Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 70
54 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Tökulið bandaríska sjónvarpsþáttarins Bachelor- ette er komið til Íslands. Fram undan eru nokkrir tökudagar þar sem piparmeyjan, Ali Federtowsky, hittir nokkra álitlega piparsveina og deilir með þeim fögrum stundum í íslenskri náttúru. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus, sem sinnir tökuliðinu meðan á dvöl þess stendur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það komið Íslendingunum á tökustað eilítið á óvart hversu umfangsmikið þetta verkefni er. Öll hers ingin gisti á Hotel Nordica í fyrradag og svo hófst vinnan fyrir alvöru. Ekki var enn búið að fljúga yfir eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur það til. Bandaríkjamennirnir gætu vart verið heppn- ari með veður því þótt í kortunum sé kalt loft þá er bæði spáð lygnu og björtu veðri við gosstöðvarnar. Ali Fedotowsky tók þátt í síðustu þáttaröð Bachelor en hafnaði sjálf rós frá þáverandi pipar- sveini, Jake Pavelka, og tilkynnti að hún hygðist einbeita sér enn frekar að vinnu sinni hjá Face- book. Hún hefur hins vegar sagt upp þeirri vinnu og hyggst leita að ástinni, meðal annars á Íslandi. Fyrsti sýningardagurinn á þáttunum í Bandaríkj- unum er 24. maí. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. slitna, 6. frá, 8. krá, 9. dýra- hljóð, 11. nudd, 12. raun, 14. plata, 16. tveir eins, 17. hár, 18. umfram, 20. fæddi, 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. skordýr, 3. í röð, 4. skor- dýr, 5. traust, 7. hefting, 10. ar, 13. tala, 15. samtals, 16. efni, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. mást, 6. af, 8. bar, 9. urr, 11. nú, 12. reynd, 14. skífa, 16. tt, 17. ull, 18. auk, 20. ól, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. maur, 3. áb, 4. sandfló, 5. trú, 7. frestun, 10. ryk, 13. níu, 15. alls, 16. tau, 19. ku. „Upp á síðkastið hef ég fengið eitthvað í áttina að grísku salati. Það er klassískur morgunmatur hjá mér.“ Magnús Jensson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Ég er búinn að taka lítinn túr, prófa uppistand á ensku og hitta vini mína,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. Ari hélt á dögunum til Lund- úna þar sem hann tróð upp með stutt uppistand á nokkrum litl- um klúbbum í borginni. Hann var svo staddur á klúbbnum The Com- edy Store á mánudagskvöld þegar sjálfboðaliða var boðið að stíga á svið og skemmta í fimm hrika- legustu mínúturnar í höfuðborg- inni. Þá fá áhorfendur í klúbbn um skotleyfi á skemmtikraftana og algengt er að þeir séu baulaðir niður áður en þeir byrja. „Ég rauk upp á svið,“ segir Ari. „Ég hjólaði í þá og keyrði í fjórar mínútur.“ Eins og við mátti búast fékk Ari að finna fyrir því að vera Íslend- ingur, en hann lét það ekki á sig fá. „Hann heimtaði að fá Icesa- ve-peninginn sinn aftur. Ég gaf honum þúsundkall og hann reif seðilinn í sundur fyrir fram- an nefið á mér. Þá tók ég hann í gegn,“ segir hann. Ari er í uppistandshópnum Mið- Ísland og hefur meðal annars náð að fullkomna Bubba Morthens- eftirhermu við góðar undirtektir áhorfenda. Í London hermdi hann eftir söngvaranum Morrissey með frábærum árangri − svo góðum að áhorfendur þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófataki. Honum var svo vísað af sviðinu þegar fjór- ar mínútur og 57 sekúnd- ur voru liðnar, en