þeir sem lesa yfir tíu bækur á mánuði og myndu lesa meira ef þeir hefðu tök á eru líklegir til að eiga lestölvu,“ segir Kristján og bendir á að allar kann- anir á hegðun þeirra sem nota raf- ræna texta bendi til þess að þeir sæki sér miklu meira af textum en þeir ráða við að lesa. Sá bókalesandi sem skrifar þessa grein skilur þetta mjög vel, stafli á náttborði er til vitnis um metn- aðarfullar lestraráætlanir, sem þó gjarnan fela í sér að þyngstu skáldverkin víkja fyrir meira létt- meti og safna því ryki á náttborð- inu sem tölvutæknin getur losað lestrahestinn við, auk þess sem minna fer fyrir lesmeti inni í lít- illi tölvu en innbundnum í band. Einnig er freistandi að geta nálg- ast gömul verk og klassísk án þess að þurfa að reiða fram fé, en fjöldi þeirra er aðgengilegur á Netinu. Ekkert til á íslensku En hverjir eru þá gallarnir? Fyrir íslenskan lesanda er sá fyrsti og augljósasti að enn er ekki hægt að kaupa bækur á íslensku fyrir les- tölvur. „Það er ekkert sem stendur tæknilega í veginum fyrir útgáfu bóka á rafrænu formi, allir hafa getað gefið út bækur rafrænt und- anfarin 25 ár. Gallinn er sá að enginn markaður er fyrir slíka útgáfu,“ segir Kristján. Hann segir einnig að ýmislegt er snýr að samningum við höfunda og þeirra rétt hafi ekki verið klárað hér á landi. Einnig liggi ekki fyrir hvernig staf- rænar bækur yrðu seldar hér á landi, ætti það að vera í gegn- um heimasíður forlaga eða bóka- búða? Alls konar praktísk atriði er að þessu lúta eru einfaldlega ófrá- gengin segir Kristján. Mörður Árnason, varaþingmað- ur Samfylkingarinnar, lagði í fyrra fram frumvarp á Alþingi um lækk- un virðisauka á rafbækur, þannig að hann væri í samræmi við virð- isaukaskatt á venjulegum bókum. Frumvarpið var ekki samþykkt en vakti athygli, segir Mörður, sem fékk í kjölfarið ýmsar ábending- ar um hvað mætti betur fara og stefnir hann á að leggja það aftur fyrir þingið, ef hann fer inn í vetur. „Það þarf að huga að þessu, ýmsar bækur eru auðvitað til í stafrænu formi, eins og orðabækur, en ég tel að þegar námsbækur fara yfir á stafrænt form þá verði lestölvur fyrst útbreiddar hér á landi,“ segir Mörður. 35.000 króna græja Þetta á við um íslenskar rafbæk- ur. Þegar keyptar eru rafbækur til dæmis í gegnum Amazon þarf ekki að greiða skatta og tolla, óhagstætt gengi dregur hins vegar úr því að stórinnkaup á rafbókum séu eins fýsileg um þessar mundir og þau hefðu verið árið 2007. Lestölvurnar hefðu líka verið ódýrari þá og þær væru kannski útbreiddari hér ef dollarinn stæði í 70 en ekki 130 krónum. Sem dæmi um verð á lesvélum þá kostar Kind- le 2 tæpa 300 dollara, eða um 35.000 og ipad-inn frá um 500 dollurum í Bandaríkjunum eða ríflega 63 þús- und krónur. Ekki er ljóst hvað ipad- inn mun kosta þegar hann kemur á markaðinn hér, sem búist er við aðverði snemmsumars. Þess ber að geta að verð, til dæmis á bókum á Amazon, er nokkuð svipað ef keypt er ný bók eða rafbók. Þegar Kindle var sett á markað fyrir þremur árum voru útgefendur reyndar ósáttir við hversu ódýrar nýjar bækur voru. Bentu á að þó að prentkostnaður við rafbækur væri enginn þá væru höfundarlaun og ýmis kostnaður sá hinn sami. Kaupandinn fær hins vegar ekki alveg það sama fyrir peninginn, til dæmis getur hann ekki lánað nýjustu rafbókina, nema lána lestækið sitt líka. Enginn virðist telja að rafbæk- ur leysi bækur af hólmi. Það er hins vegar næsta víst að blómstr- andi útgáfa rafbóka og flottari og betrumbættar