Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 10

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 10
10 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR HAÍTÍ „Langtímauppbygging verður í að minnsta kosti tíu ár ef ekki lengur,“ segir Kristjón Þor- kelsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands á Haítí. Hann fjallar um endurreisnarstarfið þar í grein sem birt var á vef Rauða krossins í gær. „Á sumum svæðum þar sem skjálftinn reið yfir sér maður steinsteypu sem hreinlega varð að dufti,“ segir hann og bendir á að eftir skjálft- ann hafi verið áætlað að um það bil þrettán hundruð þúsund manns hafi verið á vergangi. „Í þéttbýli hefur fólk komið sér fyrir í óskipu- lögðum, yfirsetnum búðum sem eru aðallega gerðar úr plastdúkum og prikum. Í flestum tilfellum er vandamál að komast í vatn en það þarf tankbíla til að flytja vatn til fólksins. Á stöku stað höfum við getað tengt inn á vatnsveituna en hún var í slæmu ásigkomulagi fyrir,“ segir Kristjón. Fram kemur að Rauði krossinn útvegi um það bil tvær milljónir lítra af vatni í yfir níutíu búðum í Port au Prince og Leogane. Þá segir hann að salernismál séu enn stærri og alvarlegri vandamál. „Í upphafi voru kamrar settir á skurði til að ráða við bráðaþörfina. Nú eru skurðirnir að fyllast og það sem verra er að þegar rignir fyllast skurðirnir af regnvatni og flæða yfir bakkana með tilheyrandi mengun. Þetta vandamál óttast menn mikið þegar regn- tíminn byrjar fyrir alvöru því þá eykst hættan á útbreiðslu sjúkdóma á borð við kóleru, tauga- veiki, mislinga og malaríu, sem eykst alltaf á þessum tíma.“ - óká Skurðir á Haítí fyllast af saur svo upp úr flæðir þegar rignir: Uppbygging á Haíti tekur áratug hið minnsta Í TJALDBÚÐUM Munaðarlaus börn í tjaldbúðum sem komið var upp eftir jarðskjálftana í janúar. MYND/SEGLAGERÐIN ÆGIR Í FJÓSINU Landssamband kúabænda ætlar að halda kostnaði vegna aðstöðu „innan skikkanlegra marka, þótt opnað hafi verið útibú” segir á vef LK. LANDBÚNAÐUR Landssamband kúa- bænda hefur opnað útibú á Akur- eyri, að því er fram kemur á vef sambandsins. „Framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda hefur nú flutt búferlum til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni. Hafa sam- tökin tekið skrifstofuaðstöðu á leigu í Búgarði, Óseyri 2,“ segir þar. Heimilisfang samtakanna verður eftir sem áður að Bitru- hálsi 1 í Reykjavík og verður skrifstofuaðstaða þar. „Mun framkvæmdastjóri sinna starfi sínu á þessum tveimur stöðum eftir því sem aðstæður krefjast,“ segir á vefnum. - óká Framkvæmdastjóri flytur: LK opnar skrif- stofu Akureyri FERÐAMÁL Gistinætur á hótelum voru 10,7 prósentum fleiri í mars en þær voru í sama mánuði ári fyrr, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Fjölgunin er einkum rakin til þess að fleiri erlendir gestir hafi sótt landið heim, því gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um 18,4 prósent á tímabilinu meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði. „Þessi þróun hvað erlenda ferðamenn varðar kemur ekki á óvart enda höfðu þeir aldrei verið fleiri hér á landi í marsmánuði en þeim síðasta,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. - óká Fleiri gistu á hótelum í mars: Færri innfædd- ir á hótelunum TRÚMÁL Birtur hefur verið á vef Vantrúar listi yfir presta sem ekki skrifuðu undir stuðningsyfirlýs- ingu við ein hjúskaparlög sem birt- ist í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Alls skrifuðu 82 undir stuðn- ingsyfirlýsinguna. „Eins og flestir vita var málinu ýtt til hliðar á prestastefnu,“ segir á vefnum, en áréttað að engar ályktanir séu dregnar af því af hverju fólk hafi ekki skrifað undir. „Vel má vera að margir sem hér eru taldir upp styðji ein hjúskapar- lög,“ segir þar um leið og sérstök athygli er á því vakin að í stuðn- ingsyfirlýsingunni vanti helstu forvígismenn kirkjunnar, biskup, vefprest, verkefnastjóra fræðslu- mála og upplýsingafulltrúa kirkj- unnar. - óká Vantru.is birtir prestalista: Biskupinn er ekki á listanum HEILBRIGÐISMÁL Á fundi ráðgjafa- nefndar Sóttvarnastofnunar Evr- ópusambandsins, sem nú stendur í Stokkhólmi, grennslaðist Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir fyrir um hvort varað hefði verið við Íslandsferðum vegna eldgoss- ins í Eyjafjalla- jökli. Fékk hann þau svör að svo hefði ekki verið. Á fundinum veitti Haraldur upplýsingar um stöðu mála vegna gossins. - bþs Sóttvarnalæknir á ESB-fundi: Ekki varað við Íslandsferðum HARALDUR BRIEM DÓMSMÁL Stýrimaðurinn á fiski- skipinu Bjarna Ólafssyni AK-70 hefur verið dæmdur í 300 þúsund króna sekt og sviptur skipstjórn- arréttindum í þrjá mánuði. Stýrimaðurinn dró uppi og sigldi fram úr dráttarbáti sem var með pramma í togi. Fiski- skipið sigldi á dráttartaugina með þeim afleiðingum að drátt- arkrókurinn slóst út á bakborða dráttarbátsins. Það varð til þess að báturinn fór að mestu í kaf og hallaði svo mikið