Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 71
Hafðu samband í síma 515 5555 eða sendu póst á askrift@birtingur.is
FÓTBOLTI!
NÝTT
TÍMARIT
KARIM
BENZEMA
BESTU
15
„TARGET“
-FRAMHERJARNIR
NR. 1 • MARS 2010 • VERÐ 1.095 KR
TILBOÐS-
VERÐ
495 KR.
MESSI LIONE
L BESTUR
Í HEIMI!
GOÐSAGNIR:
DAVID
GINOLA
SAGÐI NEI VIÐ MAN. UTD.
OG BARCELONA!
GOAL NÚMER 1 • MARS • 2010 • VERÐ: 495
KR.
LEIÐIN Á HM:
SEX
HÖRKULIÐ
FRÁ AFRÍKU
INGÓLFUR SIG
VONARSTJARNA
ÍSLANDS
NÝTT TÍMARIT
1.000 FYRSTU FÁ FLOTTA MÖPPU FRÍTT
FYRIR FÓTBOLTASPJÖLDIN
Tilboð B
Þú færð 15% afslátt
Þú gerist áskrifandi í 6 mánuði
Fullt verð er 1.095 kr./stk.
Tilboð 931 kr./stk.
Tilboð A
1.000 fyrstu fá flotta Match attax
möppu frítt fyrir fótboltaspjöldin*
Þú færð 20% afslátt
Þú gerist áskrifandi í 12 mánuði
Fullt verð er 1.095 kr./stk.
Tilboð 876 kr./stk.
*Hægt er að sækja möppuna eða fá hana senda gegn því að greiða póstburðargjald
Hljómsveitin Green Day er
þegar byrjuð að vinna í næstu
plötu þrátt fyrir að innan við
ár sé liðið síðan sú síðasta kom
út. Nýju lögin hafa orðið til á
tónleikaferð sveitarinnar um
Evrópu og vill forsprakkinn,
Billie-Joe Armstrong, að platan
verði tilbúin á skemmri tíma en
sú síðasta. Sú plata, 21st Cent-
ury Breakdown, kom út í fyrra,
fimm árum eftir að American
Idiot leit dagsins ljós. „Við
bjuggum til nokkrar prufuupp-
tökur í Berlín, Stokkhólmi, fyrir
utan Glasgow og í Amsterdam,“
sagði Armstrong, sem er ánægð-
ur með framgang mála. Sveitin
ætlar einnig að gefa út eigin
Rock Band-tölvuleik á þessu ári.
Undirbúa
nýja plötu
BILLIE-JOE Billie-Joe Armstrong og félag-
ar eru þegar byrjaðir að vinna að næstu
hljóðversplötu.
Tim Burton ætlar að leikstýra
þrívíddar-brúðumynd sem verð-
ur byggð á teiknimyndasögun-
um um Addams-fjölskylduna.
Myndin verður byggð á sögum
sem birtust upphaflega í dag-
blaðinu New Yorker, en ekki á
sjónvarpsþáttunum frá sjöunda
áratugnum eða kvikmyndinni
sem kom út á síðasta áratug.
Burton, sem síðast sendi frá sér
Lísu í Undralandi, er einnig að
undirbúa kvikmynd byggða á
stuttmynd sinni Frankenweenie
frá árinu 1984. Hún fjallaði um
bolabít sem vaknar aftur til
lífsins eftir að hafa fengið í sig
eldingu.
Ný mynd
um Addams
TIM BURTON Addams-fjölskyldan er
næst á dagskrá hjá þessum athyglis-
verða leikstjóra.
„Þetta er alveg frábærlega skemmti-
leg vinna. Með þeim skemmtilegri
sem við höfum komist í,“ segir Hjör-
leifur Hjartarson úr hljómsveitinni
Hundur í óskilum.
Sveitin semur tónlistina í leik-
ritinu Íslandsklukkunni sem verð-
ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í
apríl. Nota þeir til þess ýmis skrít-
in hljóðfæri, þar á meðal Xapoon,
sleða-diddjeridoo, symfon, saltara,
talibanahorn og krumhorn. „Við
fengum symfonið lánað hjá Ljótu
hálfvitunum og talibanahornið er
eitthvað sem ég keypti úti í búð í St.
Pétursborg. Það hefur ekkert með
talibana að gera,“ segir Hjörleifur
og bætir við: „Xapoon er nýtt hljóð-
færi sem er í ætt við klarinett. Það
er mjög skemmtilegt og maður veit
aldrei hvað kemur út úr því.“
Hjörleifur og hinn meðlimur
Hunda í óskilum, Eiríkur G. Step-
hensen, eru báðir búsettir á Norður-
landi og tóku þeir sér frí frá störf-
um til að vinna við Íslandsklukkuna
í höfuðborginni. „Þetta er alveg nýtt
fyrir manni að fá að skapa enda-
laust allan daginn frá níu til fimm,“
segir Hjörleifur.
Hundur í óskilum tekur sér
pásu frá Íslandsklukkunni í
kvöld. Þá verða þeir með tón-
leika á Domo klukkan 22 í tilefni
fimmtugsafmælis Hjörleifs í næsta
mánuði. - fb
Hundur með skrítin hljóðfæri
HUNDUR Í ÓSKILUM Hjörleifur Hjartar-
son og Eiríkur G. Stephensen með
hljóðfærin sem þeir nota í Íslands-
klukkunni.
Hópur íslenskra tónlistarmanna og
listamanna tekur þátt í Dóná-hátíð-
inni sem verður haldin í Austurríki
dagana 29. apríl til 8. maí. Þar munu
plötusnúðar, hljómsveitir, listamenn
og ljóðskáld stíga á svið og sýna
listir sínar. Á meðal þeirra sem
taka þátt verða múm, Ghostigital,
Stilluppsteypa, Reptilicus, Snorri
Ásmundsson og Hildur Guðnadótt-
ir. Liðsmenn útgáfufyrirtækisins
Bedroom Community, Valgeir Sig-
urðsson, Ben Frost og Nico Muhly,
verða einnig á meðal gesta. Hugsun-
in með þátttöku Íslands er að kynna
sköpunarkraft þjóðarinnar og það
hvernig mismunandi straumar og
stefnur geta auðveldlega blandast
saman. Austurrísku lista- og tónlist-
armennirnir Franz Graf og Franz
Pomassl, sem hafa unnið áður með
íslenskum listamönnum, taka þátt
í hátíðinni.
Íslenskt í Austurríki
MÚM Hljómsveitin múm tekur þátt í
Dóná-hátíðinni sem hefst í Austurríki í
næsta mánuði.