Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 24
24 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrifar um sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétars-son, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablaðinu þann 27. mars sl. undir yfirskrift- inni „Söguskoðun sófaspekinga“. Í greininni er Helgi að kenna íslensk- um „mennta- og gáfumennum“, sem hann kallar „sófaspekinga“, lexíu varðandi þróun íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í við „sófaspekingana“ fyrir skort á almennri þekkingu á þróun íslensks sjávarútvegs auk þess sem hann segir þá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarút- vegsins. Ekki er ætlunin að fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófa- spekingana“. Hins vegar er augljóst að upprifjun Helga á handstýrðri hagstjórn fortíðar með síendurtek- inni rússíbanareið gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóðandi; hvorki einstaklingum né fyrirtækjum hvort heldur sem er til sjávar eða sveita. Grein Helga und- irstrikar því hina hrópandi þörf fyrir stöðugleika í efnahagsmálum til framtíðar. Til að slíkt geti orðið þarf að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir gera sér grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt því að eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina er evra. Auk þess gera flestir sér grein fyrir því að evra fæst ekki nema með aðild að ESB. Áskorun Helga Áss Helgi telur að það „væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskr- ar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambands- ins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiði- stjórnkerfi“. Eflaust er það rétt hjá Helga að margur „sófa- spekingurinn“ mætti kynna sér sögu og þróun íslensks sjávarútvegs betur. Í fræði- störfum sínum hefur Helgi gert það og komist að niður- stöðu um ágæti þess kerfis sem við búum við í dag og er ekkert nema gott um það að segja. Við lestur greinar Helga hnaut ég hins vegar um þá áskorun að bera saman sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfis- ins og stefnu ESB með „bærilegri sanngirni“. Fullyrt er að saman- burðurinn sýni yfirburði Íslend- inga umfram aðra við fiskveiði- stjórnun. Nú vill svo til að undirritað- ur hefur unnið rannsókn þar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er borið saman við sjávarútvegs- stefnu ESB með hugsanlega aðild í huga. Ljóst má vera að sjávarútveg- ur í ESB glímir við mikinn vanda. Jafnframt er ljóst að það er eins konar íþrótt á Íslandi að tala af létt- úð og vanþekkingu um sjávarútveg í ESB. Þær aðstæður sem sjávar- útvegur í ESB býr við eru með allt öðrum og ósambærilegum hætti en hér á Íslandi. Ósambærilegar aðstæður Í samanburði við ESB, þar sem fiskveiðilögsögur skarast undan- tekningalaust og fiskistofnar eru sameiginlegir, má með „bærilegri sanngirni“ segja að fiskveiðistjórn- un á Íslandi fari fram í einangruðu fiskabúri. Fullyrða má að ef ekki er hægt að ná góðum árangri við fisk- veiðistjórnun á Íslandi, þar sem flestir okkar helstu nytjastofnar eru tiltölulega staðbundnir, er það hvergi hægt. Strandríki ESB búa við gerólíkar aðstæður og úrlausn- arefni af allt annarri stærðargráðu auk þess sem sjávarútvegur er rek- inn með gerólíkum formerkjum af augljósum efnahagslegum ástæð- um. Af landfræðilegum ástæðum fer fiskveiðistjórnun í ESB að hluta til fram á alþjóðlegum vettvangi sambandsins – aðstæður leyfa ein- faldlega ekki annað. Þar er t.d. tekinn sameiginleg ákvörðun um hámarksafla sem er úthlutað til strandríkja sem síðan geta stuðst við hvaða kerfi sem er við upptöku aflans. Dæmi eru um afbrigði við íslenska kvótakerfið hvað það varð- ar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, og „sófaspeki“ margra gáfumanna, er algjörlega útilokað að stjórna fiskveiðum alfarið frá einstaka strandríki – slíkt yrði einfaldlega ávísun á allsherjar þorskastríð. Það er því algjör misskilningur að sam- eiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé rót alls hins illa í evrópskum sjáv- arútvegi. Málið er mun flóknara en svo og fullyrða má að staðan væri síst betri hefðu menn ekki vettvang ESB til að ráða ráðum sínum. Söguleg þróun og sanngirni Íslenska kvótakerfið hefur knúið fram hagræðingu í sjávarútvegi á ýmsum sviðum. Sé hins vegar litið til þess afla sem við Íslendingar tökum úr sjó í dag, eftir áratuga kvótakerfi, má hins vegar efast um ágæti kerfisins