Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 44

Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 44
 26. MARS 2010 FÖSTUDAGUR10 ● geðhjálp Samtökin Geðhjálp voru stofn- uð 9. október árið 1979 og urðu því þrítug á síðasta ári. Af því tilefni var blásið til afmælis- hátíðar í Iðnó á afmælisdaginn og félögum og velunnurum boðið í kaffi. Félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, ávarpaði gesti og ósk- aði félaginu velfarnaðar. Í sama streng tók Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans - háskólasjúkra- húss, og raunar allir sem tóku til máls á afmælishátíðinni. Hljóm- sveitin Tepokinn skemmti gestum með dunandi djasslögum. Frumkvæðisverðlaun Geð- hjálpar voru nú veitt í fyrsta sinn en þau eru veitt fyrir nýjungar í þjónustu við geðsjúka og úrræði sem eru til þess fallin að efla geðheilsu. Að þessu sinni runnu verðlaunin til þriggja aðila: Norð- lingaskóli í Reykjavík hlaut verð- launin fyrir framúrskarandi for- varnarstarf með einstaklings- miðuðu námi sem miðar að því að styðja nemendur í að finna og nýta styrkleika sína og hæfileika sem best. Að mati stjórnar Geð- hjálpar er þessi áhersla líkleg til að stuðla að góðu geðheilbrigði nemenda. Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja hlaut frumkvæðis- verðlaun Geðhjálpar fyrir að sinna með framsýnum hætti vald- eflingu geðfatlaðra og fyrir að hjálpa fólki að finna leiðir til að auka lífsgæði sín. Samstarf sveit- arfélaga á Suðurnesjum og metn- aður þeirra í verkefninu er að mati stjórnar Geðhjálpar til fyr- irmyndar og eftirbreytni. Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkur- borg, hlaut frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar vegna ötuls starfs að Straumhvarfaverkefninu – nýjum búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða – í Reykjavík. Geðhjálp hefur átt afar gott samstarf við Jónu Rut sem hefur í störfum sínum sýnt góðan skilning á mannréttindum geðfatlaðra og á mikilvægi þess að þeir lifi sjálfstæðu lífi og njóti fullrar virðingar í samfélaginu. Vel heppnuð afmælishátíð Páll Matthíasson ávarpaði gesti og óskaði félaginu velfarnaðar. Hljómsveitin Tepokinn lyfti upp geði gesta með dunandi djassmúsík. Viðtakendur frumkvæðisverðlauna Geðhjálpar ásamt félagsmálaráðherra. Frá vinstri.: Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, Kristján Ágúst Njarðarson notandi, Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, og Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar á Suðurnesjum. Fyrsti formaður Geðhjálpar, Sigríður Þorsteinsdóttir til hægri og Hope Knútsson er einnig hefur gegnt formennsku í félaginu. Fjöldi gesta sótti afmælishátíðina í Iðnó. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.