Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 20
20 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í ýmsum tungumálum eru til orð og orðtæki sem merkja einhvern óákveðinn og óljós- an tíma sem er einhvers stað- ar afskaplega langt í burtu. Í íslensku er t.d. talað um það ár þegar jólin ber upp á páska. Ágústus keisari talaði stundum um það á sínum tíma að eitthvað gerðist „á hinum grísku kalend- um“ eða hann vildi fresta ein- hverju „til hinna grísku kalenda“ („ad kalendas graecas“, eins og keisarinn sagði), en „kalendur“ voru rómverskur hátíðisdagur, fyrsti dagur hvers mánaðar, sem var ekki við lýði í Grikklandi og því aldrei haldinn hátíðlegur þar. Þetta orðtak hefur svo varð- veist í frönsku og er þar nokkuð algengt, en Frakkar hafa bætt öðrum við mjög svipaðrar merk- ingar. Tala þeir t.d. um að eitt- hvað muni gerast á „messudegi hins heilaga Glinglinusar“, en þótt nafn þessa dýrlings heyrist oft í daglegu tali manna virðist hann hvergi vera skráður á dýrl- ingatal hinnar kaþólsku kirkju og messudaginn er heldur ekki að finna í almanakinu hversu vel sem að er leitað. Svo vitna þeir gjarnan til „vikunnar með fimmtudögunum fjórum“ og er sennilega nokkuð langt að bíða þess hlaupárs sem verður lengt svona rausnarlega. Loks má nefna að Frakkar telja stundum að eitthvað muni gerast þegar „hænurnar fá tennur“, en á því kunna dýrafræðingar sennilega betri skil en ég. Þetta kemur mér stundum í hug þegar fréttir berast af þeirri skýrslu um Hrunið sem rann- sóknarnefnd Alþingis vinnur nú ötullega að. Væri ekki mikill hagur fyrir nefndarmenn ef þeir byndu sig ekki við lagamál held- ur notfærðu sér alla þá mögu- leika sem felast í tungumálinu, orðtækjum þess og öllum þeim þýðingarlánum sem völ er á? Þá slyppu þeir við að þurfa að end- urtaka í sífellu á eins álappaleg- an hátt og raun ber vitni að birt- ing þeirrar skýrslu sem svo mjög er beðið eftir muni enn frest- ast um eina viku, tvær vikur, fram að næstu mánaðamótum, fram í miðjan næsta mánuð, og þar fram eftir götunum, eins og segir í tilkynningum sem allir eru orðnir dauðleiðir á að heyra og taka með æ meiri tortryggni. Þá gætu þeir komið með alveg bitastæðar skýringar á töfinni sem allir hlytu að taka alvarlega. Þeir gætu t.d. sagt – og eitt úti- lokar engan veginn annað held- ur er hægt að nota skýringarnar allar hverja á eftir annarri eins lengi og þurfa þykir: „Ákveðið hefur verið að birta skýrsluna daginn þegar alþingis- menn eru að búa sig undir tvöfalt hátíðahald árið sem jólin ber upp á páska, svo þeir geti lesið hana léttir í lund og meðtekið í rétt- um anda. Hún verður bundin inn í líki konfektkassa svo auðveld- ara verði fyrir þingmenn að láta hana ganga sín á milli í þingsal.“ „Til að sýna samstöðu með Grikkjum sem eiga í svipuðum erfiðleikum og við Íslending- ar og eru einnig að setja saman rannsóknarskýrslu um málið hefur verið talið rétt að birta báðar skýrslurnar samtímis á hinum grísku kalendum. Þess vegna verður hún einnig prentuð á grísku höfðaletri og með bús- trófedon.“ „Til að auðvelda fyrir viðræð- ur um aðild Íslendinga að Evr- ópusambandinu og fá góðvild Evrópuþjóðanna, þannig að þær bjóði okkur upp á góða og hag- stæða skilmála, verður skýrslan birt á messudegi hins ginnhelga Glinglinusar, sem er almennur frídagur í álfunni og helgaður sívaxandi Evrópusamstarfi.“ „Þar sem skýrslan er nú þegar orðin níu bindi, sem eru hvert um sig upp á 2.000 blaðsíður fyrir utan viðauka, og úr henni á enn eftir að teygjast, er augljóst að íslenskur almenningur þarf að fá drjúgan tíma til að lesa hana og meðtaka og sporðrenna öllum þeim ógrynnum upplýs- inga sem hún hefur að geyma. Því er nú talið rétt að bíða með birtingu fram í viku hinna fjög- urra fimmtudaga.“ „Búast má við því að skýrslan verði lesin og rannsökuð í þaula, vafalaust verður hún einnig fyrir nagandi gagnrýni. En allar slíkar umræður eru mjög til skilningsauka fyrir Íslendinga og munu leiða þá í allan sann- leika um það í hvaða sósu þeir voru étnir. Til að auðvelda fyrir því hefur nú verið ákveðið að fresta birtingu þangað til hæn- urnar verða búnar að fá tennur.“ Heilagur Glinglinus Tafir EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavík-urborgar afhenta þróunarstyrki leik- skólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka sam- starf á milli leikskóla, hefja samstarfs- verkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slík- ir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróun- ar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfs- fólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bank- anna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldr- ar áttu fleiri samverustundir með börn- um sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmynd- ar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skól- arnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og end- urskoða og prófa eitthvað nýtt – allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi. Mikilvægir styrkir ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Búast má við því að skýrslan verði lesin og rannsökuð í þaula, vafalaust verður hún einnig fyrir nagandi gagnrýni. Upptekinn Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjölskylduhjálpar Íslands, trúir því ekki að Ásgerður Jóna Flosadóttir hafi dregið þá sem leita til samtakanna í dilka eftir þjóðerni. Hann hafi þó ekki náð að kynna sér viðtal við Ásgerði Jónu í Fréttablaðinu, þar sem hún sagðist hafa tekið alla Íslendinga fram fyrir í röðinni. Matthías telur að um misskilning hljóti að vera að ræða. „Menn spá ekkert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Mikið má stjórnarformaður Fjölskylduhjálparinnar vera upp- tekinn, ef hann getur ekki einu sinni kynnt sér mjög alvarlegar ásakanir í garð stofnunarinnar. Annað viðmót Mælirinn er fullur, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á árshátíð fyrirtækisins á dögunum. Átti hann við framkomu ríkisstjórnarinnar við útgerðarmenn. „Við munum láta í okkur heyra á annan hátt hér á landi en áður,“ bætti hann við. Ekki er vitað með hvaða hætti útgerðarmenn láta heyra í sér næst – en hver veit, kannski verða þeir kurteisir og prúðmannlegir. Hver er Hannes? Hannes Hólmsteinn Gissurarson leikur sér með gríska goðafræði í pistli á Pressunni. Að hans mati var Davíð Oddsson í hlutverki Kassöndru í aðdraganda hrunsins, en Kassandra var dæmd til að sjá allt fyrir en enginn trúði henni. Ingibjörg Sólrún var hins vegar Pandóra, sú sem lauk upp kistu sinni og sleppti lausri alls kyns óáran. En hver var þá Hann- es, hægri hönd Davíðs? Kannski hin málglaða Ekkó – sem var ókleift að segja nokkuð annað en það síðasta sem hún heyrði. bergsteinn@ frettabladid.is Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 07 89 DW743 Vinsælasta veltisögin frá DeWalt Afl: 2000 W Blaðstærð: 250 mm 124.900 kr. (með VSK) Allt veltur á söginni! Þ eim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða þykir oft sem baráttan sækist seint. Og ekki bara seint því ýmis teikn eru um að það sem ætti að ganga áfram virðist fara aftur á bak. Dæmi um þetta er að svo virðist sem staðlaðar og gam- aldags kynjaímyndir séu jafnvel sterkari nú en þær voru fyrir svo sem áratug. Klámvæðingin sem hefur orðið í vestrænu samfélagi ýtir undir þessar gömlu kynjaímyndir þar sem karlinn er gerand- inn, sá sem valdið hefur, og konan fyrst og fremst andlag í höndum hans, ekki vitsmunavera með frjálsan vilja og þarfir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að langt er í land að launajafn- rétti náist og í áhrifastöðum flestum hallar mjög á hlut kvenna. Skref fram á við í átt til kynjajafnréttis er ótvírætt að hlutfall kvenna í sölum Alþingis hefur aukist til muna. Undir lok síðasta þings höfðu þó nokkrar konur tekið sæti á þingi í stað karla sem hætt höfðu þingmennsku þannig að kynjahlutfallið hafði jafnast verulega miðað við 31 prósent sem var hlutur kvenna á þingi eftir kosningarnar 2007. Eftir kosningarnar sem fram fóru fyrir 11 mán- uðum er kynjahlutfall á Alþingi Íslendinga hærra en nokkru sinni fyrr þegar 43 prósent þingmanna eru konur. Ætla má að bein tengsl séu milli kynjahlutfalls í þingsölum og þeirra mikilvægu skrefa sem stigin hafa verið í átt til kynjajafn- réttis í lagasetningu undanfarið ár. Fyrsta skrefið var samþykkt á breytingu á almennum hegning- arlögum þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð. Fyrsti flutnings- maður þess frumvarps var stjórnarþingmaðurinn Atli Gíslason. Annað skrefið var samþykkt breytingatillögu minnihluta við- skiptanefndar á frumvarpi til laga um hlutafélög og einkahlutafélög sem varðaði hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Þriðja skrefið var svo samþykkt laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald en þar var um að ræða þingmannafrumvarp þar sem fyrsti flutningsmaður var stjórnar- andstöðuþingmaðurinn Siv Friðleifsdóttir. Í frétt Fréttablaðsins af samþykkt frumvarps Sivjar lét hún þau orð falla að sér þætti sem ferskur blær kynjajafnréttis léki nú um Alþingi. Sömuleiðis sagði hún að sér fyndist lýðræðislegri áherslur einkenna starf þingsins og að þingið væri farið að taka af skarið gagnvart framkvæmdavaldinu. Sem dæmi nefndi hún að ákvæðið um kynjakvóta hefði ekki verið í upphaflegri gerð frumvarps til laga um hlutafélög og einkahlutafélög heldur bæst við í meðförum þingsins. „Þingið er að efla sig, að taka svona róttæka stefnu í jafn- réttismálum,“ sagði Siv í samtali við blaðið. Breytingar á lögum sem lúta að jafnrétti kynjanna eru ævinlega umdeildar. Svo hefur einnig verið um þær þrjár lagabreytingar sem hér er getið. Jafnréttissinnar fagna þó flestir að löggjafinn skuli hafna þeirri birtingarmynd kynbundins ofbeldis sem vændi og nektardans eru. Sömuleiðis stuðningi löggjafans við að auka jafnræði kynja í stjórn- um fyrirtækja. Alþingi hefur samþykkt þrenn lög á tæpu ári sem öll eru lóð á vogarskálar kynjajafnréttis. Þrír mikilvægir áfangar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.