Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 45

Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 45
geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 11 Geðhjálp fékk á dögunum, eins og fleiri svonefnd sjúklingasam- tök , send a r spurningar frá starfshópi um stefnumörkun Landspítala. Formanni fé- lagsins, Sigur- steini Mássyni, var falið að svara fyrir hönd stjórnar og fara spurningar og svör hér á eftir. 1. Hvað viltu sjá í stefnu Land- spítala til ársins 2016? Ég vil sjá að hlutverk og mark- mið Landspítalans sem háskóla- sjúkrahús verði betur skilgreint en nú er. Einnig að bráðaþjónusta verði betur skilgreind og annað- hvort horfið að fullu frá kostnað- arhlutdeild sjúklinga eða hún end- urhugsuð. Það verður einnig að skýra betur skyldur Landspítala gagnvart öllu landinu. Geðheil- brigðisþjónusta í nýju sjúkrahúsi einskorðist við sólarhrings bráða- þjónustu. 2. Hvernig getur Landspítali best þjónað sjúklingum sem þú ert í forsvari fyrir? Mikilvægt er að stór hluti þeirr- ar geðheilbrigðisþjónustu sem spítalinn sinnir nú verði færð út í samfélagið í nánum tengslum við grunnþjónustu heilsugæslu og sveitarfélaga. Landspítalinn mun eftir sem áður þjóna mikilvægu hlutverki varðandi bráðaþjón- ustu, þjónustu við tvígreinda og samræmda teymisvinnu til stuðn- ings nærþjónustunni. Brýnt er að hætta geðþjónustu á Kleppsspítala sem fyrst. 3. Hver er ímynd Landspítala að þínu mati? Hún er frekar góð. Þar er mikill mannauður en endurskipulagning og endurhugsun þjónustunnar er mikilvæg. Það þarf að samþætta mun betur heilbrigðis- og félags- legan stuðning og reyndar innleiða í auknum mæli heildræna nálgun á heilsu og vanheilsu. Landspítalinn á það á hættu að staðna í þröngu læknisfræðilegu módeli ef hann heldur ekki vöku sinni og endur- skoðar hugmyndafræðina með reglulegum hætti. Geðhjálp svarar Landspítala „Ég vil sjá að hlutverk og markmið Landspítalans sem háskólasjúkrahús verði betur skilgreint en nú er,“ segir meðal annars í svari formanns Geðhjálpar, við fyrirspurn frá starfshópi um stefnumörkun Landspítala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigursteinn telur brýnt að loka Klepps- spítala sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar. ● AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar árið 2010 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardag- inn 27. mars nk. og hefst hann kl. 14.00. Dagskrá: ■ Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. ■ Kjör þriggja aðalstjórnarmanna fer fram til tveggja ára í stað þeirra er ljúka stjórnunarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör tveggja skoð- unarmanna ársreikninga til eins árs. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í gegnum heimabanka á Netinu, næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr.: 1175-26-38882, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík í síma 570 1700. Lög Geðhjálpar er m.a. að finna á vefsíðu félags- ins, www.gedhjalp.is. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Kaffiveiting- ar að fundi loknum. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.