lestölvur af ýmsum toga verða framleiddar á næstunni. Þegar tækin verða ódýrari fá fleiri áhuga á að kaupa þau, sjá kostina við að fá reyfarana beint upp í rúm þegar lestrarlöngun vaknar. Og þrátt fyrir að íslenskir útgef- endur sverji sig í ætt við þá evr- ópsku; séu að skoða málin í róleg- heitum, og íslenskir lesendur hafi ekki kallað eftir Kiljan og kiljum í rafbók þá má ætla að það sé tíma- bundið ástand – ekki varanlegt. Breyttur bóklestur á nýrri öld Fátt vita bókaormar betra en að opna bók, hvort sem lagst er í lestur á nýrri skáldsögu eða kynni rifjuð upp af gamalli gersemi. Um nokkur hundruð ára skeið hefur bóklestur falið í sér að hafa prentgrip í höndum. Eru sífellt ódýrari og aðgengilegri lestölvur á leiðinni að breyta því? Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér stafræna útgáfu og lestrarvenjur á 21. öldinni. IPAD-INN FRÁ APPLE Margir eru spennt- ir fyrir að handleika nýjustu afurð Apple. E-reader er heitið sem notaði er um lestölvur af ýmsu tagi á ensku. Í þessari grein er talað um lestölvur eða lestæki. Einnig hefur orðið bókatölva sést á prenti og Mörður Árnason kallaði gripinn bókhlöðu er hann lagði fram frumvarp um rafbæk- ur í fyrra. Þar var orðið tón- hlaða haft að fyrirmynd, en það hefur verið notað um ipod. HVAÐ Á GRÆJAN AÐ HEITA? 1971: Gutenberg-verkefnið sett af stað af Bandaríkjamanninum Michael S. Hart. Markmið verksins er að gera bækur aðgengilegar rafrænt. Nú hefur 30.000 bókum verið komið á rafrænt form hjá Gutenberg-verkefnu, not- endum að kostnaðarlausu. Verkefnið dregur nafn sitt af þýska prentaranum Jóhann- esi Gutenberg sem bylti prentverki er hann fann upp þá aðferð að nota lausaletur- sprentun. 1993: Digital Book Inc býður 50 stafrænar bækur á diski 1995: Amazon hefur sölu bóka á Netinu 1998: Fyrstu lestölvurnar koma á markað, Rocket ebook og Softbook. 2000: Stephen King býður bókina Riding the Bullet, rafrænt, aðeins er hægt að lesa hana á tölvu. 2002: Forlögin Random House og HarperCollins hefja sölu á stafrænum útgáfum bóka sem þau gefa út á ensku. 2006: Sony kynnir Sony Reader til sögunnar sem notast við e- ink tæknina. 2007. Amazon setur Kindle-lestölv- una á markað í Bandaríkj- unum. 2009: Amazon setur Kindle 2 á markað. 2010: Ipad kynntur til sögunnar. *heimild wikipedia.org ÁFANGAR Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU* Í HILLU EÐA VÉL? Lestrarhestar hafa tilhneigingu til að sanka að sér bókum, margir þeirra taka eflaust lesvélum fegins hendi, enda fer minna fyrir reyfurum í þeim en í bókaskáp. Til hægri sést Kindle 2 frá Amazon. NORDIPHOTOS/GETTYIMAGES Lestur frétta af ýmsu tagi hefur mikið til færst yfir á Netið undanfarin ár. Því hefur verið spáð að svo verði í auknum mæli á næstu árum. „Dagblöð eru dauðadæmd,“ segir Kristján B. Jónasson, sem spáir því að þau verði eingöngu í rafrænni útgáfu eftir tvo áratugi eða svo. Dagblöð eru flest aðgengileg á Netinu, en borga verður fyrir lestur sumra áskriftarblaða. Á heimasíðu Amason má sjá að í gegnum Kindle er hægt að vera í áskrift fjölmargra dagblaða. „Ég hef ekki keypt tímarit í mörg ár,“ segir Agnar Diego hjá Apple-búðinni, sem telur einboðið að græjur á borð við ipad-inn verði aðaltólið til að skoða fjölmiðla í framtíðinni. Ipad-inn hefur það fram yfir flestar lestölvur að skjárinn er í lit og hann hentar því betur til að skoða fjölmiðla en lesvélarnar dæmigerðu. DAGBLÖÐ ERU DAUÐADÆMD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.