Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 56

Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 56
6 föstudagur 26. mars tíðin ✽ tíska og fegurð Naglalökkin frá OPI njóta mikilla vinsælda enda eru þau til í öllum regnbogans litum, endast vel og eru ekki of dýr fyrir pyngjuna. Nýja línan frá OPI er verulega spennandi en þar eru á ferðinni litir sem sækja innblástur til Feng Shui. Samkvæmt þessum asísku fræðum eru allir litir annað hvort jin eða jang. Jin-litir eru róandi en jang- litir veita orku. Nú er um að gera að vera dálítið ævintýragjarn og lífga upp á útlitið með þessum skemmtilegu litum. -amb Ný litalína frá OPI Innblásið af Feng Shui OPI heldur því fram að litir séu annaðhvort róandi eða orkugefandi. FRÉTTABLAÐIÐ /ANTON M argt athyglisvert bar fyrir augu á hinni glæsilegu tískuhátíð Reykjavík Fashion Festival sem var haldin um síð- ustu helgi í húsnæði Ó. Johnson og Kaaber. Ný fatalína hönnuð- arins Unu Hlínar Kristjánsdóttur sem nefnist Royal Extreme vakti mikla hrifningu gesta á föstudags- kvöldinu og hefur fengið mikla umfjöllun á erlendum bloggsíð- um í kjölfar hátíðarinnar. Klæðin hennar Unu voru sérlega tignarleg og minntu að vissu leyti á prúss- neskar prinsessur: kápur í gráu og svörtu með háum fléttuðum krög- um og sokkabuxur með fléttum að framan í sama litaskalanum. Una tefldi djarft með því að etja sinnepsgulum og rauðum saman og útkoman var verulega glæsileg. Kvenlegar silkiblússur í bronslit- um við einstaklega fallega sniðnar leðurbuxur ásamt stórskemmti- legum dúskatreflum var líka frá- bærlega vel heppnuð samsetning. Frágangur og gæði fatnaðarins voru líka á áberandi góð. Í heild- ina voru þetta klæðileg og kvenleg föt sem nútímakonur munu hafa „unun“ af að klæðast. - amb Konunglegir litir og bryddingar hjá Royal Extreme: Vel heppnuð sýning Una Kristjánsdótt- ir fékk mikið lófatak í lok sýningarinnar á föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UNA SLÆR Í GEGN Konunglegt Gul og rauð silkislá við gráar sokkabuxur með fléttu. Ríkmannleg kápa Háir flétt- aðir kragar á kápum minntu á prússneskar prinsessur. Djörf lita- samsetning Rauður silki- kjóll ásamt sinnepsgul- um sokka- buxum og dúskatrefli. Kvenlegt Falleg silki- blússa við leðurbuxur og svartan trefil. NÁTTÚRULEG FÖRÐUN Þetta nýja skyggingarbox í „nude“-línu Diors er handhægt í veskið. Það inniheldur ljóst púður fyrir t-svæðið, dekkri tón til að nota undir kinnbeinin og svo ljósferskjulitaðan tón til að nota í kringum augnsvæðið til að lýsa það og mýkja dökka bauga. Frá franska fyrirtækinu l‘Occitane er komin spennandi og náttúru- leg nýjung sem kallast Ma créme nature. Um er að ræða tvær blönd- ur sem eru gerðar úr lífrænum ólívulaufum og ólívuolíu. Þessum tveimur blöndum er blandað saman heima og notast beint á andlitið sem maski og/eða andlitskrem og geymist aðeins í sex vikur í ísskáp. Kremið er því laust við rotvarnarefni og er hundrað prósent náttúru- legt. Það má nota kvölds og morgna og húðin verður strax mýkri og meira ljómandi. Hægt er að kaupa áfyllingarpakkningu með blöndun- um tveimur sem gerir kremið bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Maski sem þú blandar sjálf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.