Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 6. maí 2010 3 Síðustu árin er eins og vel heppnaðar nýjungar í tísku endurtaki sig ár eftir ár. Þannig er haldið í það sem líklegt er til vinsælda án þess að leita að þeirri sköpun sem ætti að taka við. Hvort það er vegna kreppunnar skal ósagt látið en þannig er í hverri tískulínu heilmikið um endurtekið efni. Dæmin eru mörg í sumar og mætti nefna stuttbuxurnar sem eru styttri en nokkru sinni, blóma- mynstur Liberty sem nú nær alla leið inn í herratískuna, bermúda- buxur hjá herrum og fleira mætti telja. Í skótísku eru sumrin orðin mörg í röð þar sem við sjáum dömuskó með fylltum hæl og brandar- inn um hversu vel þessir skór eiga við í blautu grasi heima á Fróni er orðinn þreyttur. Kannski er hægt að breyta til og tala um sentimetra af gosösku í staðinn þó líklega fari askan ekki vel með skótau. Lit- rík gúmmístígvél eru líklega betri í leiðangur nálægt Eyjafjallajökli en slíkan fótabúnað hafa flest fínustu tískuhúsin selt undanfarið. Ef Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður hefði vitað að hún ætti eftir að fara í kringum jörðina í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna við að þyrla upp gosösku er líklegt að hún hefði smeygt sér í slík stígvél. Helst er nýtt í þykku hælunum þetta sumarið að hællinn er þynnri en áður og ekki alltaf með þykkum botni að framan eins og áður. Því eru þeir ekki eins þægilegir en síðan hvenær hefur tískan átt að vera þægileg? Svo eru þeir stundum opnir að framan sem ekki hefur sést. Helsta nýjung sumarsins er tréklossarnir og þá er ég ekki að tala um sænska tréklossa eins og allir áttu fyrir einum þrjátíu árum á eft- irhippaárunum þó þá megi einnig sjá. Nú eru tréklossarnir með háum hælum og geta verið með opinni tá þó hinir klassísku, lokuðu, sjá- ist þó meira. Tréklossarnir eru skreyttir með litlum bólum úr málmi og smellpassa við skósíðu hippakjólana sem enn eru í sumartískunni fyrir komandi sumar og kjólar almennt alls ekki á útleið. Slönguskinn hefur verið tengt fínustu tískuhúsum en í sumar má finna fylgihluti með ódýrari merkjum, töskur, belti og skó úr þessu forláta skinni. Ýmsir litir eru í boði og ekki verra að þeir séu sterkir og verðið frekar viðráðanlegt. Þetta er ólíkt fylgihlutum Stellu McCartn- ey sem er á móti dýraskinni og notar einungis gervileður og -loðfeldi. Fyrir þá sem eyða fríinu í sól og sumaryl á sólarströnd eru þveng skór fyrirsætunnar Gisele Bündchen ómissandi. Skórnir heita Ipanema og hluti af ágóðanum rennur til samtaka í Brasilíu sem vinna að verndun hafskjaldbakna sem eru í útrýmingarhættu. bergb75@free.fr Slönguskinn og fylltir hælar ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Nýjustu búningar Peking-óperunnar voru afhjúpaðir í vikunni. Mikið var um dýrðir í Peking í Kína á mánu- dag, þegar nýjustu búningar Peking-óperu- hússins voru sýndir á sérstakri tískusýn- ingu. Söngur, samtöl og látbragðsleikur vega þungt í Peking-óperunni sem nýtur mik- illa vinsælda í Kína, en þar á hún sér 200 ára sögu. Eftir að kommúnistar komust til valda í Kína og reyndu að afmá ýmislegt í menning- arlegum arfi þjóðarinnar var óperan bönnuð um tíma. Hún náði aftur vinsældum á áttunda áratugnum í kjölfar dauða Maós Zedong, formanns Kommúnista- flokksins, og er enn vinsæl. Stríðsmálning og skrautlegir búningar Grímur og skrautlegir búningar eru mikið notaðir í óperunni. Fatahönnuðurinn Alex Perry var með arabískt prinsessu- þema á áströlsku tískuvik- unni. Ástralski fatahönnuðurinn sýndi geggjaða kjóla fyrir nokkrum dögum á einum stærsta tískuviðburði sem haldinn hefur verið í Ástral- íu, tískuvikunni í Sydney. Perry er þekktur fyrir að tefla fram glysi og ofur- kvenlegum sniðum og honum brást ekki boga- listin að þessu sinni þegar fyrirsæturnar komu fram í kjólum sem voru eins og korselett að ofan og með misefnismiklum tjullpilsum að neðan. Þemað var arab- ískar prinsessur og gull- kjólum inn á milli. - jma Svartur og seiðandi kjóll úr smiðju Alex Perry. Perry er vinsæll brúðarkjólahönnuður og kjólarnir í þeim dúr. Dýrðlegir tjullkjólar á tískuviku ÚTSALA Í 3 DAGA Útsala fi mmtudag, föstudag og laugardag Mikið úrval af fallegum fatnaði á ótrúlega góðu verði. Komið og gerið frábær kaup. Ath! vörur úr vor og sumarlista 2010 eru ekki á útsölunni Opið: Fimmtudaga og föstudag frá kl. 11.00 -18.00 Laugardag frá kl. 11.00 -16.00 Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Sumar Flottar frá Str. 36 - 56 Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með Skór & töskur í miklu úrvali Laugaveg 54, sími: 552 5201 BRJÁLUÐ HELGARTILBOÐ Í FLASH Gallajakkar áður 9.990 Nú 7.990 st. s-xxl Gallaskokkar áður 11.990 Nú 9.990 st. s-xxl Skokkar áður 16.990 Nú 11.990 st. 38-52 20% afsláttur af öðrum vörum Mikið af vörum á 2000 kr, 3000 kr og 5000 kr t.d. sumarjakkar, skokkar og kjólar LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.