þá hafði hann tilkynnt að hann ætti því miður ekki meira efni. Áhorfendur urðu afar óánægðir og bauluðu þegar starfsmaður sló í gong, sem gefur til kynna að skemmtikraft- ar eiga að yfirgefa sviðið. - afb Ari Eldjárn stóðst prófið í Lundúnum KOMIN Ali Federtowsky er komin til Íslands ásamt fríðum hópi piparsveina. FYNDINN Í LONDON Ari Eldjárn steig á svið í London og lagði í erfiðar fimm mínútur. Bachelorette komin til Íslands „Ég kveð Regnbogann með sökn- uði. Ég er búinn að vera þarna í 30 ár og bý yfir mikilli reynslu,“ segir Halldór Ómar Sigurðsson, framkvæmdastjóri móttökusviðs Regnbogans. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Regnboganum yrði lokað í sumar ef Sena finnur ekki rekstr- arstoð undir bíóið og fær ekki betri leigusamning. Öllu starfs- fólki hefur verið sagt upp störf- um á meðan reynt er að greiða úr rekstrarvandanum. Halldór Ómar hefur starfað í kvikmyndahús- inu frá því að það var opnað árið 1980. Honum hefur verið tilkynnt að hann fái starf í Háskólabíói, ef Regnboganum verður lokað. „Þetta er rétt. Björn Sigurðs- son, rekstrarstjóri hjá Senu, var að segja mér að mér stendur til boða að fara í Háskólabíó. Ég vil gera það,“ segir Halldór, en hann var staddur í strætó á leiðinni í Regnbogann þegar Fréttablaðið náði í hann. „Ég verð í nýjum bún- ingi og fæ nýtt spjald. Þar stendur Háskólabíó – framkvæmdastjóri móttökusviðs.“ Halldór hefur sett svip sinn á bæjarlífið, enda búinn að taka á móti gestum í Regnboganum og rífa af miðum í 30 ár. Hann er þó spenntur fyrir nýjum starfsvett- vangi, en gerir eina kröfu áður en hann yfirgefur Hverfisgötuna: „Ég verð að láta taka mynd af mér við Regnbogann þegar hann hættir.“ atlifannar@frettabladid.is HALLDÓR ÓMAR SIGURÐSSON: KVEÐUR REGNBOGANN MEÐ SÖKNUÐI Framkvæmdastjóri mót- tökusviðs færir sig um set 30 ÁRA REYNSLA Halldór Ómar hefur verið yfirmaður móttökusviðs Regnbog- ans frá upphafi. Hann færir sig um set yfir til Háskólabíós nú þegar óvissa er um framtíð Regnbogans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hópur aðdáenda Jónsa úr Sigur Rós fékk að hlýða á nokkurs konar gener- alprufu fyrir tón- leikaferð hans um heiminn sem hefst eftir viku. Haldnir voru tónleikar í myndveri í London síðasta föstudagskvöld og voru þeir kvikmyndaðir í bak og fyrir. Allir sem tóku þátt í verkefninu þurftu að vera með dýragrímur á höfðinu á meðan Jónsi flutti lögin sín með aðstoð hljómsveitar sinnar. Tónleik- arnir stóðu yfir í sjötíu mínútur og flutt voru öll lögin af nýju plötunni Go auk nokkurra glænýrra laga. Ný sundlaug á Hofsósi var vígð á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Sundlaugin er gjöf athafnakvennanna Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur en einn þeirra sem hafa verið dug- legir að taka sundsprett á morgnana er einmitt eiginmað- ur Lilju, Baltasar Kormákur. Og nýtt ofurband lítur dagsins ljós um páskana þegar hljómsveitin Dalvik-All Stars leikur fyrir dansi í félagsheimilinu Víkurröst laug- ardagskvöldið 3. apríl. Þeir sem það skipa eru meðal annars Matti Matt og Matthías Stefánsson, oftast kenndir við Papana og Eyþór Ingi úr Bandinu hans Bubba. Sá sem lemur húðirnar er hins vegar þekkt- ari sem söngvari en hann heitir Friðrik Ómar. - fb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Hverfisgötu. 2 Hálf öld. 3 Snæfell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.