Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.05.2010, Qupperneq 32
BERMÚDA-BUXUR eru á meðal þess sem spáð er miklum vin- sældum í sumar, en þær hafa meðal annars sést á sýningum Armani, Prada, Isabel Marant, Hussein Chalayan og Louis Vuitton. Vefnaðarvöruverslunin Handal- ína verður opnuð á Vitastíg innan skamms. Mæðgurnar Ragnheiður Ólafsdóttir, Oddlaug Sjöfn og Svan- hvít Thea Árnadætur standa að baki versluninni og segjast þegar hafa fengið afar góð viðbrögð. „Lengi vel voru nokkrar vefn- aðarvöruverslanir hér í miðbæn- um en þær hafa flestar flutt sig um set og veit ég til þess að marg- ir horfa til þess með tilhlökkun að Handalína verði opnuð,“ segir Ragnheiður. Hún og dætur henn- ar hafa allar hönnunarmenntun að baki og hafa fundið leið til að sameina krafta sína. Ragnheiður er leðurhönnuður, Oddlaug iðn- hönnuður og Svanhvít búninga- hönnuður. „Ég er búsett í London og Oddlaug á Ítalíu en Svanhvít ætlar að sjá um daglegan rekst- ur,“ segir Ragnheiður sem er búin að koma sér upp góðum viðskipta- samböndum erlendis. „Ég mun sjá um innkaupin en ég kaupi afgangs- efni frá hönnuðum og heildsölum í London. Heildsalarnir kaupa oft mikið magn fyrir stórfyrirtæki og gauka að mér afgangsefni á hag- stæðu verði. Verðið til viðskipta- vina okkar verður því að sama skapi hagstætt og vona ég að því verði vel tekið,“ segir Ragnheiður en henni blöskraði verðið á efnum á Íslandi þegar hún var að skoða þau síðastliðið haust. „Þau eru svo dýr að það er ekki einu sinni leyfilegt að gera mistök. Þetta fyrirkomulag okkar gerir það hins vegar að verk- um að það verður bara til takmark- að upplag af hverju efni en það er bara skemmtilegra og eykur fjöl- breytnina.“ Oddlaug mun hafa umsjón með markaðsmálum verslunarinnar auk þess sem hún á heiðurinn að stóru útskornu búðarborði sem blasir við vegfarendum sem ganga framhjá. Ragnheiður er að vonum ánægð með samstarfið við dætur sínar og segir fjarlægðina á milli þeirra litlu máli skipta. „Við nýtum okkur tæknina en með tilkomu henn- ar hefur heimurinn minnkað. Við sjáum svo bara hvað setur og ef þetta gengur ekki þá höfum við að minnsta kosti bara haft gaman af þessu við mæðgurnar. Hins vegar virðist áhugi á saumaskap vera að aukast sem er að mínu mati jákvætt afturhvarf til fortíðar,“ segir Ragn- heiður og bendir áhugasömum á að hægt er að kynna sér verslunina betur á Facebook undir leitarorð- inu Handalína. vera@frettabladid.is Mæðgur opna efnabúð Ný vefnaðarvöruverslun verður opnuð á Vitastíg innan skamms en þar hafa mæðgur með hönnunar- menntun sameinað krafta sína. Með góðum viðskiptasamböndum geta þær lofað hagstæðu verði. Mæðgurnar Svanhvít Thea og Ragnheiður stefna að því að opna á laugardag. Á myndina vantar Oddlaugu Sjöfn sem einnig kemur að rekstrinum með systur sinni og móður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON L í n D e s i g n , g a m l a s j ó n v a r p s h ú s i ð L a u g a v e g i 1 7 6 S í m i 5 3 3 2 2 2 0 w w w . l i n d e s i g n . i s Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.