Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 12

Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 12
12 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Verðbréfafyrirtækið Auður Capital tapaði 88 milljón- um króna í fyrra samanborið við 55 milljóna hagnað í hittifyrra. Eiginfjárhlutfall stóð í 170 pró- sentum í árslok sem skýrist af skuldlausum rekstri. Kristín Pétursdóttir forstjóri segir fjárfestingar hafa gengið hægar en óskað hafi verið. Mjög erfitt sé að fjárfesta í fyrirtækj- um og því mikilvægt að bank- arnir leysi úr skuldavanda fyrir- tækja landsins. Það muni hreyfa við markaðnum. Starfsmannafjöldi Auðar Capi- tal tvöfaldaðist á árinu og treysti félagið innviði rekstrarins. „Við fjárfestum í framtíðinni,“ segir Kristín. - jab 88 milljóna króna tap í fyrra og innviðir styrktir: Engar skuldir á rekstri Auðar Capital FORSTJÓRINN Kristín Pétursdóttir segir Auði Capital hafa styrkt mjög innviði fyr- irtækisins til framtíðar með fjárfestingu í sjálfu sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSRAEL, AP Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamins Netanjahú lýstu fullum stuðningi við hann í gær, þegar hann kom heim frá Bandaríkjun- um. Þar hafði Barack Obama for- seti reynt árangurslaust að fá hann til að stöðva áform um byggingar í austurhluta Jerúsalemborgar. „Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera sá ráðherra sem samþykkir bygg- ingu þúsunda íbúða í Jerúsal- em,“ sagði Eli Yishai innanríkis- ráðherra, sem hefur umsjón með byggingarframkvæmdum í borg- inni. Hann sagðist staðráðinn í að þær framkvæmdir héldu áfram. Palestínumenn gera það að skilyrði allra frekari friðarvið- ræðna við Ísraela að byggingar- framkvæmdum fyrir gyðinga í hverfum araba verði hætt. Pal- estínumenn vilja að austurhluti Jerúsalemborgar verði höfuðborg sjálfstæðs Palestínuríkis. Tilraunir Baracks Obama og Bandaríkjastjórnar til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður hafa strandað á þessu deilumáli, sem snúist hefur upp í alvarlegasta ágreining bandarískra og ísra- elskra stjórnvalda í langa tíð. Netanjahú forsætisráðherra hefur lengi verið fylgjandi fram- kvæmdum af þessu tagi, en jafn- vel þótt hann vildi verða við kröf- um Bandaríkjamanna ætti hann erfitt með að fá harðlínuflokka í stjórn sinni í lið með sér. Bandaríkjamenn líta þessa deilu alvarlegum augum, eins og sjá má af ummælum bæði frá Hill- ary Clinton utanríkisráðherra og David Petreus herforingja, sem segja hana grafa undan markmið- um Bandaríkjanna víðar í heimin- um og kynda undir öfgahópum og hryðjuverkamönnum. Netanjahú virtist hafa þessi ummæli í huga þegar hann sagði í ræðu í vikunni að gyðingahat- ur byggi að baki þeirri skoðun að „ef Ísrael væri ekki til, þá myndu mörg helstu vandamál heimsins hverfa“. Hann ítrekaði jafnframt að Ísra- elar gerðu tilkall til allrar Jerús- alemborgar: „Jerúsalem er ekki landnemabyggð. Hún er höfuð- borg okkar.“ Palestínumenn virðast almennt á þeirri skoðun að meðan Netanja- hú er við völd sé engin von til þess að friðarsamningar takist. Abdúllah Jórdaníukonungur sagði hins vegar í gær að með landtökubyggðum sínum væri Ísraelsstjórn að leika sér að eld- inum. Hún verði að taka ákvörð- un um það hvort hún vilji frið eða stríð. gudsteinn@frettabladid.is Ísraelsstjórn vill byggja Samskipti Bandaríkjanna og Ísraels eru stirðari en nokkru sinni eftir heimsókn Benjamins Netanjahú til Bandaríkjanna. Heima fyrir fær hann stuðning. FYLGST MEÐ FRAMKVÆMDUM Forsætisráðherra Ísraels vill hvergi hvika frá áformum um byggingar fyrir landtökufólk í austurhluta Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP                               ! "# $ %     "      #  & '  "    " &"  (    $       $$     )       *         +,- . '  $%                ) %               /  0 0 "  - 1(    ')0' )          ") )           )"       "'  %    $$    #  $$           0  222    , $-  %   1 %   -3  -   Sókn til betra samfélags Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar laugardaginn 27. mars 2010 á Hótel Loftleiðum kl. 13.00 Brýn verkefni framundan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Sveitarstjórnarkosningar 2010 - erindi Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Ný úrræði fyrir skuldsettar fj ölskyldur Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra kl. 14.15 Kaffi hlé kl. 14.30 Málefnanefndir Fulltrúar nefnda gera grein fyrir umræðum kl. 15.00 Umræður um komandi sveitarstjórnarkosningar og stöðuna í íslenskum stjórnmálum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra Kristján L. Möller, samgöngu- sveitarstjórnarráðherra Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Önnur mál kl. 17.00 Fundarlok Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Allir velkomnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.