að hætta var á að honum myndi hvolfa. Báturinn og fiskiskipið rákust saman, gat kom á stjórnborðssíðu skipsins og skipverji á dráttarbátnum slasað- ist. - jss Sigldi skipi á dráttartaug: Stýrimaður dæmdur í sekt Upplýsingafulltrúar ráðnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi fjármála- ráðuneytisins. Rúmlega 30 sóttu um stöðuna. Þá hefur Elfa Björk Sverrisdóttir verið ráðin tímabundið í starf upplýsingafulltrúa heilbrigðis- ráðuneytisins. STJÓRNSÝSLA KOSNINGAR Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla vegna borgar- stjórnarkosninganna 29. maí fær- ist í Laugardalshöll á mánudag. Frá 6. apríl hefur hún farið fram hjá sýslumanninum í Reykjavík. Opið er hjá sýslumanni á milli 9.00 og 15.30 í dag og á föstu- dag og á milli 12.00 og 14.00 um helgina. Í Laugardalshöll verður opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla á sjúkrahúsum og dvalar- heimilum aldraðra hefst þriðju- daginn 18. maí og verður nánar kynnt á viðkomandi stöðum. - bþs Utankjörfundaratkvæði: Kosið í Höllinni á mánudaginn DÓMSMÁL Lögmannafélag Íslands hefur sent formanni Dómarafé- lags Íslands bréf í tilefni af hús- leitum sem dómarar hafa heimil- að á lögmannsstofum eftir hrun. Afrit af bréfinu var sent dóms- málaráðherra. Í bréfinu er áréttað að lögmenn séu bundnir þagnarskyldu um hvaðeina sem við kemur starfi þeirra. Þeir skuli aldrei, án end- anlegs dómsúrskurðar sem bein- ist að þeim eða skýlauss laga- boðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar um skjól- stæðinga. „Í þessu felst að öll frávik frá meginreglunni ber að túlka þröngt og gera verður ríka kröfu til dóm- stóla að þeir tryggi að ekki verði gengið lengra en nauðsyn kref- ur hverju sinni. Þannig verður að gera kröfu til þess að heimild til húsleitar sé vandlega rökstudd og sé takmörkuð við tiltekin gögn, á tilteknu tímabili, í nánar tilteknu máli. Sé þessa ekki gætt er hætta á að gengið verði of langt gegn rétti skjólstæðings og þá um leið trúnaðarskyldu lögmanna, sem aftur grefur undan réttarkerfinu í heild sinni,“ segir í bréfinu. Þótt samfélagið gangi í gegnum sérstaka tíma og álag sé mikið á dómstólum megi ekki gefa afslátt af þeim grundvallarreglum sem hingað til hafi gild. Hvetur Lög- mannafélagið Dómarafélagið til að minna félagsmenn sína á að missa ekki sjónar á þeim í umrótinu. - sh Lögmannafélagið sendir Dómarafélaginu bréf vegna húsleita á lögmannsstofum: Lögmenn minna dómara á hófsemi LÁRENTSÍNUS KRISTJÁNSSON Formaður Lögmannafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norð- urlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxta álag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjár- markaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peninga- stefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýri- vextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formað- ur peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal ann- ars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krón- unnar endaði í gær í 223,8 stig- um og kostaði ein evra 166 krón- ur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlun- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér Seðlabankinn sækir mikinn styrk í erlent lánsfé. Atvinnulífið getur ekki keppt við bankana um sparifé til fjárfestingar. Þetta leiðir til tafa á efnahagsbata og miklu atvinnuleysi næstu tvö árin, samkvæmt spá Seðlabankans. Kreppan hér mun vara í tíu ársfjórðunga, eða tvö og hálft ár. Til saman- burðar varir samdráttarskeið í öðrum löndum í núverandi kreppu í fjóra til sex ársfjórðunga, eitt til eitt og hálft ár. Samdrátturinn hér er engu að síður minni en í öðrum löndum, að sögn Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræð- ings Seðlabankans. Hann benti á að landsframleiðsla hefði dregist saman um tvö prósent í Bandaríkjunum, um fimm prósent á evrusvæðinu og um sex prósent í Bretlandi. Landsframleiðsla dróst saman um tíu prósent hér í fyrra en 25 prósent í Lettlandi. „Þetta er lengsta samdráttarskeið í íslenskri nútímasögu eftir seinna stríð,“ benti Þórarinn á. Íslenska kreppan sú lengsta SEÐLABANKASTJÓRI FER YFIR MÁLIN Seðlabankinn er sterkari en markaðurinn telur hann vera, að sögn Más Guðmundssonar. Stefnt er að afnámi gjaldeyris- hafta á seinni hluta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON einn ársfjórðung. Töfin skrif- ast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt inn- lendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stór- iðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víð- tækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahags- lífið taki við sér dragi úr atvinnu- leysi. Seðlabankinn spáir 9,5 pró- senta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is LJÓN Í DÝRAGARÐI Ambar heitir þetta þriggja og hálfs árs ljón sem þarf að hírast alla sína daga í dýragarði í Ahmedabad á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.