Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 36
 6. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR ELLINGSEN, 2 brennara, verð 79.900 kr. Grillflötur 450x467 mm. 2 steypujárnsbrennarar, 24.000 BTU. Hitamælir, efri grind (hitagrind), grillgrind úr steypujárni og neistakveikja. ELLINGSEN, 3 brennara, verð 109.500 kr. Grillflötur 633x467 mm. 3 steypujárnsbrennarar, 36.000 BTU. 1 innrauður bakbrennari, 12.000 BTU. Hliðarbrennari með loki, 12.000 BTU. Hitamælir, efri grind (hitagrind), grillgrind úr steypujárni og neistakveikja. ELLINGSEN, 4 brennara, verð 129.900 kr. Grillflötur 780x467 mm. 4 steypujárnsbrennarar, 48.000 BTU. 1 innrauður bakbrennari, 12.000 BTU. Hliðarbrennari með loki, 12.000 BTU. Hitamælir, efri grind (hitagrind), grillgrind úr steypujárni og neistakveikja. Nýtt og einfaldara gaskerfi fylgir öllum grillum frá Olís Nú er ekkert mál að skipta um gaskút! Olís hefur innleitt Smellugas, nýtt og einfaldara kerfi við gasnotkun. Þrýstijafnarann þarf ekki lengur að skrúfa á stútinn – honum er einfaldlega smellt á. Þannig verður mun fljótlegra og þægilegra að skipta um kút. Ef þú þarft aðstoð við að koma nýja þrýstijafnaranum fyrir geturðu pantað heimaþjónustu. Nánari upplýsingar fást á smellugas.is, í síma 515 1100 og á næstu Olís-stöð. Nýtt og einfaldara gaskerfi Smellugas Olís er nýtt og einfaldara kerfi við gasnotkun. Þrýstijafnarann þarf ekki leng- ur að skrúfa á gashylkið heldur er honum einfaldlega smellt á. Þannig verður mun þægilegra og fljótlegra að skipta um gashylki. „Þetta er sama gasið og í gömlu kútunum, bara nýtt og einfaldara kerfi,“ segir Sigurður K. Pálsson, forstöðumaður markaðssviðs Olís. „Gamla kerfið er með öfug- um skrúfgangi á þrýstijafnaran- um, en með þessu nýja er það bara smelltur hringur. Mun einfaldara og þægilegra.“ Nýi þrýstijafnarinn hjá Olís er ókeypis fyrir viðskiptavini og það eina sem þarf að gera er að skipta um hann á slöngunni sem tengd er við grillið. Olís býður þeim sem vilja upp á heimaþjónustu en þá kemur starfsmaður Olís í heima- hús og skiptir um þrýstijafnar- ann ókeypis. Hægt er að sækja um heimaþjónustuna á heimasíð- unni www.smellugas.is . „Smellugashylkið er gashylki 21. aldarinnar,“ segir Sigurð- ur. „Og í ár sé ég fram á að fólk eigi mikið eftir að vera að grilla heima hjá sér og í bústöðun- um sínum. Svo eru mjög margir komnir með gaseldavélar heim til sín og smellugasið er líka kjörið fyrir það.“ Nýtt og einfaldara kerfi Smellugas Olís er einfalt í notkun að sögn Sigurðar. Hér sýna Oliver Þórisson og Hrefna Jónsdóttir gripinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 og Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 GÓÐ RÁÐ UM GASHYLKI: • Gashylki skulu alltaf standa upprétt. • Ávallt skal loka fyrir gasið eftir notkun. • Varist að gashylkið verði fyrir hnjaski eða standi lengi í miklum hita. • Skiptið aldrei um gashylki nálægt opnum eldi. GÓÐ RÁÐ UM BÚNAÐ: • Notið einungis viðurkenndan búnað – DG- eða CE-merktan. • Sjáið til þess að þrýstijafnarinn sé tryggilega festur. • Verið viss um að búnaðurinn sé í fullkomnu lagi. • Farið reglulega yfir slöngur og skiptið um þær við minnsta grun um sprungur eða rifur. • Góð regla er að fá fagaðila til að yfirfara búnað einu sinni á ári. Sumarið er á næsta leiti og bráð- um má finna grillilminn liðast upp úr hverjum garði. Yfirbreiðslurn- ar á gasgrillunum eftir veturinn fá að fjúka og grilltangirnar dregn- ar fram. Gasgrill eru algeng eign eftir uppgang síðustu ára en það eru þó fleiri leiðir til að galdra fram gómsætan grillmat. Matseld á kolagrilli tekur lengri tíma en á gasgrilli en umstanginu fylgir þó ákveðin rómantík. Kolin er hægt að grípa með sér í ferðalag og kveikja í þeim niðri á strönd og leggja grind yfir. Eins má hella kolum í holu í jörðina og hægelda kryddað lambalæri undir torfu. Einnota grill eru auðvitað líka þægileg á ferðinni en deila má um rómantíkina sem fylgir matreiðslu á þeim. Hámark grill- rómantíkurinnar er þó að grilla við opinn eld. Glóðaðir sykurpúðar eða pylsur á priki smakkast ótrú- lega vel undir kvöldhimni. Veislan útbúin við opinn eld Gasgrill eru algeng í görðum lands- manna enda þægilegt að elda á gasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.