Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 58
 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslensk- ir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvik- myndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvik- myndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leik- ur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sig- urðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Samkvæmt lauslegri athug- un Fréttablaðsins er Pétur Rögn- valdsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Stjörnuskin í Hollywood > HÖRKU HASARATRIÐI Kvikmyndatímaritið Empire birti á vefsíðu sinni stutta mynd um hasaratriðin í Prince of Persia sem Gísli Örn Garðarsson leik- ur í. Íslenska leikaranum bregð- ur stuttlega fyrir en óhætt er hægt að lofa að að- dáendur hopp- og áhættuatriða fá sitt- hvað fyrir sinn snúð í þessari mynd. Hinir árlegu bíódagar Græna ljóssins hefjast 16. apríl í Regnboganum. 24 kvikmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar. Meðal kvikmynda hátíðar- innar má nefna Crazy Heart, mynd- ina sem Jeff Bridges fékk Óskars- verðlaun fyrir, og svo Hvíta bandið eftir Michael Haneke en hún hefur vakið feikilega mikla athygli og var meðal annars tilnefnd til tvennra Óskars- verðlauna. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni graenal- josid.is. Bíódagar að hefjast Á SLÓÐ STJARNANNA Gísli Örn Garðarsson, Anita Briem og Ingvar E. Sigurðsson hafa haldið uppi nafni Íslands á hvíta tjaldinu í Hollywood. Peter Ronson, Gunnar Hansen og Anna Björns höfðu þó fetað þessa slóð ásamt Maríu Ellingsen. Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Pét- urs mikla athygli í íslenskum fjöl- miðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhim- ininn þegar hann slátraði banda- rískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgun- blaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséð- ir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki.“ Anna Björns, sem lék hina kjaft- foru Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná ein- hverjum frama í kvikmyndaborg- inni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pier- ce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athygl- ina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sáp- uóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórn- aði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Hlíðasmári 14 - Kópavogur Opið 12 - 18 alla daga ENN MEIRI LÆKKUN! ÚTSÖLUMARKAÐUR HLÍÐASMÁRA 14 Buxur 1.000,- Jakkar 2.000,- Bolir/Toppar 1.000,- Kjólar 2.000,- Peysur 1.500,- Fylgihlutir 500,- Nýttkorta-tímabil SMÁR ALIND R E Y K JA N E SB R A U T SM Á R A H V A M M U R HLÍ ÐAS MÁR I 14 KÓP AVO GI Læ rum með M úmínálfunum Litríkar og bráðskemmtilegar nýjar harðspjalda- bækur fyrir yngstu lesendurna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.