Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 46

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 46
34 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Rauði turninn á lausu. Ég sé að það hefur enn engin dama náð að festa hann Ásgeir niður. SMALL MEDIUM AT LARGE Hvað segirðu? Rennur hann ekki bara í gegnum skoð- unina? Tja... Þú þyrftir aðeins að kíkja á pústið! Smáatriði, smáatriði! Það er skítakuldi í dag! Eða eins og afi myndi segja, „það frýs grænkálið“! Sem hljómar undarlega frá manni sem býr uppi á fjórðu hæð á elliheimili. Gamalt fólk er undarlegt. Ææææ ekki gráta, það er allt í lagi. Fallegt af þér að hugga hana Lóu Solla mín. Sniff. Ég ræð bara ekki við mig, ég kann á fólk. FÆRÐU ÞIG!!! Kvenfólk, það er að segja. NETSAMFÉLAGIÐ Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nyt- samlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. MISJAFNT er hversu mikið hver hangir á bókinni og hvaða upplýsingum fólk deilir með umheiminum. Einhverjir nota síðuna eins og dagbók og smella inn reglulega því sem þeir eru að sýsla, hvort sem það eru færslur eins og „hangsast á náttfötunum yfir kaffibolla“ eða „gekk á Esjuna í morgun!“. Svo eru þeir sem nota hana til að koma pólit- ískum skoðunum sínum á framfæri og eru stóryrtir um gang þjóðmálanna. Margir freistast til halda úti ákveðinni ímynd með færsl- um um hvaða hábókmennt- ir liggja á náttborðinu. EITT er víst að það sem skrifað er á feisbókina stendur þar fyrir augum gríðarlegs fjölda fólks og þar er hægt að fylgjast náið með lífi margra. Fiskisagan flýgur hratt í netheimum og því vissara að gæta orða sinna þar sem fólk er misjafnlega innrætt eins og gengur og getur notað feisbókina í annar- legum tilgangi. EINHVERN tímann var til dæmis varað við því að setja fram á feisbókinni að maður yrði að heiman í einhvern tíma. Óprúttnir náungar gætu nýtt sér upplýsingarnar á vafasaman hátt, brotist inn á heimilið í ról- egheitunum á meðan og stolið þaðan öllu steini léttara, ótruflaðir. Miðað við fréttir af aukinni tíðni innbrota síðustu misserin er ljóst að það eru margir sem ágirnast eigur annarra og nota sér auðvitað nútímatækni netheima til að leita uppi mannlaus heimili. EINS þykir óráðlegt að setja inn myndir án þess að passa upp á hverjir geti opnað albúmin og skyggnst þannig inn í fjöl- skyldulífið. REYNDAR eru það ekki bara þeir óprúttnu sem geta nýtt sér gálausar færslur á feis- bókinni. Réttvísin nýtir sér líka nútíma- tækni netheima til að leita uppi krimm- ana, eins og frétt hér í blaðinu í gær sýndi. Þá urðu óprúttnir tryggingasvindlarar af hundruðum þúsunda króna á mánuði, sem þeir sviku út úr Tryggingastofnun og þeim sem samviskusamlega greiða sín iðgjöld. Þeim varð það á að glopra upplýsingum um hagi sína á Netið sem ekki stóðust svo rétt- vísin hafði hendur í hári þeirra. Nytsemi netheima

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.