Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 48
32 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Guðminngóður! Hvað er þessi svínakótiletta að gera á höfðinu á mér?! Og hvar er hárkollan mín?! Við skulum koma okkur vel fyrir sætilíus! Oj! Oj! Oj! Mmm, það er góð lykt af þér Ívar! Finnst þér? Þetta er ný upp- finning sem endist betur en venjuleg- ur svitalyktareyðir! Ein furunál hér! Og önnur hér! Elskan? Hér er straujárnið. Þetta er svo straubrettið. Þú reiknar þetta svo bara út sjálfur. Ég er feginn að það varst ekki þú sem kenndir mér að synda. Baðstu ekki mömmu um að færa okkur popp? Jú. Fyrir löngu síðan. Hún hefur verið rotuð. Hvað er að? A-ha. Ég sé hvað vandamálið er. Og þú baðst hana um að færa okkur djús áður en þátturinn byrjaði. Ég ætla að gá hvað er að. Ég átti auðveldara með að skilja pólitík-ina hér áður fyrr. Til dæmis þegar ég vann í fiskvinnslu og kaus Alþýðubanda- lagið. Ekki lét ég þar við sitja heldur mætti á kosningaskrifstofu flokksins í rauðri rúllukragapeysu, sötraði kaffi og vitnaði í Stein Steinar og Bob Dylan meðan ég hall- mælti auðvaldinu. MÍN einfalda stéttarvitund sagði mér að með vinstri stjórn myndi vænkast hagur hins vinnandi manns. Og vinstri stjórnin kom … nær tuttugu árum síðar. SVO virðist sem menn hafi pirrast á bið- inni, alla vega er eins og stjórninni sé upp- sigað við alla. Útvegsmenn hafa fengið að finna fyrir því. Láta ráðherrar sig ekki muna um að líkja þeim við spilafífl, apa- ketti og hinn kjaftstóra skötusel. Sjómenn eru látnir vita að þeir séu ekki sömu dáða- drengir þjóðarinnar og áður. Forréttindi eins og sjómannaafsláttur sé eitthvað sem ekki eigi að líðast. Bæjar stjóri í sjáv- arplássi sem kvartar undan skertum samgöngum fær skæting og níðvísu frá ráðherra. Stjórnin er komin í stríð við nær allan sjávarútvegs- geirann. MINNI spámenn úr stjórn- arliðinu snúa bændur niður með því að gera sem minnst úr framlagi þeirra en minna á styrkina sem til þeirra renna. Þannig eru þeir líka minntir á að vera ekki erfiður ljár í þúfu þegar kemur að umræðunni um Evr- ópusambandið. ATHAFNAMENN eru oftast meðhöndlað- ir líkt og vandræðagemsar sem þurfa enda- laust að vera með einhver óþægileg uppá- tæki til atvinnuuppbyggingar. Hvort sem það er spilavíti, flugæfingar eða spítali. Stóriðjumönnum er gefið undir fótinn og slegnir kaldir til skiptis svo þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. ÞÓ AÐ flugumferðarstjórar hafi ekki sötr- að með okkur á kosningaskrifstofunni við lok síðustu aldar, svo ég muni til, þá hefði okkur líklega svelgst á kaffinu hefðum við fengið fregnir af vinstri stjórn sem heim- ilaði lögbann á verkfall þeirra. Hvað þá að forseti ASÍ þyrfti að skamma forsætisráð- herra slíkrar stjórnar fyrir að hrifsa völd frá aðilum vinnumarkaðarins með stofnun svokallaðar Vinnumarkaðsstofnunar. ÞAÐ versta er að launafólk er hálf umkomulaust eftir að nokkrir fjárfestar fengu skjaldborgina sem það átti von á. FYRIR skömmu las ég að rétt tæplega helmingur þjóðarinnar styddi ríkisstjórn- ina. Ég var í rauðri rúllukragapeysu svo ég komst ekki hjá því að spyrja: Hvar í ósköp- unum skyldi allt þetta fólk vinna? Rauða rúllukragapeysan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.