Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 12
12 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Dalshrauni 13, Hafnarfi rði - sími 578 9700 Niðurstöður þjóðfunda í landshlutum Opinn fundur með forsætisráðherra Háskólanum á Akureyri, Sólborg v/Norðurslóð, stofu L201. miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00–16.15 Allir velkomnir Fundurinn verður sendur út á netinu á vefslóðinni: mms://media.unak.is/malstofa Sjá dagskrá fundarins á vefslóðinni: http://www.island.is/endur- reisn/soknaraaetlun-islands/a-dofi nni Hafðu samband sími Arion banki frestar öllum uppboðsbeiðnum út árið 2010 Arion banki mun fresta öllum uppboðsbeiðnum vegna íbúðalána til sýslumanna út árið 2010. Þannig gefst fleiri viðskiptavinum okkar færi á að greiða úr málum sínum. Íbúðalán Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér fjölmargar lausnir okkar í lánamálum. ÍSRAEL, AP Tilgangur Baracks Obama með því að boða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísra- els, á sinn fund í Washington í síð- ustu viku var að kynna þær kröfur sem Bandaríkjamenn gera til Ísra- elsstjórnar. Kröfurnar eru í tíu liðum, að því er fram kemur í ísraelska blaðinu Haaretz. Fjórar snúa að Jerúsalem, að opnuð verði viðskiptaskrifstofa Palestínumanna í Austur-Jerús- alem, hætt verði við byggingar- framkvæmdir í hverfum gyðinga í borgarhlutanum, hætt verði að jafna við jörðu byggingar Palest- ínumanna í A-Jerúsalem og ekk- ert verði byggt í hverfinu Ramat Shlomo. Ísraelar hafa þó ekki síður áhyggjur af þeirri kröfu Banda- ríkjamanna að efnisatriði deiln- anna verði rædd á óbeinum samn- ingafundum, þar sem Ísraelar og Palestínumenn ræða hvorir í sínu lagi við bandaríska milligöngu- menn. Það sem Ísraelar óttast er að þetta opni leið fyrir það að end- anleg niðurstaða fáist, sem Ísrael- um verði gert að fallast á án beinna viðræðna við Palestínumenn. Sjálfur hefur Netanjahú lýst yfir vilja til að halda áfram með fram- kvæmdir fyrir gyðinga í austur- hluta Jerúsalemborgar. Nú virðist þó kominn upp ágreiningur innan ríkisstjórnar hans um málið, því ráðherrar Verkamannaflokks- ins segja nú nauðsynlegt að leysa ágreininginn við Bandaríkjamenn eigi stjórnin að lifa áfram. - gb Ísraelar ósamstiga um kröfur Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur kynnt kröfur í tíu liðum fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Ágreiningur er innan ríkisstjórnar Ísraels um málið. LANDNÁM Verkamenn taka til hendinni við nýbyggingar í austurhluta Jerúsalem í landnemabyggðinni Ramat Shlomo, 11. mars síðastliðinn. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catal- inu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagn- vart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. Við rannsókn málsins hafa konur borið að þær hafi stundað vændi hér á landi á vegum hennar og að þær hafi komið til lands- ins í því skyni að starfa við vændi á vegum Catalinu. Konunum ber saman um að hún hafi verið umráðamann- eskja þess húsnæðis þar sem þær dvöldu og vændið verið stundað. Hún hafi haft alla milligöngu við þá sem keypt hafi vændisþjónustu þeirra, tekið við greiðslu og hald- ið eftir verulegum hluta þess sem greitt var. Auk framburða brotaþola og vitna styðja ýmis gögn sakarefn- in á hendur Catalinu. Þá bárust lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu upplýsingar um að Catal- ina hafi boðið samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona fyrir 500.000 krónur á mánuði þegar hún væri laus úr fangelsi. Þetta staðfesti konan og vitni við lögreglu. - jss Vitni í mansalsmáli segjast hafa verið svipt frelsi, hótað og seld í vændi: Segja Catalinu seka um mansal CATALINA NCOCO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.