Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 4
4 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Níu núverandi og fyrr- verandi félagar í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar hand- töku. Sjö þeirra krefjast 600 þúsund króna í bætur og tveir krefjast einn- ar milljónar. Alls voru tíu Fáfnisliðar hand- teknir í félagsmiðstöð klúbbsins við Frakkastíg að kvöldi 4. júlí 2007. Lögregla taldi ljóst að gengið hefði verið í skrokk á manni í húsinu og að vopnum hefði verið beitt – skipt- ilykli, járnstöng og öðrum verkfær- um. Hinn slasaði var félagsmaður á leið úr Fáfni og mun hafa verið á staðnum til að skila búnaði merkt- um klúbbnum. Á meðal hinna handteknu voru Einar Marteinsson, núverandi for- maður klúbbsins, og Jón Trausti Lúthersson, fyrrverandi formaður. Átta hinna handteknu var haldið í fangelsi í tæpan sólarhring. Einar og annar maður voru taldir hafa staðið einir að árásinni og sátu þeir í gæsluvarðhaldi í eina viku. Lög- regla felldi málið síðan formlega niður í maí í fyrra. Einn mannanna hefur þegar feng- ið dæmdar bætur vegna handtök- unnar. Honum var haldið í nítján tíma eftir handtökuna, jafnvel þótt þolandi árásarinnar hefði strax greint lögreglu frá því hverjir hefðu ráðist á hann. Komst dómurinn að því að handtakan hefði verið óþörf og ólögmæt og mann- inum dæmdar 100 þús- und krónur í bætur, einn tíunda af þeirri milljón sem hann fór fram á. Hinir níu fylgja nú í kjölfarið. Einar og sá sem sætti gæsluvarðhaldi með honum krefjast milljónar en hinir 600 þúsund króna. Sá sem þegar hefur fengið bætur fékk gjafsókn til að reka málið. Gjafsóknarnefnd hafnaði hins vegar umsóknum hinna með þeim rökum að málin væru fyrnd, enda væru meira en sex mánuðir síðan þeim var tilkynnt bréfleiðis um að málið hefði verið fellt niður. Þeir kannast hins vegar ekki við að hafa fengið slíkt bréf og má því búast við því að tekist verði á um þetta atriði fyrir dómi. Sjö málanna verða tekin fyrir í héraðsdómi á þriðjudaginn kemur, málflutningur í einu málanna er yfirstaðinn og málflutningur í máli Einars er á dagskrá í september. - sh FÉLAGSHEIMILIÐ VIÐ FRAKKASTÍG Það var í húsinu lengst til hægri á myndinni sem mennirnir voru handteknir. Félagsheimilið hefur nú verið flutt í Hafnarfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Í menningarblaði Fréttablaðsins kom fram að bókin Ekki lita út fyrir, eftir Evu Hauksdóttur, kæmi út eftir páska. Það er ekki rétt, bókin er komin út. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 16° 10° 8° 9° 8° 8° 8° 19° 5° 18° 16° 26° 2° 9° 14° 6°Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara allra vestast. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s um allt land. -2 -3 -4 -5 -6 -5 -4 -1 -1 1 -8 9 10 7 8 5 6 7 12 5 6 10 0 -3 -4 -3 0 -1 -1 -4 -5 -3 KULDATÍÐ Litlar sviptingar verða í veðrinu næstu daga. Áfram blæs köldu lofti úr norðri og það verður frost um allt land út vikuna. Sunnan- og vestantil verður yfi rleitt úrkomulítið og bjart en norð- an- og austanlands má búast við éljum á stöku stað og jafnvel snjókomu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga í aðildarríkjum Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 pró- sent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. „Þessi væga hjöðnun verðbólgu endurspeglar minni hækkun orkuverðs en undangengna mán- uði. Orkuverð hækkaði um 8,4 prósent í febrúar, samanborið við 10,6 prósent í janúar,“ segir í til- kynningu OECD. Meðalverð matvæla í ríkjum OECD lækkaði um 0,3 prósent í febrúar, miðað við undangengna 12 mánuði, en lækkun í janúar nam 0,7 prósentum. - óká Verðbólga minnkar í OECD: Hægir á verð- hækkun orku FEBRÚARVERÐBÓLGAN Land Verðbólgustig 1. Tyrkland 10,1% 2. Ísland 7,3% 3. Ungverjaland 5,8% 4. Mexíkó 4,8% 5. Pólland 3,1% 6. Noregur 3,0% 7. Bretland 3,0% 8. Kórea 2,7% 9. Ástralía 2,1% 10. Bandaríkin 2,1% Heimild: OECD EFNAHAGSMÁL Skuldatryggingar- álag ríkissjóðs hefur lækkað veru- lega síðustu daga, stóð í 373 stigum um hádegisbil í