Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 12

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 12
12 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Enn er ósvarað spurningum Persónuverndar til samgönguráðuneytisins frá árinu 2005 vegna hugmynda sem þá voru uppi um að nota GSP-ökurita til að safna upplýsingum um aksturslag og ferðir ökutækja hér á landi. Í tengslum við hugmyndir um sérstaka gjaldtöku til að standa undir vegaframkvæmdum, hafa í samgönguráðuneytinu verið end- urvaktar hugmyndir um að safna upplýsingum og innheimta veg- gjöld eftir á, út frá upplýsingum úr GPS-ökuritum. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagðist á dög- unum ætla að senda ráðuneytinu fyrirspurn um útfærslu hugmynd- anna. Þær eru hins vegar ekki alveg nýjar af nálinni. Þórður Sveinsson, lögfræðing- ur hjá Persónuvernd, segir að árið 1995 hafi stofnunin kallað eftir upplýsingum um útfærslu á notk- un GPS-ökurita. Það var gert eftir að nefnd ráðherra skilaði skýrslu um vænleika þess að skrá akst- ur ökumanna. „En ekkert varð úr hugmyndunum á þessum tíma,“ segir Þórður. - óká Persónuvernd gerði athugasemdir við hugmyndir um ökuritanotkun árið 2005: Spurningum er enn ósvarað ÁRTÚNSBREKKA SAGA System hefur þróað tækni sem nýtist til að safna upp- lýsingum um aksturslag og gjaldtöku fyrir akstur. Kerfið nefnist PAYD, eða „Pay as you Drive“. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPILLING Íslensk stjórnvöld hafa í engu orðið við þrett- án tilmælum af fimmtán sem alþjóðlegur eftirlits- aðili setti fram í því skyni að vinna gegn spillingu hér á landi. Þetta er óviðunandi að mati GRECO, ríkjahóps Evrópuráðsins gegn spill- ingu, þess sama og setti tilmælin fram við íslensk stjórnvöld á árinu 2008. Ein tilmælanna fimmtán hafa verið uppfyllt að fullu og önnur að hluta til. Þau snúa annars vegar að því hvernig Íslendingar skuli standa að innleiðingu á mútuákvæðum Evrópuráðssamnings gegn spillingu á sviði refsiréttar og hins vegar hvernig auka eigi gagnsæi fjármögnunar stjórnmála- starfsemi á Íslandi. GRECO-hópurinn býður íslenskum stjórnvöldum að gera frekari grein fyrir eftirfylgni fyrirmælanna til 30. september næstkom- andi. Dóms- og mannréttinda- ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni í gær. Þar kemur meðal annars fram að refsiréttarnefnd vinni nú að endurskoðun refsiákvæða laga hvað varðar mútustarfsemi. Þar á meðal er til skoðunar hvort ákvæði eigi að ná til alþingismanna. Einn- ig eru ákvæði um mútur í almennri starfsemi til endurskoðunar. - pg Sniðgengu 13 ábendingar af fimmtán frá GRECO: Stjórnvöld brugðust ekki við spillingu RAGNA ÁRNADÓTTIR KÖNNUN Yfir 80 prósent fólks hafa undanfarið ár talað í sím- ann undir stýri, samkvæmt nýrri könnun MMR. Algengast er að fólk noti farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar, eða um 71 prósent. Fjórðungur sagðist hafa notað farsíma eitthvað fyrir sam- töl með handfrjálsum búnaði. 26 prósent sögðust hafa notað far- síma við akstur til að skrifa eða lesa sms. Tæp sautján prósent höfðu aldrei notað farsíma við akstur á síðastliðnum tólf mán- uðum. Nokkur munur var á svörum um símanotkun eftir aldri svar- enda. Um helmingur þeirra sem var undir þrítugu sagðist til að mynda hafa notað símann til að þess að skrifa eða lesa sms und- anfarið ár en einungis sex prósent þeirra sem eru yfir þrítugu. Mikil símanotkun ökumanna: Flestir með sím- ann undir stýri Eru með einkaleyfi Íslenska tæknifyrirtækið SAGA System hefur alþjóðlega skrásett einkaleyfi á þeirri tækni að nota GPS-punkta úr ökurita til að reikna út hröðun, beygjuhraða og heml- un bíla. Þegar er fjöldi fyrirtækja hér á landi með í notkun SAGA Fleet flotastýringu fyrirtækisins, en þar er safnað upplýsingum bæði um aksturslag og staðsetningu bíla. Þá hefur fyrirtækið þegar hannað innheimtukerfi þar sem gjaldfært er eftir notkun bíla í akstri og nefnist PAYD, eða „Pay as you drive“. Til þessa hefur þó ekki verið safnað upplýsingum um staðsetningu bíla í PAYD-kerfinu. Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is ORKUMÁL Orkuveita Reykjavík- ur hefur hafnað ósk Ölfuss um að framlengja forgangsrétt verk- efna í sveitarfélaginu að orku frá Hverahlíðarvirkjun. „Okkar forgangur rann út 1. maí,“ segir Birna Borg Sigur- geirsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. „Við leituðum eftir fram- lengingu en Orkuveitan vísaði því á bug.“ Áfram er þó unnið að hugmynd- um um að fyrirtækið Timminco byggi kísilverksmiðju við Þorláks- höfn og knýi hana með orku frá Hverahlíðarvirkjun. Orkuveitan á nú bæði í viðræð- um við Timminco og Norðurál um kaup á þeirri orku, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafull- trúa OR, sem segir stefnt að því að „klára mál Timminco í maí“. Gunnar Jónsson, lögmaður Thorsil, en það félag er í eigu Timminco og Stokks Energy og vinnur að undirbúningi kísil- verksmiðjunnar, segir að fyrir- tækin hafi enn áhuga á að reisa kísilverksmiðjuna. Áætlanir um að ljúka málinu fyrir 1. maí hafi verið óraunhæfar þótt tekist hafi að ljúka þeirri verkfræðivinnu sem stefnt var að fyrir þann tíma. Næstu skref gætu ráðist á stjórnarfundi Orkuveitunnar 12. maí þar sem fjallað verði um hug- myndir um framlengdan samn- ingsramma. Gunnar staðfesti að samningsstaða kísilverksmiðj- unnar væri veikari nú þegar Ölfus nýtur ekki lengur forgangs og álver Norðuráls í Helguvík knýr einnig á um aðgang að orku Hverahlíðarvirkjunar. „Það stendur til að halda áfram á fullu. Ég veit að hugur Orkuveit- unnar stendur mjög til að þetta geti orðið,“ sagði Gunnar. „En hlutirnir hafa tekið lengri tíma en við vonuðum.“ Timminco hefur staðið höllum fæti fjárhagslega. Gengi þess á hlutabréfamarkaði í Kanada rýrn- aði um þriðjung skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Fyrr á árinu tilkynnti Timminco að það hefði hætt framleiðslu á kísilflögum vegna minnkandi sölu en mundi byrja aftur ef markaðsaðstæður batna. Unnið hefur verið að end- urskipulagningu, meðal annars með breytingu skulda í hlutafé. Gunnar Jónsson segir að við- ræður standi yfir við öflug fyrir- tæki um kaup á framleiðslu vænt- anlegrar verksmiðju. Traustur sölusamningur sé ein forsenda þess að verksmiðjan geti risið. peturg@frettabladid.is Forgangur Ölfuss er fall- inn úr gildi Orkuveita Reykjavíkur framlengdi ekki forgang verkefna í Ölfusi að orku Hverahlíðarvirkjunar. OR og Timminco halda áfram viðræðum um kísilverk- smiðju. Framhald ræðst á stjórnarfundi OR í næstu viku, segir lögmaður kísilverksmiðjunnar. ÞORLÁKSHÖFN Farið var of bratt í upphaflegar tímaáætlanir, sem gerðar voru í febrúar, og miðuðu við að samningur um orkusölu frá Hverahlíðarvirkjun til kísilverk- smiðju í Þorlákshöfn lægi fyrir 1. maí, segir lögmaður Timminco, kanadísks fyrirtækis sem á í samstarfi við Íslendinga um byggingu slíkrar verksmiðju. HESTI HJÁLPAÐ Vegfarendur í borginni Lahore í Pakistan brugðu skjótt við þegar hestur féll niður í hitasvækju og hjálpuðu honum að rísa á fætur. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.