Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 96

Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 96
68 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Ein stærsta stund í lífi sérhverrar Hollywood-leikkonu er vafalít- ið þegar nafn hennar kemur upp úr umslaginu í Kodak-höllinni og það tilkynnt að hún hljóti Ósk- arsverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Hún skyldi þó búa sig undir stríð heima fyrir. Sú leikkona sem hlýtur Óskarsverðlaun- in 2011 ætti kannski að hugsa sig tvisvar um áður en hún tilkynnir heimsbyggð- inni hversu yndislegur eiginmaðurinn sé því reynsla undanfarinna ára sýnir að það eru meiri líkur en minni á því að það sé einhver maðkur í mysunni. Flestallar konur sem fengið hafa verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki síð- ustu ár hafa skilið við eiginmanninn í kjölfarið. BÖLVUN HVÍLIR Á ÓSKARS- VERÐLAUNALEIKKONUM SANDRA BULLOCK 2010 Leikkonan var varla fyrr búinn að stilla styttunni upp fyrir ofan arininn heima hjá sér og eiginmanninum Jesse James í Beverly Hills en að fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði átt vingott við húð- flúrfyrirsætu eina í rúmt ár. Bullock, sem hafði svifið um á bleiku skýi í næstum heilan mánuð, var ekki lengi að kippa styttunni niður, setja fötin í ferðatösku og flytja út. N O R D IC PH O TO S/A FP JULIA ROBERTS 2001 Julia er eldri en tvævetur í Hollywood og virtist skynja að bóndinn Benjamin Bratt, hefði óhreint mjöl í pokahorn- inu þegar hún tók við styttunni góðu. Hún þakk- aði honum bara pent fyrir með því að nefna hann á nafn í ræðu sinni. Hálfu ári seinna var hún búin að sparka honum endanlega. HALLE BERRY 2002 Halle Berry felldi fjölmörg tár í Kodak-höllinni og átti varla orð yfir því hvað eiginmaðurinn Eric Benet væri stórkostlegur. Berry hefði betur sleppt þeim yfirlýsingum því hann reyndist mikill kvennabósi, stundaði svallveislur og fór í meðferð við kynlífsfíkn. Berry sótti um skilnað í október ári seinna. GWYNEHT PALTROW 1999 Segja má að Óskarsverðlaun Gwyneth Paltrow hafi verið upphafið að endinum á leikferli hennar því þótt hún þakkaði kærastanum Ben Affleck í ræðu sinni þá fékk hann nóg af því að horfa á hana grátandi í hverj- um fréttatímanum af fætur öðrum og sagði bless aðeins mánuði eftir að gullstyttan flutti inn. KATE WINSLET 2009 „Ég er svo heppin að eiga frábæran eigin- mann og tvö æðisleg börn sem styðja mig í því sem ég elska,“ sagði Kate Winslet þegar hún hafði hreppt styttuna góðu fyrir leik sinn í The Reader í fyrra. Óskars- víman varði ekki lengi og nú hafa hún og eiginmaðurinn Sam Mendes ákveðið að skilja. REESE WITHERSPOON 2006 „Takk fyrir mig, þú yndislegi eigin- maður.“ Þetta sagði Reese Witherspoon þegar hún fór heim með Óskar frænda fyrir Walk the Line og var þar að vísa til Ryan Phillippe. Ham- ingjan entist þó ekki lengi því Reese sótti um skilnað hálfu ári seinna eftir sögur um að Ryan væri ekki við eina fjölina felldur. CHARLIZE THERON 2004 Suður-afríska leikkonan getur raunar státað sig af því að hafa haldið í sambýlismanninn Stuart Townsend í heil sex ár eftir að Óskar frændi mætti heim til þeirra. Charlize lofaði eiginmanninn í bak og fyrir eftir að hafa handleikið styttuna í fyrsta sinn og það virtist ætla að bera tilætlaðan árangur þar til á þessu ári að hjónakornin ákváðu að halda hvort í sína áttina. HELEN HUNT 1998 Hlaut Óskarinn fyrir As Good as it Gets og sagði þá eiginmann- inn sinn, Hank Azaria, vera besta mann í heimi. Þessi fögru orð endurómuðu á heimili hjónanna næsta árið eða svo. Óskarsrómantíkin sveif yfir vötnum þegar þau létu pússa sig saman í júni þetta sama ár en ári seinna var Hank fluttur út úr húsi þeirra. HILARY SWANK 2005 „Ég ætla að byrja á því að þakka eigin- manninum mínum fyrir þessi verðlaun,“ sagði Hilary Swank. Hún hafði varla fyrr sleppt orðinu en að skilnaðarskjölin höfðu verið send til sýslumannsins í Los Angeles, undirrituð. ÚTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT SLOGGI MAXI 3 Í PAKKA tilboð Vönduð nærföt á tilboðsverði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.