sem fiskveiðistjórn- unartæki. Undirritaður gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því að hér er um flókið samspil stjórnun- ar og umhverfisaðstæðna að ræða. En hverju sem því líður þá má með „bærilegri sanngirni“ segja að íslenska „fiskabúrið“ sé í veiga- miklum atriðum fullkomlega ósam- anburðarhæft við þann flókna veru- leika sem hafsvæði ESB býður upp á. Það vita þeir sem hafa kynnt sér sögulega þróun fiskveiða og fisk- veiðistjórnunar á Íslandi og í ESB. Höfundur er stjórnmálafræðingur og togarasjómaður. „Sófaspeki“ sjómanns UMRÆÐAN María Hjálmtýsdóttir skrifar um vörumerki Þann 23. mars sl. birtist í Frétta-blaðinu grein eftir Henrik Bill- ger, forstjóra fyrirtækisins Santa Maria AB í Svíþjóð sem hann skrif- aði vegna viðtals sem tekið var við mig í blaðinu nokkrum vikum fyrr. Í stuttu máli fjalla skrifin um kröfur fyrirtækis Henriks um að hætt verði að nota nafnið Santa María á veitingastað við Lauga- veg 22a. Henrik hefur grein sína á því að lýsa því yfir að Íslendingar muni vinna sig út úr kreppunni (takk fyrir það). Í framhaldi af því útskýrir hann mikil- vægi laga um vörumerki og hvernig vörumerki og viðskiptavild eru byggð upp. Því næst rekur hann í stuttu máli sögu fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir og áður en hann lýkur skrifum sínum á óskum um að íslenskum fyrirtækjum megi vegna vel erlend- is (takk fyrir það líka), sakar hann mig um að ljúga. Herra Henrik er forstjóri stærsta kryddfyrir- tækis Svíþjóðar sem m.a. selur vörur undir nafn- inu Santa Maria Tex-Mex. Fyrirtækið heitir Santa Maria AB. Þeir eiga nafnið skráð víðsvegar í Evrópu og hér á Íslandi eiga þeir skráningu í flokkum sem tengjast pakkamat, sósum, kryddi og þessháttar og við höfum engin áform um að hrufla við þeim rétti þeirra eða reyna að græða á viðskiptavild þeirra og orðstír í tengslum við Tex-Mex vörurnar. Það að eiga nafn og vörumerki skráð í ákveðnum flokkum úti- lokar ekki aðra frá því að mega skrá svipað nafn í öðrum flokkum svo lengi sem notkun á nafninu veld- ur ekki ruglingi. Ég á enn þá eftir að hitta einhvern sem hefur látið sér detta í hug að rugla veitingastaðn- um á Laugavegi við krukkurnar og pakkana í Bónus og fleiri verslunum. Ég vona af öllu hjarta að enginn rugli þessu saman, enda liti ekki vel út fyrir okkur ef fólk teldi okkur byggja matseld okkar á tilbúnum Tex- Mex pakkamat sem hver sem er getur keypt úti í búð. Svo ég svari nú líka ásökun Henriks um að segja ekki satt og rétt frá langar mig í stuttu máli að rekja forsögu þessara deilna sem hér eiga sér stað. Í mars árið 2008 opnaði ég ásamt maka mínum lít- inn veitingastað við Laugaveg. Nafnið Santa María – bístró, völdum við sem tilvísun í allar þær Maríur sem okkur tengjast, og eru þær ófáar mæður okkar, formæður og frænkur. Að auki er Santa María þjóðar- dýrlingur og verndari Mexíkana (eða Mexíkóa fyrir þá sem vilja) um allan heim. Okkur datt aldrei í hug nokkurskonar tenging við öll þau óteljandi fyrirtæki og staði um allan heim sem nota nafnið Santa María, nú eða skip Kólumbusar sem sigldi yfir höfin til að kaupa krydd og verða ríkur um leið og hann lagði undir sig ný lönd fyrir hönd spænska konungsríkis- ins og níddist á frumbyggjum Ameríku. Skipið Santa María, sem hét upphaflega La Gallega, sökk reyndar í fyrstu ferðinni, en það er önnur saga. Rúmu ári eftir að við opnuðum fengum við bréf frá lögmannsstofu þar sem okkur var bent á að Santa Maria AB ætti nafnið skráð í einhverjum vöru- merkjaflokkum og að við fengjum vinsamlegast smá tíma til að vera svo væn að hætta allri notkun á nafn- inu. Henrik skrifar að haft hafi verið samband við okkur og að þeir hafi vænt þess að ábending þeirra leiðrétti misskilning. Þetta hljómar voða vingjarn- legt en mig langar að spyrja hann á móti hvers vegna þeir höfðu ekki bara samband við okkur sjálfir og ræddu þetta mál við okkur? Hver sigar hæstaréttar- lögfræðingum á pínulítið fyrirtæki vegna misskiln- ings? Ef þið treystuð á samvinnu okkar og velvilja, hvers vegna var þá undirliggjandi hótun falin innan- um illskiljanlegan lögfræðitexta í hverju einasta bréfi frá hinum hæstvirtu háfleygu lögfræðingum sem höfðu samband við okkur fyrir ykkar hönd? Ef þið eruð svona krúttlegt og umhverfisvænt smáfyrirtæki sem varð svo stærst og sterkast og þið viljið okkur sem erum enn þá og verðum vonandi alltaf lítil, virki- lega vel, hvers vegna eigið þið ekki bara samskipti við okkur