Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 80

Fréttablaðið - 26.03.2010, Side 80
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Óvinsælir á barnum Spurninga- og bjórþyrstir hafa sótt mikið í pöbb-kviss á börum Reykja- víkurborg- ar undanfar- in misseri. Eitt slíkt er haldið á Óliver á miðvikudagskvöldum en þar hefur fastur hópur gesta mætt reglulega undanfarið. Þátttakendur greiða þátttökugjald sem hefur safnast upp í veglegan pott síðustu vikur. Það vakti því ekki beint mikla gleði þegar Gettu betur- dómarinn Örn Úlfar Sævarsson leiddi fjögurra manna hóp inn á staðinn í fyrrakvöld en í hópnum var meðal annars fréttamaðurinn Sveinn Guðmarsson sem einmitt er fyrrverandi dómari í Gettu betur. Gestir horfðu forviða á föruneytið sem ljóst þótti vera að var komið til að hirða pottinn. Fastagestirnir reyndust sannspáir því Örn Úlfar og félagar unnu keppnina og gengu út, undir lágstemmdu bauli, með sextíu þúsund krónur. Grátur á Alþingi Umræður á Alþingi eru þingmönn- um misþungbærar. Ljóst er að áralangt misrétti sem börn á með- ferðarstofnunum þurftu að sæta á árum áður, og var til umræðu á þingi í gær, hefur fengið mjög á Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Í miðri ræðu um málið brast Þórunn nefnilega í grát. „Það er víst ekki við hæfi að beygja af í ræðustól Alþingis,“ sagði Þór- unn brostinni röddu, áður en hún lauk dramatískri ræðunni á hvatningu til þjóð- arinnar að læra af mistökunum. - hdm, sh Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Eigum mikið úrval af hreinsiefnum fyrir heita potta. Hreinsiefni fyrir heita potta 1 Gosið að kvöldlagi – myndir 2 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 3 Ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli vegna skorts á slökkviliðsmönnum 4 Wipeout batt enda á ferilinn 5 Stækka brjóst kvenna með sprengiefni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.