Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 43

Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 43
geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 9 Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja fagnaði fimm ára afmæli sínu í febrúar síðast- liðnum. „Hópurinn sem sækir hingað í Björgina er mjög fjölbreyttur. Allt frá mjög veikum einstakling- um sem hafa átt við langvarandi veikindi að stríða og sumir jafnvel búið á stofnunum, til háskólanema, sem koma þá hingað á daginn til að læra, fá stuðning og fleira,“ segir Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Björginni – geð- ræktarmiðstöð Suðurnesja. Björg- in fagnaði fimm ára afmæli sínu 4. febrúar síðastliðinn og hlaut frum- kvöðlaverðlaun Geðhjálpar síðast- liðið haust. Að sögn Ragnheiðar Sifjar var Björgin hugsuð sem athvarf fyrir geðfatlaða fyrstu árin. Fyrir einu og hálfu ári síðan flutti starfsemin svo í nýtt húsnæði og varð um leið víðfeðmari. „Nú bjóðum við upp á grunn að heildstæðri þjónustu. Á þeim árum sem starfsemi okkar var að þróast kom í ljós að þörf ríkti fyrir viðameiri þjónustu en einung- is athvarf. Það er enn til staðar, en nú sinnum við líka endurhæfingu og eftirfylgni,“ segir Ragnheiður Sif. „Þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi er mjög mikil og hefur farið stig- vaxandi frá því við opnuðum fyrst. Þessa dagana fáum við til okkar tvo til þrjá nýja einstaklinga á viku að meðaltali,“ bætir hún við. Björgin hefur á að skipa tveimur húsum, hvort sínum megin við Suð- urgötuna í Reykjanesbæ. Að sögn Ragnheiðar Sifjar gerir húsakost- urinn starfsmönnum Bjargarinn- ar, sem eru fimm talsins í 3,4 stöðu- gildum auk sjálfboðaliða, kleift að skipta þjónustunni betur upp og laga hana að ólíkum hópum. „Við eigum í góðu samstarfi við fagað- ila hér á svæðinu, meðal annars fé- lagsþjónustu á Suðurnesjunum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og einnig kemur geðlæknirinn Pétur Hauksson til okkar einu sinni í viku. Það gerir hann meðal ann- ars af hugsjón, en samfélagslegur stuðningur er mikilvægur og gerir starfið bæði auðveldara og fag- legra,“ segir Ragnheiður Sif. Auk daglegra starfa stendur Björgin reglulega fyrir ýmsum at- burðum sem miða að því að minnka fordóma í garð geðsjúkra. Þar á meðal eru Geðveikir dagar, sem haldnir hafa verið síðustu tvö ár og ætlunin er að gera að árvissum at- burði. „Það er mjög mikilvægt að vekja samfélagið til umhugsunar um að allir hafi geðheilsu og hversu mikilvæg hún sé,“ segir Ragnheið- ur Sif. - kg Þörfin vex með hverju ári Frá Geðveikum dögum sem Björgin stóð fyrir í september síðastliðnum. Árni Sigfússon bæjarstjóri setur skákmót Hressra hróka, skákfélags Bjargarinnar. Hámarksfjárhæð 8 milljónir Fastir vextir án uppgreiðsluákvæðis Lántökugjald 0,5% af lánsfjárhæð 90% af kaupverði eða byggingarkostnaði 90% af viðbótar- og endurbótakostnaði Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. ● STYRKTARAÐILUM ÞAKKAÐ Landssamtökin Geðhjálp vilja þakka Kiwanishreyfingunni, KPMG, Tölvuskólanum Nemanda og vist- mönnum á réttargeðdeildinni að Sogni fyrir sérstakan stuðning sinn við starfsemi félagsins. Kiwanishreyfingin er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta sam- félagið og láta gott af sér leiða. Hreyfingin hefur lengi stutt við Geðhjálp og verður sá stuðningur seint full þakkaður. KPMG er alþjóðlegt net fyr- irtækja er starfa á sviðum viðskipta og hefur 225 starfsmenn hér á landi. Tölvuskólinn Nemandi gaf Geðhjálp námskeið fyrir 15 einstakl- inga sem nutu vel. Vistmenn að Sogni tóku að sér mat og viðgerðir á tölvum í tölvuveri Geðhjálpar og þeir gáfu einnig nokkrar nothæfar tölvur. Takk fyrir stuðninginn þið ágæta fólk, einnig þið sem ekki eruð sérstaklega nefnd hér en hafið sýnt stuðn- ing við starfsemi Geð- hjálpar í margvíslegu formi. ● ÞÚ GETUR HJÁLPAÐ Geðhjálp er samtök sem treysta á fjárframlög frá einstaklingum, samtök- um og fyrirtækjum til að viðhalda rekstrargrundvelli sínum. Með því að styrkja Geðhjálp leggur þú samtökun- um lið í baráttu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda ef geðheil- brigði brestur, sem og aðstandenda þeirra. Félagsmenn hafa kosningarétt á aðalfundum samtakanna og geta þannig haft bein áhrif á stefnu félagsins. Þú getur gerst styrktar- aðili eða félagi Geðhjálpar með einu símtali: 570 1700. ● GEÐSPEKIVEFUR HÁSKÓLA ÍS- LANDS Háskóli Íslands opnaði vefsíður í febrúar síðastliðnum sem Geðhjálp finnst ástæða til að vekja athygli á. Síðurnar hafa hlotið nafnið Geðspekivefur HÍ. Vefurinn hefur það markmið að skapa jákvæða umræðu um geðheilsu og vekja athygli á hárri tíðni álags- þátta meðal háskólanema. Vart þarf að fara mörgum orðum um það stress og þann kvíða sem próf geta vakið hjá fólki, og stundum er sólarhringnum snúið við og jafnvel lítið sofið á tímabilum, en slíkt er ekki gott fyrir geð- heilsuna. Auk þessa eru flestir háskólanem- ar á þeim aldri þegar geðsjúkdóma verður yfirleitt fyrst vart. Af öllu fram- ansögðu er sjálfsagt fyrir bæði háskólanema og fjölskyldur þeirra að hafa vakandi auga með geðheilsunni, rétt eins og hinni líkamlegu. Á vefsíð- unum má taka próf sem geta gefið vísbendingar um geðheilsuna og bent er á úrræði og samtök sem leita má til. Slóðin er: http://ged.hi.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.