Fréttablaðið - 15.04.2010, Side 58

Fréttablaðið - 15.04.2010, Side 58
 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslensk- ir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvik- myndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvik- myndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leik- ur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sig- urðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Samkvæmt lauslegri athug- un Fréttablaðsins er Pétur Rögn- valdsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Stjörnuskin í Hollywood > HÖRKU HASARATRIÐI Kvikmyndatímaritið Empire birti á vefsíðu sinni stutta mynd um hasaratriðin í Prince of Persia sem Gísli Örn Garðarsson leik- ur í. Íslenska leikaranum bregð- ur stuttlega fyrir en óhætt er hægt að lofa að að- dáendur hopp- og áhættuatriða fá sitt- hvað fyrir sinn snúð í þessari mynd. Hinir árlegu bíódagar Græna ljóssins hefjast 16. apríl í Regnboganum. 24 kvikmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar. Meðal kvikmynda hátíðar- innar má nefna Crazy Heart, mynd- ina sem Jeff Bridges fékk Óskars- verðlaun fyrir, og svo Hvíta bandið eftir Michael Haneke en hún hefur vakið feikilega mikla athygli og var meðal annars tilnefnd til tvennra Óskars- verðlauna. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni graenal- josid.is. Bíódagar að hefjast Á SLÓÐ STJARNANNA Gísli Örn Garðarsson, Anita Briem og Ingvar E. Sigurðsson hafa haldið uppi nafni Íslands á hvíta tjaldinu í Hollywood. Peter Ronson, Gunnar Hansen og Anna Björns höfðu þó fetað þessa slóð ásamt Maríu Ellingsen. Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Pét- urs mikla athygli í íslenskum fjöl- miðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhim- ininn þegar hann slátraði banda- rískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgun- blaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséð- ir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki.“ Anna Björns, sem lék hina kjaft- foru Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná ein- hverjum frama í kvikmyndaborg- inni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pier- ce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athygl- ina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sáp- uóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórn- aði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Hlíðasmári 14 - Kópavogur Opið 12 - 18 alla daga ENN MEIRI LÆKKUN! ÚTSÖLUMARKAÐUR HLÍÐASMÁRA 14 Buxur 1.000,- Jakkar 2.000,- Bolir/Toppar 1.000,- Kjólar 2.000,- Peysur 1.500,- Fylgihlutir 500,- Nýttkorta-tímabil SMÁR ALIND R E Y K JA N E SB R A U T SM Á R A H V A M M U R HLÍ ÐAS MÁR I 14 KÓP AVO GI Læ rum með M úmínálfunum Litríkar og bráðskemmtilegar nýjar harðspjalda- bækur fyrir yngstu lesendurna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.