gær, og hafði þá ekki verið lægra síðan í lok októb- er í fyrra. Álagið stóð í 458 stigum þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta Icesave-lögin í byrjun janúar og rauk upp í 675 stig áður en það tók að lækka í febrúar. Þróun íslenska skuldatrygging- arálagsins er þvert á þróun álags- ins á erlendum mörkuðum. Venes- úela og Argentína eru bæði með rúmlega 900 punkta álag og tróna á toppi lista Credit Market Analysis yfir þau tíu lönd sem eru með hæsta álagið. Ísland er í níunda sæti. Greining Íslandsbanka sagði í gær að sennilegasta ástæðan fyrir lækkun álagsins hér séu kaup Seðla- bankans á skuldabréfum ríkissjóðs í erlendri mynt. Fram kom á árs- fundi Seðlabankans í síðustu viku að bankinn hafi keypt á eftirmark- aði skuldabréf sem eru á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári fyrir 91,1 milljón evra (15,8 milljarða króna). Annar flokkanna var gefinn út fyrir tæpum fjórum árum upp á einn milljarð evra. Með kaupunum lækka erlendar skuldir ríkissjóðs, líkt og Greining Íslandsbanka bendir á. - jab MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri greindi frá því á ársfundi bankans í síðustu viku að greidd hefðu verið niður erlend lán ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið lægra síðan í október í fyrra: Greiða niður erlendu lánin EFNAHAGSMÁL Lánshæfismatsfyrir- tækið Standard og Poor’s staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir ríkis- sjóðs fyrir erlendar skuldbinding- ar í fjárfestingarflokki. Einkunnir í innlendum gjaldmiðli voru lækk- aðar um eitt þrep. „Við teljum að til skemmri tíma hafi áhætta í íslensku hagkerfi minnkað. Við teljum að erlend lausafjárstaða verði áfram veik, en stöðug, þar sem gjaldeyris- höft verða áfram til staðar og bæta fyrir þá töf sem hefur orðið á útgreiðslu erlends lánsfjár,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Horfur eru neikvæðar og sagð- ar endurspegla hættu á lækkuðu lánshæfismati ef slitnar upp úr samningaviðræðum um Icesave. - óká Gjaldeyrisstaðan áfram veik: S&P segir horf- ur neikvæðar GJALDEYRIR S&P telja að stjórnvöld viðhaldi gjaldeyrishöftunum lengur en áformað var við upptöku þeirra. Níu Fáfnisliðar krefja ríkið um skaðabætur Níu núverandi og fyrrverandi liðsmenn vélhjólaklúbbsins Fáfnis hafa höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku. Krefjast samtals 6,2 milljóna. Einn til viðbótar hefur þegar fengið skaðabætur vegna sama máls. EINAR MARTEINSSON JÓN TRAUSTI LÚTHERSSON KÍNA, AP Ættingjar 153 námuverka- manna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. Ekkert hefur heyrst frá mönnun- um og óvíst að nokkur þeirra sé á lífi. Aðgerðirnar gengu einkum út á að dæla vatni úr námunni til þess að komast megi að mönnunum. - gb Björgunaraðgerðir tefjast: Óvíst um afdrif námumanna Timburgámur fuðraði upp Eldur varð laus í timburgámi á athafnasvæði Gámaþjónustu Vesturlands við Borgarnes á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegfarandi sem leið átti um þjóðveginn tilkynnti um eldinn. Vel gekk að ráða niðurlögum hans, en ekki er vitað um eldsupptök að sögn lögreglu. BRUNI TYRKLAND, AP Ríkisstjórn Tyrk- lands hefur beðið þingið um að samþykkja nokkra viðauka við stjórnarskrána. Þeir myndu gera kleift að rétta yfir æðstu yfir- mönnum hersins fyrir almennum dómstólum og erfiðara að leysa upp og uppræta stjórnmálaflokka. Stjórnarskrá Tyrklands var sett árið 1980 í tíð herstjórnar sem rændi völdum. Ríkisstjórnin segir viðaukana stuðla að meira lýðræði í landinu og styrkja umsókn Tyrkja að Evrópusam- bandinu. - bs Erfiðara að uppræta flokka: Freista að bæta stjórnarskrána AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 30.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,3393 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,85 128,47 192,86 193,80 172,32 173,28 23,150 23,286 21,402 21,528 17,627 17,731 1,3812 1,3892 194,21 195,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG DÖKKT HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.