eins og eðlilegt fólk? Það sem við höfum gert síðan lagabréfin fóru að berast er að við höfum fjarlægt nafnið úr gluggum staðarins og lokað heimasíðunni vegna þess að í bréf- unum má lesa að áframhaldandi notkun nafnsins muni koma okkur í koll. Svo fengum við nafnið skráð í flokki veitingahúsaþjónustu til að fá lagalegan flöt fyrir samskiptin, enda engin annarskonar samskipti í boði. Þeirri skráningu hefur nú verið andmælt með hafsjó af lagatilvísunum og í framhaldi af því höfum við ákveðið að gefast upp. Við erum því miður of lítil og veikburða til að standa í svona stappi. Kæri herra Henrik, af hverju hringdirðu ekki bara í mig og við hefðum getað leyst þetta á mannlegu nót- unum? Eða týnast mannlegu nóturnar þegar smáfyr- irtæki verða stór? Að lokum langar mig að þakka óskir Henriks um velgengni í því sem við erum að gera. Á sama hátt óskum við þeim velgengni í þjóðmenningarlega mat- arbransanum og vonum að þeir haldi áfram að vera stærstir og mestir og megi þeir áfram vera næst- um einir um að prýða Tex-Mex hillur stórmarkaða á Íslandi. Höfundur er einn eigenda Heilagrar Maríu við Laugaveg. María eða Heilög María Einn maður – eitt atkvæði UMRÆÐAN Björgvin G. Sigurðs- son skrifar um kjör- dæmaskipan Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um að landið verði eitt kjör- dæmi. 21 þingmaður úr fjórum flokkum flytur málið og er stuðningur við þessar brýnu lýðræðisumbætur mikill í öllum flokkum og þvert á þá. Það er mikill sigur því hér er fyrst og fremst um að ræða grundvall- ar mannréttindi; einn maður eitt atkvæði óháð kyni, stétt eða stöðu. Kostir og gallar einstakra aðferða við kosningar og skipan mála í þeim efnum eru velflest- um kunnir enda hefur umræðan um kjördæmamálið staðið linnu- lítið áratugum saman. Í skýrslu nefndar forsætisráðherra um breytingar á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþing- is frá október 1998 er á grein- argóðan hátt farið yfir kosti og galla hinna fjölmörgu valkosta sem til sögunnar hafa verið nefndir varðandi þessi mál. Er til þeirrar skýrslu vísað varð- andi þau efni. Kostir þess að landið verði eitt kjördæmi eru að mati flutnings- manna: 1. Fullkominn jöfnuður næst milli kjósenda og misvægi atkvæða er ekki lengur til stað- ar. 2. Stjórnmálaflokkar fá þann þingmannafjölda sem atkvæði þeim greidd segja til um. 3. Þingmenn hafa heildar- hagsmuni að leiðarljósi í störf- um sínum en ekki þröng kjördæmasjónarmið. 4. Kosningakerfið er einfalt og auðskilið. Til að tryggja virkt lýðræði við val fulltrúa flokkanna á framboðs- listum kemur einnig til álita að í kosninga- lög yrðu fest ákvæði í þá veru. Má þar nefna ákvæði um persónukjör, prófkjör stjórnmálaflokka, aukn- ar heimildir kjósenda við end- urröðun frambjóðenda á fram- boðslistum og að vægi þeirra breytinga yrði aukið umtals- vert, hugsanlegt frelsi kjósenda til að velja einstaklinga á fleiri en einum framboðslista og fleiri skyld atriði. Þau álitaefni ber að fara yfir og ákvarða við nauðsyn- lega endurskoðun kosningalaga verði frumvarp þetta samþykkt og mun boðað stjórnlagaþing án efa taka vel á því máli. Grundvallaratriðið er að með því að gera landið að einu kjör- dæmi og öll atkvæði kosninga- bærra landsmanna jafn þung er stigið stórt skref í mannréttind- um á Íslandi. Engin haldbær rök eru fyrir því að vægi atkvæða sé misjafnt eftir búsetu fólks. Aðrar leiðir en kosningakerf- ið eru miklu eðlilegri til þess að bæta stöðu einstakra byggða til búsetu í þeim. Því telja flutn- ingsmenn málsins tímabært og áríðandi að ráðast í þessar breytingar á stjórnarskrá lands- ins þannig að breytingar þessar taki sem fyrst gildi. Með þessu er það innsiglað að allir alþingis- menn vinna að hagsmunum allra Íslendinga en eru ekki seldir undir þrönga sér- og kjördæma- hagsmuni. Landið eitt kjördæmi yrði stórt skref í þá átt að byggja upp heilbrigðara þjóðfélag úr brot- um þess gamla, auk þess sjálf- sagða mannréttindamáls að öll atkvæði vegi jafn þungt. Óháð nokkru sem tengist stöðu eða búsetu fólksins í landinu. Höfundur er formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Með þessu er það innsiglað að allir alþingismenn vinna að hagsmunum allra Íslend- inga en eru ekki seldir undir þrönga sér- og kjördæma- hagsmuni. ÚLFAR HAUKSSON MARÍA HJÁLMTÝSDÓTTIR Fagor hitakútar TB W A \P IP A R • S ÍA • 1 00 81 4 45.900 49.900 56.900 65.900 73.900 82.900 97.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.